Heimsmynd - 01.06.1991, Page 64

Heimsmynd - 01.06.1991, Page 64
Hún hœtti lífi sínu meðal stríðshrjáðra Þeir eru sjálfsagt ekki margir íbúar fjölbýlishúsanna í Asparfelli í Breiðholti sem gera sér grein fyrir því að mitt á meðal þeirra býr kona sem lagt hefur meira á sig en flestir Islendingar hafa gert til að þjóna útlendum bræðr- um og systrum og setti ekki fyrir sig þó hún væri margsinnis í bráðum lífsháska. Þessi kona kynntist stríðsátök- um Japana og Kínverja í heimsstyrjöldinni síðari af eigin raun. Konan heitir Astrid S. Hannesson og er norsk að uppruna en er fyrir löngu farin að líta á sig sem íslending. Hún átti 80 ára afmæli í byrjun maímánaðar síð- astliðins. Astrid var við kristniboðsstörf í Kína sleitulítið á árunum 1939-1952 ásamt manni sínum, sr. Jóhanni heitnum Hannessyni prófessor. Allan tímann sem þau störfuðu í Kína geisaði styrjöld í landinu, og þau kynnt- ust svo sannarlega óhugnaði stríðsins og voru oftsinnis í mikilli hættu stödd en þó líklega aldrei eins og þegar þau urðu að flýja á bátskænu undan hersveitum Japana eftir Gula fljótinu þar sem oft mátti sjá lík fljóta beggja vegna bátsins í straumþungri ánni. Jóhann var ekki einungis kristniboði í Kína heldur kenndi hann einnig kín- verskum prestsefnum £ Chungking og Hong Kong og gegndi um skeið störfum rektors lúthersks prestaskóla í Hong Kong. Hann þýddi einnig fjölmörg rit á kínversku, þar á meðal nokkra íslenska sálma. Astrid Hannesson hefur ekki gert mikið af þv£ að segja frá reynslu sinni í Kína, en féllst á að eiga spjall við mig £ tengslum við útgáfu á minningarriti sem Guðfræðistofnun Háskólans gefur út £ tilefni af því að £ nóvember síðastliðnum voru liðin 80 ár frá fæðingu manns hennar, séra Jóhanns Hannessonar prófessors. Hún varð einnig góðfúslega við því að ég fengi að skrifa grein fyrir lesendur HEIMSMYNDAR um hin ævintýralegu ár þeirra hjóna £ Kma. Hitti ég hana f tvígang á heimili hennar ásamt séra Jónasi Gíslasyni vígslubiskupi, góðvini þeirra hjóna, og Valgerði systur Jóhanns. Greinin er þó að stórum hluta unnin upp úr skýrslum sem séra Jóhann skrif- aði frá Ki'na og ýmsum gögnum öðrum sem Astrid var svo vinsamleg að láta mér £ té. Astrid býr f mjög vistlegri £búð á 7. hæð í fjölbýlishúsi £ Asparfelli. I ibúðinni eru ýmsir munir sem minna á Kína og sömuleiðis er eins og andi manns hennar svífi þar yfir vötnum, og sérstaklega tek ég eftir pípunum hans sem er snyrtilega raðað á borði í forstofu fbúðarinnar, en Jóhann reykti mikið pi'pu, og það er engin tilvilj- un að teikning sem einn hinna kfnversku nemenda hans gerði af honum og Astrid sýndi mér skuli sýna hann með pípu. Astrid er sérstaklega hlýleg £ viðmóti og tók á móti okkur i bæði skiptin með hlöðnu veisluborði. Ég var í hópi síðustu nemenda prófessors Jóhanns við guðfræðideild Háskóla íslands. Þegar ég kynntist honum var hann farinn að heilsu, hin erfiðu ár hans í Kina komu svo mjög niður á heilsu hans að hann lést fyrir aldur fram, 65 ára gamall. Þrátt fyrir að ég kynntist Jóhanni ekki fyrr en hann var aðeins svipur hjá sjón frá því sem hann var framan af kennaraferli si'num við Háskóla Islands er hann einn minnistæðasti kennari minn. 64 HEIMSMYND eftir GUNNLAUG A. JÓNSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.