Heimsmynd - 01.06.1991, Page 46

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 46
FEGURÐ: Brúnt eöa hvítt? Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir húðsjúk- dómalcekna og ótvírœð- ar niðurstöður rann- sókna sem sýna að geislar sólar eru húð- inni hœttulegir virðast vinsœldir sólbrúns hör- unds lítið hafa dvínað. Mánaðardvöl á sólar- strönd er enn talin til sérstaks munaðar og slikar ferðir eru ekki síð- ur vinsœlar nú en und- anfarin ár. Snyrtivöruframleiðendur hafa brugðist skjótt við og eru teknir að fram- leiða sólvarnarkrem sem draga verulega úr skaðsemi sólbaða og flýta fyrir pví að húðin verði brún á lit. Sólbrúnt hörund þykir eftirsóknarvert og meðan svo er er ljóst að margir freistast til að stunda sólböð eða leita annarra leiða til að verða sér úti um brúnan húðlit. Pess má þó sjá merki að tískan hefur verið að breytast síðasta áratug. Það þykir ekki lengur fallegt að vera svarbrúnn og margar stór- stjörnur líkt og söngkonan Madonna hafa gert hvítt hörund að vörumerki sínu. Þannig má segja að tískan sé að vissu leyti að hverfa til fyrri tíðar því sem kunnugt er kepptust konur öldum saman við að verja húð sína fyrir ágengni sólar. Þær báru þykk smyrsl og púður á andlit og hendur og gengu jafnvel svo langt að ganga með þykkt slör á heitum sólardögum, allt til að forðast þann sólbrúna húðlit sem í dag þykir svo eftirsóknar- verður. í upphafi tuttugustu aldar gjörbreyttist tískan, brúnn húðlitur varð merki um hreysti og heilbrigði og svo er enn í dag. Baðstrandamenning varð til og strendur fylltust af sól- dýrkendum sem notuðu sumarfríið til að flatmaga í sólinni. En Adam var ekki lengi í Paradís. Liturinn er fljótur að hverfa eftir að heim er komið og daglegt amstur tekur við á ný. Eftir eru aðeins ljúfar minningar um langa daga á sólar- strönd. SKAÐVALDUR Það eina sem er varanlegt eru þær skemmdir sem sólin hef- ur valdið á undirlögum húðarinnar og koma fram fyrr en margan grunar sem ótímabærar hrukkur. Mikil sólböð geta einnig valdið húðkrabbameini. En hvernig er hægt að bregð- ast við þessum vanda? Svar snyrtivöruframleiðenda eru sól- varnarkrem sem mörg hver innihalda efni sem flýta fyrir því að húðin verði brún. Flest fyrirtæki hafa sett á markaðinn fjöl- breytilegt úrval sólvarnarkrema sem taka mið af mismunandi húðgerðum. Þannig má fá sólvörn sem nánast kemur í veg fyr- ir að húðin taki nokkrum breytingum þótt dvalist sé í sterkri sól klukkustundum saman. Það er þó nauðsynlegt að benda á að þótt húðin taki lítinn sem engan lit, vegna þess hversu sterk sólvörn hefur verið borin á hana, geta of langar setur í sól verið skaðlegar og því ætti ætíð að stilla sólböðum í hóf. Þá má fá sólvarnarkrem sem verja húðina en hleypa engu að síður talsverðu magni af sólargeislum í gegn þannig að hún verður fallega brún. Ecran Solaire Invisible frá Clarins er til dæmis sólvarnarkrem sem ætlað er ljósri og viðkvæmri húð og gerir það að verkum að húðin tekur smám saman lit. SÓLARMEGIN Þeim sem hins vegar kjósa að sleppa sólböðum alfarið má benda á að hægt er að fá sérstök brúnkukrem sem innan nokkurra stunda frá því þau eru borin á húðina framkalla mjög eðlilegan og jafnan brúnan lit. Þessi litur er ólíkur hefð- bundnum andlitsfarða að því leyti að hann er ekki hægt að þvo af heldur máist af smátt og smátt líkt og sólbrúnka. Þessi krem eru jafnframt flest þeim kostum búin að þau innihalda vörn gegn skaðlegum sólargeislum líkt og Esprit De Soleil frá Lancöme. Slík krem má nota samhliða sólböðum eða án þeirra. Það er hins vegar ljóst að lausn vandans felst fyrst og fremst í því að verja húðina gegn skaðlegum geislum sólar svo að hægt sé að njóta útivistar og jafnvel takmarkaðra sólbaða án þess að hljóta af varanlegan skaða. Þeim sem hafa komist á bragðið með að liggja klukkustundum saman og vilja ekki fyr- ir nokkurn mun missa af þeirri ánægju, má benda á tvennt sem gott er að hafa í huga. í fyrsta lagi ber að forðast að liggja í sólböðum langtímum saman, mun betra er að skipta degin- um með því að vera til dæmis klukkustund í sólinni, þá aðra í skugga og síðan koll af kolli. í öðru lagi ættu allir að forðast sólina þann tíma sem hún er hæst á lofti og geislar hennar eru hvað sterkastir. Til að koma í veg fyrir að húðin brenni er vissara að fara hægt í sakirnar í fyrstu og nota mjög mikla sól- arvörn á viðkvæmustu staði líkamans eins og andlitið og bringu. Face-Zone Sun Block frá Clinique er glært og matt sólvarnarkrem og sérlega vel til þess fallið að verja þau svæði sem eru hvað viðkvæmust. Þegar síðan líða tekur á er óhætt 46 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.