Heimsmynd - 01.06.1991, Page 34

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 34
í S L E N S K I R „Ég játa það með glöðu geði að ég kann að meta et karlmenn, líka íslenskir karlmenn, sýna konum huggulegheit eins og að opna dyrnar fyrir þær í stað þess að ryðjast á undan, hjálpa þeim í kápuna, og bjóða þeim út að borða ótilneyddir," segir Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður á ríkissjónvarpinu. Hér fjallar hún um íslenska karlmenn í upphafl 10. áratugarins. I UPPHAFI 10. ARATUGAR / Islenskir karlmenn og íslenskir karlmenn; þar getur verið stór munur á. Ég á erfitt með að lýsa dæmigerðum íslenskum karlmanni, því að í mínum huga eru þeir svo ólíkir, það er að segja þeir sem ég hef haft fregnir af. Það er í raun ófært að flokka þá undir slíkt safnheiti! Eitt er það þó sem þeir eiga allir sameiginlegt. Þeir virðast eiga undir högg að sækja upp á síðkastið. Sífellt er verið að tönglast á því að karlmenn séu sjálfselskir, hrokagikkir, hugsi aðeins um eig- in hag og metorð, vaði yfir allt og alla og hafi óbilandi trú á því að þeir séu mestir og bestir allra lífsforma á þessari jörð. . . Víst eru slíkir karlmenn til á Islandi, en ég hef trú á að þeirra bíði sömu örlög og geirfuglsins. Karlrembusvínin eru víst ekki alveg útdauð enn, en þess virð- ist skammt að bíða. Því miður virðist sá óskapnaður þó að einhverju leyti ætla að ganga aftur í kvenna líki, því kvenrembusvín fyrirfinnast líka á þessu landi, og þau eru síst skárri. Konur þyrftu þó engu að síður að tileinka sér eitthvað af þessu óbilandi sjálfstrausti karl- manna. Þegar reyna á að fá fólk í viðtal til dæmis í fjölmiðlum, þá eru konur yfirleitt mun treg- ari í taumi og varkárari þegar á hólminn er komið ef sannfæringarkraftur þess sem vill við þær ræða er nægur. Karlarnir láta hins vegar vaða og komast langt á því. Einu sinni var. Munið þið eftir gæjunum úr gagnfræðaskóla eða grunnskóla öllu heldur. Þetta voru miklir „sjarmörar14, eða það fannst manni í það minnsta í þá daga. Eitthvað virðist þó hafa breyst verulega frá þeim tíma. Þeir eru bara alls engir gæjar lengur, upp til hópa í það minnsta. Drengir sem hver einasta stelpa í bekknum sá í rósrauðum bjarma eru nú orðið jafnvel vaxnir upp úr hárinu eða hreint út sagt barasta hræðilega púkó og ekki með nokkru móti unnt að gera sér grein fyrir hvað var svona ómótstæðilegt við viðkomandi í þá daga. Hins vegar kemur það jafnmikið á óvart að drengir sem læddust með veggjum á gagnfræðaskólaárum og jafnvel á menntaskólaárun- um, stökkva nú sumir fram á sjónarsviðið sem skeleggustu menn og jafnvel fjallmyndarlegir í kaup- bæti. Karlmenn og kynþokki. Það er víst þegar búið að eyða ómældu magni af pappír í slíkar hugrenn- ingar. Karlmenn geta geislað af kynþokka og fegurð en kynþokkinn verður að vera óafvitandi og fegurðin að koma innan frá. í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum sem nota mætti sem skólabók- ardæmi um íslenskt karlkyntákn. Margir hafa þó eitthvað til síns ágætis en ég held ég nefni engin nöfn. Eitt það aumkunarverðasta sem ég veit er maður sem er svo upptekinn af því að ganga í augun á konum að hann veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga og er svo meðvitaður um eigið útlit að hann gleymir að velta því fyrir sér að vitrænar umræður þurfa einnig að vera fyrir hendi. Umbúðirnar ein- ar endast ekki lengi. Karlmenn eiga að vera kurteisir, það fer þeim miklu betur. Það er líka allt í lagi að brosa og reyna að sjá það jákvæða í kringum sig í stað þess að finna sökudólginn og hjálparkokka í hverju horni. Strákar mínir, viðurkennið það bara, það er ekki allt óumdeilanlegt eða stórkostlegt sem þið gerið, ekki frekar en við hin. Ef menn, jú, og konur, reyna að gera sitt besta en líta jafnframt ekki svo stórt á sig að ófært sé að vera í minna en eins kílómetra fjarlægð, þá eiga þeir og þær sér við- reisnar von. Ég játa það með glöðu geði að ég kann að meta það ef karlmenn, líka íslenskir karlmenn, sýna eftir ÓLÖFU RÚN SKÚLADÓTTUfí 34 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.