Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 55

Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 55
Iþrjá áratugi hefur Mick Jagger verið andlit Rolling Stones. Allan tímann hefur athygli fjölmiðla og almenn- ings beinst að honum og þá sérlega einkalífi hans og kvennamálum. Kynngimögnuð sviðsframkoma og sú seiðandi ára sem umlykur hann hefur heillað konur kyn- slóð fram af kynslóð. Ekkert bendir til þess að rokkgoð- ið sem nálgast nú óðum fimmtugt sé að tapa neinu af töfrum sínum. Hann er ennþá ómótstæðilegur. Mick Jagger hefur verið í sviðsljósinu allar götur síðan hann stofnaði Rolling Stones ásamt Keith Richards og Brian Jones árið 1962. Leiðir þeirra Jaggers og Richards lágu fyrst saman þegar þeir voru ellefu ára gamlir í skóla í Dartford, Kent. Jagger rifjar upp þessi fyrstu kynni sín af Richards þannig: „Ég spurði hann hvað hann vildi verða þeg- ar hann yrði stór. Hann sagðist vilja verða kúreki eins og Roy Rogers og spila á gítar. Ég var ekkert sérlega hrifinn af Roy Rogers en ég hafði áhuga á þessu með gítarinn.“ Hljóm- sveitin var uppgötvuð ári síðar, eða árið 1963, og eftir það lá leiðin hratt upp á við. Rolling Stones kepptu við landa sína Bítiana um hylli almenn- ings á sjöunda áratugnum en síðan eru liðin rúm tuttugu ár. Bítlarnir hafa fyrir löngu lagt upp laupana en Stones eru enn að. I dag eru þeir elsta og virtasta rokkhljómsveit heims. A upphafsárunum voru Jagger og félagar álitnir persónugervingar hins illa. Sóðalegur klæðnaðurinn, sítt skítugt hárið og villt samkvæmi hneyksluðu en vöktu jafnframt áhuga og aðdáun. Árið 1971 skrifaði tónlistargagnrýnandi The Los Angel- es Times svo um hljómsveitina: „Þeir eru ofbeldishneigðir, brenglaðir, ógeðslegir, Ijótir og smekklausir. Þeir eru hneyksli. Það er einmitt þetta sem gerir þá svo góða.“ Hljómsveitarmeðlimirnir hafa breyst mikið síðan þetta var skrifað, ekki síst Mick Jagger. Hann hefur snúið baki við eiturlyfjum og svalli en hef- ur þess í stað tekið að stunda líkams- rækt og heilbrigt líferni. Engu að síður hefur honum tekist að halda athygli umheimsins allan tímann meðan stjörnur annarra listamanna hafa risið og hnigið. Það efast eng- inn um að slíkt úthald krefst bæði mikilla hæfileika og greindar. Mick Jagger er óumdeilanlega heilinn á bak við Rolling Stones en tilraunir hans til að segja skilið við hljómsveitina og hasla sér völl án hennar, ýmist sem sólósöngvari, rit- höfundur eða leikari, hafa ekki gef- ist eins vel. Svo virðist sem þessi fimm manna eining, „leynifélagið" eins og Bianca, fyrrverandi kona Jaggers, kallaði hljómsveitina, sé lykillinn að velgengninni. En Mick Jagger hefur ekki gefist upp. Eftir tveggja áratuga hlé hefur hann ákveðið að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik á ný. I upp- hafi áttunda áratugarins lék hann í tveimur kvikmyndum, Per- formance sem Nicholas Roeg leikstýrði og myndinni Ned Kel- ly undir leiðsögn Tony Richardson. Nú fer hann hins vegar með eitt af aðalhlutverkunum í stórmyndinni Free-Jack ásamt ick, “ segir hann leið og hann heilsar með handabandi og fær sér sæti. Hann talar með mjög sterkum breskum lireim og það er greinilegt að margra ára sam- búð með Texasmærinni Jerry Hall hefur ekki haft áhrif á málfar hans. Anthony Hopkins, Emilio Estevez og þokkadísinni Rene Russo. Það er Nýsjálendingurinn Geoff Murphy sem leikstýrir en tökum á myndinni er nýlokið. Ron Shusett er höfundur handrits og á hann m.a. heiðurinn af metsölumyndunum Al- ien og Total Recall. Það er kvikmyndafyrirtækið Morgan Creek Productions sem framleiðir myndina, spennumynd með léttu ívafi sem á að gerast árið 2009. í þetta sinn er Jagger ákveðinn í að láta ekkert fara úrskeið- is. Hann hefur tekið hlutverk sitt föstum tökum því nú gerir hann úrslitatilraun til að hasla sér völl utan rokkbransans. Hann vill þó ekki viðurkenna að hann sé orðinn leiður á rokk- stjörnuhlutverkinu en margt bendir til þess að sú sé reyndin. Lífsstíll gamla Stones-meðlimsins er gjörbreyttur. Hann er kominn fast að fimmtugu og er meðal þeirra allra elstu og reyndustu í rokkheiminum. Hann lifir orðið því sem næst hefðbundnu fjölskyldulífi með eiginkonu sinni, bandarísku fyrirsætunni Jerry Hall, og börnum þeirra tveim, Elisabeth Scarlett og James. Fjölmiðlar eru eftir sem áður jafn áhugasamir um allt sem tengist Jagger, en honum hefur tekist að halda vissri fjarlægð og viðhalda þannig hinum dularfulla ljóma. Hann veitir til að mynda ekki viðtöl nema á margra ára fresti og er sjaldséður gestur í næturklúbbum stórborganna. Það er helst að fjöl- miðlar nái myndum af rokkgoðinu á leið um flugvelli þegar hann er á ferð ásamt fjölskyldunni milli fimm heimila þeirra beggja vegna Atlants- hafsins. Það var því lyginni líkast þegar blaðamanni HEIMSMYND- AR bauðst það einstaka tækifæri að eiga viðtal við Jagger þar sem hann var við kvikmyndatökur á myndinni sem á að marka upphafið að endur- komu hans á hvíta tjaldinu. Ráðgert var að viðtalið færi fram í borginni Atlanta í Georgíufylki í maíbyrjun, þá daga sem kvikmyndatökum var að ljúka. Það rigndi og þrumuveður var í aðsigi þegar vélin loks lenti á flug- vellinum í Atlanta. Engu að síður var svo heitt í veðri að þunn skyrta var kappnógur klæðnaður þótt tekið væri að líða á kvöld. Um tíu mínútna akstur frá miðborginni taka við endalausar götur með glæsilegum einbýlishúsum í hefðbundnum plant- ekrustíl. Húsin og garðarnir minna á rómantískt andrúmsloft kvikmynd- arinnar Gone with the Wind enda ekki að furða því í þessu umhverfi var myndinni einmitt valið sögusvið. En Atlanta á sér margar hliðar, hér var einnig að finna hið fullkomna umhverfi framtíðarmyndarinnar Free-Jack. Morgunkyrrðin við ána Chatta- hooche, sem rennur í gegnum borg- ina miðja, er algjör og frægur hæga- gangur íbúa í suðurríkjunum verður loks skiljanlegur. Atlanta er eins og paradís á jörð á þessum árstíma en á sumrin getur orðið svo heitt að ekki er vært nema inni í loftkældum húsum. Dagurinn líður og það dregur að því að stóra stundin renni upp. Það var umsamið að ég mætti í anddyri Hyatt Regency- HEIMSMYND 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.