Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 37

Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 37
« « Viðar Eggertsson leikari hefði ekki fæðst í Reykjavík, 18. júní 1954, hvar og hvenær hefði hann þá viljað fæðast? Ég hefði viljað vera meðal inkanna þegar menning þeirra reis hvað hæst. BH ■ Hvers vegna? Það var stórkostlegt menningarsamfélag, þar sem listir voru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Enda hafa framfarir án lista aldrei getið af sér menningarsamfélag. Til þess arna þurfa manneskjan, sköpunargáfan og náttúran að fallast í faðma. Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst kosið að vera? Ég er nú alveg ágætlega sáttur við að takast á við að vera ég sjálfur. En ef ég yrði að skipta, þá hefði ver- ið gaman að prófa að vera leikskáldið Samuel Beckett. Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti? Honum afa mínum heitnum. Hann hélt því fram að hann væri engill (sem hann er örugglega núna!) og borðaði aðeins hvítan mat til að óhreinka ekki í sér sálina. Hann komst á tíræðisaldur og var einstaklega fallegt gamalmenni. Hár, grannur, með tálgað andlit, há kinnbein og stór vatnsblá augu sem alltaf voru rök. Hann hafði líka þetta silfurgráa hár sem hann klippti sjálfur með því að setja skál á hvolf á höfuðið og skera það hár sem gægðist niðurundan skálarbörmunum. Er til nokkuð fallegra en falleg gamalmenni? En innræti? Ekki neinni einstakri. En ég væri alveg til í að vera Skaparinn smá stund og spreyta mig á að safna saman í einni manneskju því besta sem ég þekki í fari nokkurra góðra vina minna. Hvaða persóna í sögunni heillar þig mest? Vincent van Gogh sem ég var svo lánsamur að fá að leika einu sinni og kynntist því nokkuð. En ég hefði ekki viljað vera hann. Hvernig húsgögn viltu helst hafa í kringum þig? Fá, þægileg, stílhrein og ódýr. Hvernig slappar þú af? Aleinn heima hjá mér, þegar ég hef tekið símann úr sambandi, sit, reyki og horfi út í loftið og hugsa mitt. Heitir það ekki að dreyma dagdrauma? Verst hvað fáir þeirra komast til framkvæmda. Hver er besta bókin sem þú hefur lesið nýlega? Það er lítil barnabók sem heitir Ferðin til Pan- ama. Lestu hana. Hver er uppáhalds hljómplatan þín? Þessa stundina held ég mikið upp á plötu með 6. sinfóníu Bruckners. Hvert er besta leikrit sem þú hefur séð? Það var belgísk tveggja manna leiksýning sem ég sá fyrir tveimur árum. Hún hét Ali, 1001 martröð og var byggð á bók Gunters Wallrafs Niðurlœgingin. Gunter lék ungur leikari, Eugene Bervoets, og var svo góður að hef aldrei séð annað eins og hefur þó marga góða borið fyrir augu mín. Þess má geta að Eugene þennan munaði ekki um skrifa handritið og leikstýra sýningunni einnig. Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? La Strada eftir Fellini sem ég sá fyrst sem krakki og hef séð nokkr- um sinnum síðan. Eiginkona Fellinis, Giulietta Masina, lék annað að- alhlutverkið og stal úr mér hjartanu. Það er hjá henni enn þá. Hvaða matur finnst þér bestur? Hvítlaukur þykir mér góður og íslenskt lambalæri þegar mér tekst best upp. Hverju sérðu mest eftir? „Ég iðrast einskis," söng Piaf. Ef ég væri lagvissari væri ég til í að syngja fullum hálsi bakrödd. Hvaða hlut vildir þú helst eignast? Það er leynd þrá hjá mér að eignast kaffivél sem hefur þá eiginleika að skammta úr einum krana ilmandi gott kaffi og úr öðrum freyðandi flóaða mjólk. Ég er ekki á leiðinni að láta þetta eftir mér. Hverjir eru helstu kostir þínir? Hvernig á ég að vita það? En þó viðurkenni ég að hugarflug mitt hefur á stundum skemmt mér. En veikleikar? Óþolinmæði. Þegar mér finnst hlutirnir ganga heldur hægt fyrir sig, eða að fara inn á óæskilegar brautir, þá pirrast ég og verð hræddur við að missa tökin á þeim og þá er stutt í systur hræðslunnar: reiðina. Hver er ánægjulegasta stundin í lífi þínu? Hún á örugglega eftir að koma. Þetta er alltaf að verða meira og meira gaman. Hvað er það sem helst veldur'þér áhyggjum? Stundum er ég haldinn miklum verkkvíða og geymi því framkvæmdir til síðustu stundar. Vinur minn einn kallar þetta fullkomnunaráráttu. Góður vinur það. Við hvað ertu hræddur? Að ná ekki að gera allt sem mig langar til. Hverjar eru rómantískustu aðstæður sem þú getur hugsað þér? Þegar ég verð ástfanginn þá horfist ég í augu við ástina mína og leikmyndin verður al- gjört aukaatriði. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Að fá að hrinda í framkvæmd einhverjum af þeim draumum sem mig dreymir um að sviðsetja í Egg-leikhúsinu.D HEIMSMYND 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.