Heimsmynd - 01.06.1991, Side 60

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 60
Pað leynir sér ekki að Jagger hefur ekki ætlað sér að taka á hlutverki sínu í Free-Jack með neinum silkihönskum. Öllum þeim sem ég talaði við bar saman um að hann hafi lagt sig fram um að undirbúa sig sem best fyrir kvikmyndatökurnar. Reyndar gekk leikstjórinn Geoff Murphy (Young Guns II) svo langt að fullyrða að enginn hinna leikaranna hefði komið jafn rækilega undirbúinn og hann. „Ég get ekki annað en dáðst að fagmannlegum vinnubrögðum hans,“ sagði Murphy. Jagger endurskrifaði að miklu leyti hlutverk sitt og breytti ýmsum þáttum í fari Vacendaks í samvinnu við Ron Shusett, framleiðanda myndarinnar og höfund handrits. „Pannig hafði ég tækifæri til að gera úr honum manneskju sem mér sjálfum féll betur við. Ég gat til dæmis gætt hann kímnigáfu sem var ekki til staðar í upphaflega handritinu. Ég reyndi líka að draga fram mannlegar hliðar Vacendaks, en það var erfitt vegna þess að hlutverkin voru að miklu leyti skrifuð eins og teiknimyndapersónur. Hetjan var dregin sterkum jákvæðum dráttum en illmennið neikvæðum. í myndinni eru til staðar miklar andstæður góðs og ills en ég reyndi að draga úr þessum öfgum eins og mér var unnt og gera Vacendak öðruvísi og á einhvern hátt frábrugðinn hinu hefðbundna illmenni.“ Er sú persóna sem þú hefur skapað á breiðtjaldinu lík manninum að baki rokkstjörnunni Mick Jagger? „Já ég held það,“ segir hann og hallar sér fram í sætinu. Ég halla mér ósjálfrátt á móti honum og nýt þess að virða fyrir mér þetta fræga andlit í svona miklu návígi. Jú, ég get ekki annað en tekið undir álit hundruða þúsunda kvenna, varirnar á Jagger eru engu líkar. Hann tekur eftir því að ég er að virða fyrir mér munn hans svo ég lít upp í blágrá augun og reyni að einbeita mér að samræðunum. „Ef til vill kemur kímnigáfan frá mér og illskan að einhverju leyti líka,“ heldur hann áfram. „Pegar maður fæst við hlutverk eins og þetta þá kemur alltaf dálítið af manni sjálfum í gegn. Þetta á við um alla listsköpun, maður kemst ekki hjá því að gefa af sjálfum sér. Þannig má segja að í Vacendak sé hluti af mér. Maður er maður sjálfur og því getur maður ekki breytt.“ Hann horfir síðan hvasst á mig og segir: „En sá Mick Jagger sem þú þekkir úr fjölmiðlum er ekki hinn raunverulegi Mick Jagger heldur einhver annar.“ Persónan að baki rokkstjörnunni Jagger er almenn- ingi að mestu ókunn. í hugum flestra er hann kraftmikill rokkari sem hefur að mestu dregið sig út úr hringiðu samkvæmislífsins og heldur til á af- skekktum heimilum fjölskyldunnar milli þess sem hann semur tónlist og spilar með elstu og bestu rokkhljómsveit heims. í Atlanta hitti ég íslenskan hárgreiðslumeistara, Helgu Harðardóttur úr Kefla- vík eða Helgu íslandi eins og hún kallar sig. Hún hafði komist inn á gafl hjá þeim hjónum þegar henni var falið að klippa hár Jaggers fyrir kvik- myndatökurnar. Þau hittust í fyrsta sinn þegar hann mætti á hárgreiðslustofuna hjá henni ásamt bílstjóra sín- um og einkaritara. Helga var sein fyrir þannig að hún var í miðjum klíðum þegar Jagger bar að garði. Hann kippti sér hins vegar lítið upp við þetta, fékk sér sæti og beið þangað til stóllinn losnaði. Helga var að vonum mjög taugaóstyrk en um leið og þau byrjuðu að spjalla rauk allur kvíði út í veður og vind. „Honum fannst nafnið skrítið og fór að spyrja mig um ísland og hvort það væri ekki rétt að Eddukvæðin væru ís- lensk,“ segir Helga. Stuttu síðar þurfti á ný að snyrta hár hans, því eins og al- kunna er þá verður að gæta þess vel að hár leikara í kvik- myndum sé alltaf í sömu sídd. Þá varð það úr að Helga færi þangað sem Jagger bjó ásamt fjölskyldu sinni í Atlanta. Húsið var svo til alveg hulið trjám og stóð innst við eina af glæsileg- ustu götum borgarinnar. Þetta var laugardagskvöld og lítið um formlegheit hjá Jagger-fjölskyldunni. „Þegar ég kom inn gekk ég fram hjá konu í gallabuxum og skyrtu með sítt hár án þess að veita henni nokkra athygli. Það var ekki fyrr en hún sneri sér að mér og kynnti sig sem Jerry Hall að ég uppgötvaði 60 HEIMSMYND Hljómleikar sveitarinnar teljast alltaf tll meiriháttar viðburða á tónlistarsviðinu og enn hefur enginn slegið Jagger við hvað sviðsframkomu varðar. Myndir 1, 2, 3 og 4. eru frá hljómleikaferðalaginu Steel Wheels á síðasta ári. Myndir 5 og 6 eru frá upphafsárum Rolling Stones. 7.1981, ný ímynd. Hættir í sukki og farnir að stunda heilbrigt líferni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.