Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 70
undan. Skilyrðin til kristniboðsstarfs í Sinhwa voru þá næsta góð ef miðað er við að styrjöld var í landinu. Jó-
hann heimsótti söfnuðina, hélt biblíuvikur og fundi, veitti sakramentin og heimsótti marga kristna menn í sveit-
unum.
í maí 1944 fór ástandið í nágrannasveitunum mjög að versna. Hersveitir Japana gerðu innrás og fjölmargir
kristniboðar urðu að yfirgefa stöðvar sínar. Hundruð þúsunda manna urðu öreigar á fáeinum vikum og flúðu í
skelfingu til þeirra staða sem ennþá voru frjálsir. Komu þá margir flóttamenn til Sinhwa og jókst þá starfið á
kristniboðsstöðinni því liðsinna þurfti mörgum flóttamönnum, ekki síst kristnum Kínverjum. En einnig komu
aðrir kristniboðar, einkum Bandaríkjamenn, og þótti Jóhanni ánægjulegt að geta orðið þeim að liði. Biskup
Norska kristniboðsfélagsins og féhirðir tóku sér einnig bústað á stöðinni í Sinhwa.
Vörn landsmanna, sem jafnan áður hafði verið hreystileg á þessum slóðum, brást algerlega að þessu sinni.
Hver borgin á fætur annarri féll í hendur Japana. Leit um tíma illa út fyrir starfssvæði þeirra hjóna, en í júlí-
mánuði batnaði ástandið allmikið. Fóru þau þá í sumarfrí um mánaðartíma upp á Tienchao-fjallið, áðurnefnd-
an sumardvalarstað sem Norska kristniboðsfélagið átti. Þaðan var mjög gott útsýni, og hægt var að fylgjast með
bardögum á milli flugvéla Japana og Bandaríkjamanna. Við þær aðstæður réðu kristniboðarnir ráðum sínum.
Astrid og Jóhann í Vatnaskógi
sumarið 1947 er þau höfðu komið
í stutta heimsókn til íslands.
Ilnttínn „1*:« n i- iijíi!. í janúar 1945 barst skeyti til íslands um að Jóhann og Astrid
hefðu orðið að yfirgefa kristniboðsstöðina í Sinhwa þó ekkert
kæmi fram í hinu stuttorða skeyti um ástæður þess að þau höfðu skipt um starfsvettvang í Kína.
Ástæðurnar voru hins vegar þær að japönsku herirnir höfðu komið stöðugt nær. Ástand-
ið hjá Norska kristniboðsfélaginu var nú orðið þannig, að fimm af átta kristniboðsstöðv-
um þess voru annaðhvort í höndum óvinanna eða svo nálægt víglínunni, að þeir gátu tek-
ið þær hvenær sem þeim sýndist. En þó var ekki nema helmingur af landsvæðinu í óvina-
höndum, því að mörg sveitahéruð losnuðu alveg við innrásina. En þar sem auðséð var,
að ekki var betra í vændum, var ákveðið á fundi kristniboðanna á Tienchao-fjalli, að tíu
kristniboðar skyldu fara úr landi flugleiðis. Tveir skyldu fara til höfuðborgarinnar
Chungking, annar til að vinna að þýðingum og bókaútgáfu fyrir hina kínversku evan-
gelísk-lúthersku kirkju, með kínverskum samverkamönnum, hinn skyldi kenna guðfræði
við lútherskan prestaskóla, sem Bandaríkjamenn höfðu endurreist þar. Kom kennslan
við prestaskólann í hlut Jóhanns.
Þau Astrid og Jóhann fóru frá Sinhwa 14. september 1944 ásamt Gunnhildi, tæplega
tveggja ára gamalli dóttur sinni. Höfðu þau þá starfað þar í þrjú ár. Hinir holdsveiku við
holdsveikrahælið héldu þeim kveðjusamkomu og báðu þau að minnast sín. Þau létu síðan
fatnað, rúmföt og eitthvað smávegis annað í poka, en skildu annars allt eftir. Bátur beið
þeirra. Vinir þeirra kvöddu þau á bakkanum og lyftu Ijóstýrum sínum í myrkrinu. Segist
Astrid aldrei munu gleyma þeirri sjón.
För þeirra til Chungking tók þrjá mánuði. „Var sú för hin erfiðasta, sem ég hef farið á
ævinni," sagði Jóhann í grein árið 1946. Lá leið þeirra meðal annars eftir Gula fljótinu.
Mikið var af hringiðum í ánni, og einu sinni steypist báturinn þannig niður að Astrid seg-
ist hafa haldið að dagar þeirra væru taldir, en bátnum skaut upp aftur. Ferð þessi var
mjög óhugnanleg því oft mátti sjá lík fljóta í ánni báðum megin bátsins eftir loftárásir
Japana. Japanir tóku bæði kirkjuna og spítalann þar sem þau hjónin höfðu starfað.
Sjálf lentu þau Astrid og Jóhann þó aldrei í návígi við Japani beinlínis en sprengjur
þeirra komu þó nærri þeim í nokkur skipti. Astrid minnist þess að eitt sinn sem oftar
glumdu kirkjuklukkur til merkis um að flugvélar væru á leiðinni. Hún stóð þá úti í garði,
og áður en varði voru flugvélarnar komnar yfir þau þannig að þau sáu þær varpa niður
„eggjunum", eins og Kínverjar kölluðu sprengjurnar. Astrid tók til fótanna skelfingu
lostin, en hvasst var og vindurinn bar sprengjurnar yfir ána svo að þær sprungu á bakkan-
um hinum megin. Astrid segir að þá hafi eitthvað gerst innra með sér. Hún öðlaðist ró og
losnaði alveg við allan ótta við stríðið. „Ég veit að það var Guð sem leit til okkar í náð
sinni,“ segir hún.
„Hörmungar stríðsins voru þannig að varla er hægt að lýsa þeim. Hermennirnir, sem
urðu á vegi okkar þegar við fórum niður Gula fljótið voru svo illa haldnir að þeir lágu á
vegarbrúninni og nöguðu grasrótina. Öll árin okkar í Kína var stríð, og stríðið kom þann-
ig svo nálægt okkur. Kólera geisaði, þó ekki veiktumst við af henni,“ segir Astrid. „En
árið 1946 veiktist Jóhann af Asíu-sýki, sem var svipuð kóleru og þornaði allur upp.“
Þetta var um það leyti sem þau höfðu verið að búa sig til brottfarar frá Chungking. Það
voru stopular ferðir til Hong Kong, og urðu þau að sleppa flugvél vegna veikinda Jó-
hanns. Hann lá lengi með mikinn hita. Norski sendiherrann í Chungking hafði dáið úr þessari veiki og var lengi
óttast um líf Jóhanns. En hann náði sér um síðir „og við fengum far svolítið seinna,“ segir Astrid. Sjálf veiktist
hún einnig í Kína, fékk bæði blóðkreppusótt og malaríu.
Mii&lxm&il/nnHnln m PUnniil#inn * Chungking tók Jóhann við kennslu í guðfræði við
yllOTrCCOIKcflllSlcl I miUViyKllly Lutheran Theological Seminary, eins og ákveðið
hafði verið á fundi kristniboðanna á Tienchao-fjalli, en skóli þessi sá um menntun presta fyrir margar lúthersk-
ar kirkjur í Kína. Skólinn hafði upphaflega verið skammt frá Hankow en var nú „í útlegð“ í Chungking, sakir
styrjaldarinnar við Japani. En Chungking var höfuðborg Kínaveldis á stríðsárunum. Jóhanni þótti sárt að verða
að yfirgefa stöðina í Sinhwa en vissi að tækifærin yrðu ekki færri er til höfuðstaðarins kæmi. „Þarna beið mín
ánægjulegasta starf sem hugsast getur,“ skrifar Jóhann. „Að útskýra Heilaga Ritningu og kenna meginatriði
framhald á bls. 89
70 HEIMSMYND