Heimsmynd - 01.06.1991, Page 28
Andrea var aðeins tœplega átján ára pegar hún tók þátt í undankeppni Ford-fyrirsœtuskrif-
stofunnar hér á landi árið 1986, þar sem hún var valin til að taka þátt í aðalkeppninni sem fór
fram ári seinna í New York og á Florida. í framhaldi af þessum tveim keppnum bauðst Andreu
starfssamningur við Ford-fyrirsœtuskrifstofuna. Stuttu síðar flutti hún til Parísar þar sem hún
bjó þangað til í maí á þessu ári þegar húnflutti til New York. Andrea hefur þó ekki sagt alfarið
skilið við París því hún heldur áfram íbúð sinni, sem kemur að góðum notum vegna tíðra ferða-
laga hennar milli New York og Parísar.
í nóvember síðastliðnum sagði Andrea skilið við Ford-skrifstofuna og gekk til liðs við fyrir-
scetufyrirtœkið Eyes í New York. Eyes er einungis með tuttugu fyrirscetur á sínum snærum en þess
má geta að sex manns hafafullan starfa af því að bóka stúlkurnar í hin ýmsu verkefni. Til sam-
anburðar má geta þess að hjá Ford er einn slíkur starfsmaður fyrir hverjar fimmtíu fyrirsœtur.
Andrea lcet.ur þó mjög vel af starfi sínu hjá Ford-skrifstofunni en kveðst hafa langað að breyta
til. Flún segist vera hœstánægð með þessa ákvörðun og að sér líki vel á nýja staðnum í því pers-
ómdega andrúmslofti sem ríkir hjá Eyes.
Það má með sanni segja að Andrea hafi slegið í gegn. Nýverið hefur hún kynnt klæðnað hönn-
uðanna Krizia, Yves St. Laurent, Hermes og Salvatori Ferragamo, en mjög sjaldgæft er að sama
fyrirsætan sitji fyrir á auglýsingamyndum fyrir jafnmarga og þekkta hönnuði á svo skömmum
tíma. Þá vinnur Andrea reglulega fyrir tímaritið Donna á Ítalíu og tískublaðið Marie-Claire í
París. Hún sýnir jafnframt á tískusýningum hjá mörgum af þekktustu tískuhönnuðum heims eins
og Montana, Jean Colonna, Yves St. Laurent og fleiri.
En þótt vel gangi hjá Andreu í dag þá leggur hún á það áherslu að það hafi tekið langan tíma
að vinna sig upp. Það tekur í það minnsta eitt til tvö ár að komast af stað og þann tíma er vinn-
an oft mjög óregluleg og erfitt að halda í trúna á að allt muni þetta ganga upp á endanum.
Á þessum myndum sem teknar voru sérstaklega fyrir HEIMSMYND er Andrea í fötum eftir
nokkra af sínum eftirlætis hönnuðum.
28 HEIMSMYND