Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 68

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 68
í ársbyrjun 1941 birtist bréf frá Jóhanni í tímaritinu Bjarma, og er hann þá kominn á þær slóðir þar sem þeim hjónum var ætlað að starfa. Pegar bréfið er skrifað eru þau stödd á 1200 metra háu fjalli, „Himinhvelfingarfjall- inu“, þar sem Norska kristniboðsfélagið átti sumardvalarstað, sem kristniboðarnir not- uðu um hásumarið þegar hitinn niðri á undirlendinu var 35-40 stig en ekki nema 25-26 stig uppi á fjallinu. Kveðst Jóhann nota tímann til að læra mállýsku þá sem töluð sé í hér- aðinu en hún sé allólík ríkismálinu, sem þau hafi áður lært. Eiginlegt kristniboðsstarf þeirra hjóna hófst í Sinhwa í Húnan-fylki. Norska kristniboðsfélagið (NMS) hafði átta kristniboðsstöðvar í Húnan. Hinir kín- versku söfnuðir voru 78 talsins, og fór þeim fjölgandi. Auk þess voru allmargir kristnir smáflokkar. Við hverja kristniboðsstöð voru að minnsta kosti tveir kristniboðar, prestur og kventrúboði, er vann sérstaklega meðal kvennanna. Starfssvæðinu var skipt þannig að allstórt hérað lá að hverri kristniboðsstöð. Kristniboðarnir ferðuðust svo reglulega um svæðið og heimsóttu söfnuðina og boðuðu Guðs orð og leituðust við að lagfæra það sem aflaga hafði farið. Allt var gert í samstarfi við hina kínversku kirkju, og litu kristni- boðarnir á það sem þýðingarmesta hlutverk sitt að mynda alveg sjálfstæða kirkju, sem gæti staðið þegar þeir yrðu kallaðir heim. -saSÉíf^ I Það var erfitt að komast á áfanga- stað því sprengjum hafði veriö varpað á vegi og járnbrautir. ferðalögin fóru með heilsu Jóhanns boðsstöðina í Sinhwa, og tók um þrjár vikur að heimsækja þá alla þó aðeins væri staðið við einn dag á hverjum stað. Fjölþætt starfsemi var rekin af kristniboðsstöðinni í Sinhwa en starfsliðið fámennt. Auk þeirra hjóna voru þar þrjár norskar konur — tvær hjúkrunarkonur og ein sem var kristniboði — og einn kínverskur læknir. Það var því mikið starf sem hvfldi á herðum fárra, og bágborinn fjárhagur gerði það að verkum að ýmislegt varð erfiðara en ella. Jóhann þurfti að fara fótgangandi mjög langar vegalengdir út í héruðin og það fór með heilsu hans. „Fjárhagurinn var þannig að við höfðum ekki efni á öðru en að ganga,“ segir Astrid. „Loftslagið var ekki heldur það allra besta, og Jóhann var ekki vel hraustur. Hann hafði fengið mislinga 22 ára og fékk þá eitthvað fyrir hjartað og var aldrei virkilega vel hraustur eftir það.“ Starf Jóhanns var ekki síst fólgið í því að ferðast um hið víðáttumikla umdæmi sem kristniboðsstöðinni var ætlað að þjóna og heimsækja söfnuðina fimmtán. íbúarnir voru hátt á aðra milljón í borgum, bæjum og sveitum. í hvert skipti sem Jóhann heimsótti söfnuðina varð hann að ferðast rúmlega 350 kílómetra, þar af 50 kílómetra á bát, en hitt fótgangandi, stundum með manni er aðstoðaði hann við að bera nauðsynlegan farangur, en oft einn. Vegalengdin sem hann þurfti að fara fótgangandi var því álíka mikil og þvert yfir Is- land, og söfnuðina þurfti hann að heimsækja þrisvar til fjórum sinnum á ári. Jóhann þurfti að skrifa og sjá um kirkjubækur fyrir alla söfnuðina fimmtán og einnig að leiðbeina þeim um bókhald og fjárhagsáætlanir. „En fyrst og fremst að boða Guðs orð og veita sakramentin, skírn og kvöldmáltíð, þegar tækifæri gefst, og þar sem menn eru færir um að taka við þeim. Það tekur áhugasaman heiðingja rúmlega eitt ár að búa sig undir skírn, eftir að hafa tekið trú og játað, að hann vilji verða kristinn maður,“ skrifar Jóhann í einu bréfa sinna frá Kína. Þá fór mjög mikill tími í bréfaskriftir á kínversku, ensku og norsku og raunar á íslensku líka því Jóhann sendi reglulega bréf til kristniboðsvina heima. Jafnframt kristniboðsstarfinu hafði Jóhann með höndum aðalum- sjón og bókfærslu holdsveikraheimilis í borginni, en starfið þar hvíldi annars mikið á konu hans. Holdsveiki var mjög algeng á þessum slóðum, og meðal þjóðarinnar ríkti hið mesta hirðuleysi um þennan sjúkdóm. Höfðu menn um hönd kukl og særingar til að hljóta lækningu enda var hjátrú í sambandi við sjúkdóma mjög algeng. Holdsveikraheimilið tók um þrjátíu sjúklinga, en ekki hefði veitt af heimili handa 300 sjúklingum. Arás Þjóðverja á Noreg hafði hins vegar gert það að verkum að ekkert fé kom frá Noregi til starfseminnar. Leit því um skeið út fyrir að vegna fjárhagsörðugleika yrði að loka heimilinu, þó svo færi ekki. Árið 1942 veitti kínverska stjórnin heimilinu styrk, sem tryggði áframhaldandi starfsemi. „Fjórir hinna holdsveiku hafa orðið kristnir á árinu,“ skrifar Jóhann í skýrslu sinni fyrir árið 1942. Á sama hátt og aðrir kristniboðar á þessum slóðum tók Jóhann þátt í starfi því sem Rauði krossinn vann til hjálpar hinni stríðshrjáðu þjóð. Þátttaka hans var að miklu leyti fólgin í bréfaskriftum á ensku og að úthluta fé sem safnað hafði verið handa flóttamönnum. Þetta var að sjálfsögðu talsvert vandaverk því nóg var af mönnum sem vildu ná þessu fé með brögðum, þó að þeir hefðu enga þörf fyrir það. „hinar grönnu línur líkamans koma af sjálfu sér“ £ gerði grein fyrir helstu erfiðleikunum varðandi starfið á kristniboðsakrinum þá var honum ekki efst í huga að hann varð að ferðast fótgangandi svo langan ver að erfitt er að gera sér það í hugarlund. Það sem að hans mati olli mestum erfiðleikum á fyrstu starfsárunum í Sinhwa var verðbólgan, sem styrjöldin átti mikinn þátt í. Allar nauðsynjar höfðu tí- eða fimmtánfaldast í verði á tiltölulega skömmum tíma. Hækkanir á launum kirkjulegra starfsmanna höfðu hins vegar verið alltof litlar í samanburði við verðhækkanir. Af þessu leiddi að þrír af sam- verkamönnum Jóhanns hættu á árinu 1941, og olli það að sjálfsögðu miklum erfiðleikum. Fór mikill tími Jó- hanns í að útvega nýja starfsmenn í þeirra stað. í skýrslu fyrir starfið á árinu 1942 er Jóhanni dýrtíðin ofarlega í huga og nefnir að margar vörur hafi hundraðfaldast í verði síðan styrjöldin byrjaði. Kristniboðar hafi þess vegna orðið að hætta við að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, mjólk, steinolíu, skó, fatnað, smjör, ost, bækur og flestöll blöð. 68 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.