Heimsmynd - 01.06.1991, Page 42
ODD STEFÁN
HÖNNUN: Baðaðu þig í sviðsljósinu
Taktu
sumarið með
trompi þegar
þú spókar þig
um í
glœsilegum
sundfatnaði
hvort sem er
heima eða að
heiman. Það
er ástæðulaust
að líta út eins
og sá sem
ekkert getur
og ekkert
kann þótt
sundfata-
menning hafi
tœpast náð að
skjóta rótum
hér á landi
fyrr en á allra
síðustu árum.
Baðfatnaður-
inn í ár er
kvenlegur,
litríkur og
gjarnan settur
margvíslegum
pífum og
prjáli.
Það er ekki seinna vænna að fara að huga að baðfatnaði fyrir
sumarleyfið hvort sem ætlunin er að halda á fjarlægar slóðir
eða njóta ferska loftsins á sólríkum sumardögum í útilaugum
borgarinnar. Sundfatatískan hefur tekið talsverðum breyting-
um á síðustu árum líkt og þessar myndir bera með sér. Hvers
kyns íburður, pífur og skraut er tekið að sjást í mun ríkara
mæli en áður. Fatnaðurinn er oft úr munstruðum efnum og lit-
irnir bjartir, jafnvel æpandi, rauðir, grænir eða gylltir. Vírar
eru gjarnan notaðir í brjóstasauma upp á gamla móðinn til að
gefa flíkunum kvenlegt yfirbragð. Sniðin eru oft á tíðum
djörf, hálsmálið flegið og bolurinn skorinn hátt upp á mjaðm-
ir. Aðra sveiflu má þó einnig greina innan sundfatatískunnar
því efnismiklir bolir og bikini í anda fyrirstríðsáranna eru tek-
in að njóta talsverðra vinsælda. í baðfatalínu bandaríska
tískukóngsins Calvins Klein má til að mynda finna bikini þar
sem toppstykkið nær vel niður fyrir brjóst, en buxurnar hins
vegar með dálitlum skálmum og ná upp í mitti.Það er vissara
að fara að huga að sundfatnaðinum fyrir sumarið og tryggja
að gamli bolurinn verði ekki til þess að kasta skugga á fríið.D
42 HEIMSMYND