Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 56

Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 56
hótelsins í Atlanta klukkan sjö þetta kvöld. Fyrir utan beið \ bíll frá kvikmyndafyrirtækinu sem flutti mig að stórri bygg- ingu í hjarta borgarinnar þar sem kvikmyndatökurnar fóru fram. Framhlið byggingarinnar var uppljómuð og öryggisverð- ir voru við allar dyr. Gífurlegt magn af rafmagnssnúrum og köplum lá um anddyrið og það fór ekki á milli mála að þetta var rétti staðurinn. Fyrir utan var fjöldinn allur af stórum hvít- um flutningabílum og spottakorn frá voru tugir hjólhýsa. Síð- ar um kvöldið komst ég að því að þarna höfðu aðalleikararnir ásamt leikstjóranum afdrep þar sem þeir hvfldust meðan hlé var á kvikmyndatökum. Við dyrnar fékk ég hvítan límmiða, einna líkastan þeim sem notaðir eru til að merkja sultu- krukkur heima á íslandi, og gilti hann sem nokkurs konar að- gangskort að kvikmyndaverinu þetta kvöld. I þann mund sem mig bar að garði var verið að hefja tökur á einu af lokaatriðum myndarinnar þar sem söguhetjan Alex Furlong (Emilio Estevez) frelsar ástkonu sína Julie (Rene Russo) úr klóm mannaveiðaranna en það er sjálfur Mick Jagger sem leikur Vacendak, forsprakka þeirra. Ekkert bólaði enn á aðalleikurunum en gangar og hol voru full af hávöxnum og axlabreiðum mönnum klæddum í nokkurs konar brynjur með hjálma á höfði og vélbyssur í hendi. Sumir voru í bláum búningum en aðrir í svörtum. Pað setti að mér hroll þegar ég var að skáskjóta mér milli þessara jötna til að komast út úr auga kvikmyndavélarinnar þangað sem óhætt var fyrir áhorf- endur að standa og fylgjast með því hvernig kvikmynd verður til. Mér varð því ekki um sel þegar einn þeirra svartklæddu sneri sér að mér og spurði mig hvað ég væri að gera þarna. Hann var heldur illilegur á svip og alsettur örum og andlitslýt- um eftir meðhöndlun förðunarmeistaranna og í hugsunarleysi miðaði hann byssu sinni á mig meðan við spjölluðum saman. Eg sagði honum að ég væri frá íslandi og væri komin til að ræða við Mick Jagger. Við það fylltist hann áhuga, tók af sér hjálminn og sagðist einmitt vera einn af mönnum Jaggers í myndinni. I því atriði sem nú átti að fara að taka upp sagði hann ætlunina vera að gera úrslitatilraun til að gera út af við Emilio Estevez og fylgismenn hans. Myndin hefst þegar hinn ungi og efnilegi kapp- akstursbflstjóri Alex Furlong lendir í slysi og bíll hans hendist út af kappakstursbrautinni á fullri ferð. En nokkrum sekúndubrotum áður en Furlong kastast í jörðina á ofsahraða er hann hrifinn úr greipum dauðans og veit ekki fyrr en hann rankar við sér árið 2009. Um- hverfið er honum að vissu leyti kunnuglegt en þó framandi. í ljós kemur að honum hefur ver- ið rænt í þeim tilgangi að nema sál hans brott og flytja hana yfir í líkama aldins auðkýfings, McCandless sem Anthony Hopkins leikur. í þessu framandi þjóðfélagi er á sveimi skuggalegur hópur manna sem hefur það að atvinnu að fanga þá sem fluttir hafa verið milli tímaskeiða líkt og Furlong en fyrir einhverja hand- vömm hafa týnst í flutningnum. Þar kemur til kasta Jaggers sem leikur forsprakka mannaveiðaranna en þeim er falið að elta uppi hinn ógæfusama Furlong og koma honum fyrir katt- arnef. Eina von Furlongs er hins vegar að ná fundum Julie, fyrrum heitmeyjar sinnar sem nú er tuttugu árum eldri og vinnur sem framkvæmdastjóri fyrirtækis McCandless, sem framkvæmir hinn illræmda sálarflutning. í miðjum samræðum okkar kemur til mín fullorðin kona, blaðafulltrúi kvikmyndafyrirtækisins, og segir mér að nú sé Mick Jagger tilbúinn að spjalla við mig. Hún býður mér að fylgja sér niður í anddyri hússins á ný og fá mér sæti. Myndir af Jagger sveittum á sviðinu þar sem hann syngur I can’t get no. . . renna gegnum huga minn meðan ég bíð og það er ekki laust við að það fari fiðringur um mig. Stuttu seinna kemur hópur manna í dyrnar. Einn þeirra gengur í átt að mér og ég horfi spennt á hann nálgast. Jú, það fer ekki á milli mála, þarna er Mick Jagger kominn. Mér hafði verið sagt að honum Kvennamál og hjónabönd Mick Jaggers hafa alla tíð verið vinsælt umræðuefni fjölmiðla. 1. Jagger ásamt Marlanne Faithfull, 2. Á ferð með Chrissie Shrimpton. 3. Frá giftingu Jagg- ers og Biöncu. 4. Nýleg mynd af Jagger og dóttur hans Elisabeth. 5. Jerry og Jagger áður en börnin tvö fæddust. 6. Brúðkaupið. 21. nóvember á síðasta ári. 7. Jerry Hall og Brian Ferry. 8. Fjölskyldan á heimili sínu. 9. Jagger ásamt börnunum fjórum, Jade, Karis, El- isabeth, James og eiginkonunni Jerry Hall. 10. Bianca Jagger. 56 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.