Heimsmynd - 01.06.1991, Side 48

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 48
MATUR: Borðaö með stíl T Skúli Þorvaldsson, hótel- stjóri á Hótel Holti, rœðir um íslenska veitingahúsa- . menningu, uppáhaldsmat sinn, fordrykki og samsetn- ingu matseðla. Nýverið var hótelinu boðin aðild að ein- um pekktustu og virtustu hótelsamtökum heims, Rela- is & Chateaux. Skúli Ijóstrar upp leyndardómn- um að baki tveggja ára- tuga velgengni í í hótel- rekstri. Skúli Þorvaldsson hótelstióri í matsal Hótels Holts. Að koma inn á Hótel Holt af ys og þys götunnar er einna lík- ast því að stíga inn í annan heim. Innan dyra ríkir kyrrð og friður. Umhverfið er glæsilegt, dökkar þiljur á veggjum, þykk vínrauð teppi á gólfum að ógleymdum málverkunum sem blasa við hvert sem litið er. Sá sem þarna ræður ríkjum er Skúli Þorvaldsson. Skúli hefur rekið hótelið frá upphafi og undir hans handleiðslu hefur virðing þess vaxið utan lands sem innan. í fyrrahaust var hótelinu boðin aðild að einhverj- um virtustu hótel- og veitingasamtökum í heimi, Relais & Chateaux. Samtökin voru stofnuð fyrir um 37 árum í Frakk- landi og taka nú til tæplega þrjúhundruð og áttatíu hótela í þrjátíu og sjö þjóðlöndum. Ekki er hægt að sækja um aðild að samtökunum heldur þeim hótelum einum boðin þátttaka sem teljast verðug. „Aðild að samtökunum er mikill gæðastimp- ill,“ segir Skúli. „Pað fólk sem ferðast mikið þekkir þau og veit hvaða viðurgjörnings þar er að vænta. Relais & Chateaux er hvorki Holiday Inn né Hilton heldur langt, langt þar fyrir ofan.“ Það er ekki langt síðan eiginleg veitingahúsamenning tók að skjóta rótum á íslandi. Því er ekki að furða þótt við séum enn að læra hvernig best er að njóta þessa munaðar. Það liggur beint við að spyrja Skúla álits þar sem hann hefur um árabil rekið einn allra besta og vinsælasta veitingastað landsins. „Að fara út að borða er félagsleg athöfn sem miðar ekki aðeins að því að seðja hungur. Allir góðir hlutir gerast hægt og það sama gildir um matseld. Góðan mat þarf tíma til að undirbúa og elda og hann verður jafnframt að bera fram á réttum tíma.“ Hér er komið að þætti matargesta. Það dugar skammt þótt þjónustan og matreiðslumennirnir séu góðir ef gestir eru ekki reiðubúnir til að njóta matarins þegar hann er tilbúinn. Það gefur augaleið að maturinn batnar ekki þegar verið er að halda honum heitum meðan gestir eru að panta annan drykk á barnum. Skúli bendir á að slík ónákvæmni í tímasetningum tíðkist ekki á erlendum veitingastöðum. Hafi borð verið pant- að klukkan sjö er gert ráð fyrir því að fólk mæti á þeim tíma, hvorki fyrr né síðar. „íslendingar bera ekki nógu mikla virð- ingu fyrir tímanum. Það bitnar á öðrum matargestum þegar einhver kemur ekki á réttum tíma. Sá minnihluti sem leggur það í vana sinn að koma of seint setur allt úr skorðum því í eldhúsinu er unnið samkvæmt ákveðnum rytma og hlutirnir teknir í ákveðinni röð. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að það er betra að það bíði eftir matnum en maturinn eftir því. Enn er langur vegur að því að við íslendingar lærum þetta en það er heldur ekki nema eðlilegt. Það eru ekki nema rúm hundrað ár síðan við sögðum skilið við torfkofana. Evrópu- þjóðir hafa mörg hundruð ára forskot á okkur.“ Skúli segist þó sjá mikla framför á þeim tuttugu árum sem hann hefur staðið í veitingarekstri. Það skiptir miklu máli með hvaða hugarfari fólk fer á mat- sölustaði. Sumir ætla sér fyrst og fremst að borða eins mikið og þeir geta í sig látið. „Slíkt hugarfar ber vitanlega aðeins vott um vanþroska og rangan hugsunarhátt. Mitt markmið er ekki að fara saddur út. Maður fer út að borða til að fá nægju sína, ekki til að borða yfir sig. Að fara út að borða á að vera ánægjuleg athöfn sem ætti ekki að eyðileggja með því að drekka eða borða of mikið. Sjálfum finnst mér þríréttuð mál- tíð yfirleitt hæfileg.“ Fordrykkir hafa vafist fyrir mörgum. Skúli segist aldrei fá sér fordrykk á undan mat. Hins vegar bendir hann á að það geti þjónað því hlutverki að stytta biðina meðan matreiðslu- meistararnir í eldhúsinu eru að undirbúa máltíðina. „Að mínu mati ætti fólk að drekka eitthvað einfalt á undan mat eins og glas af þurru hvítvíni eða kampavíni. Það getur líka verið gott að drekka epladjús eða sódavatn en fólk ætti að mínu mati ekki að drekka sterka drykki fyrir matinn. Nýbökuð gæsalifur er uppáhalds forréttur minn. Það er ekkert rétt eða rangt þegar að því kemur að setja saman mál- tíð en vissulega eru til hefðir eins og þær að forréttir eigi að vera af léttara taginu, til dæmis salöt. Sjálfum finnst mér þess- ar hefðir alls ekki skipta öllu. Sem aðalrétt fæ ég mér ýmist kjöt eða fisk en eftirrétturinn finnst mér alltaf þurfa að vera eitthvað sætt en alls ekki of mikið.“ Sem dæmi um eftirrétt nefnir Skúli kökusneið, sorbet eða ísrétt. „Ætli mér finnist ekki eftirrétturinn og kaffið skemmtilegasti hluti máltíðarinn- ar þótt besti þátturinn sé alltaf sá sem situr á móti manni,“ segir hann og hlær við. „Þegar upp er staðið er þó það sem skiptir mestu máli að maturinn hafi verið góður og að manni líði vel eftir máltíðina, annars er tilganginum ekki náð.“ 48 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.