Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 74
Valgerður Briem og Ólafur Oddsson Ijósmyndarl ásamt börnum sínum. í
efrl röð eru Þrúður hattasaumakona, Haraldur bankaritari og Ingibjörg
símadama. Börnin í neðri röð eru: Ragnhildur teiknari og kennari, Guðrún
skrifstofumaður, Oddur læknir (faðir Davíðs forsætisráðherra) og Valgerð-
ur.
Oddur Ólafsson læknir,
faðir Davíðs Oddssonar.
Valdimar Briem, vígslublskup
og sáimaskáld.
Afkomendur Odds Ólafssonar læknis. F.v.: Ólafur Oddsson menntaskóla-
kennari, Oddný Ingimarsdóttir, Vala Ingimarsdóttir, Vala Agnes Oddsdóttir
fulltrúi, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Oddur Ingimarsson, Runólfur Oddsson
verslunarmaður, Geir Andri Jóel Legan (sonur Völu Agnesar), Lilly Val-
gerður Oddsdóttir fulltrúi, Helga Guðrún Ólafsdóttir, Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, Davíð Ólafur Ingimarsson og Þorsteinn Davíðsson.
Yngri prestshjónin á Stóra-Núpi ásamt börnum sínum. F.v.: Ólafur Briem,
síðar cand. mag., Katrín Helgadóttir frá Birtingaholti, Valdimar Briem,
lést ungur, Jóhann Briem, síðar listmálari, og sr. Ólafur Briem.
ÆTTFAÐIRINN - EINVELDISSINNINN Á GRUND
Þessi volduga ætt, sem ennþá lætur til sín taka, er rakin til
Gunnlaugs Briein (1773-1834), sýslumanns Eyjafjarðarsýslu,
og konu hans, Valgerðar Árnadóttur Briem (1779-1872).
Gunnlaugur var fæddur á Brjánslæk á Barðaströnd, sem þá
var einnig stundum kallaður Briamslækur, og tók hann sér
ættarnafn af nafni staðarins og kallaði sig Briem. Aðeins
fimmtán ára gamall fékk hann að fara utan til náms í Kaup-
mannahöfn, settist í Listaháskólann þar og lauk prófi 1795.
Það átti þó ekki fyrir Gunnlaugi að liggja að gera listiðkun að
lífsstarfi þó að til séu munir, skornir í tré, sem eru eignaðir
honum. Gunnlaugur sneri sér að laganámi í Kaupmannahöfn.
Hann kom heim 1799 og var árið 1805 skipaður sýslumaður í
Eyjafjarðarsýslu, 32 ára gamall, og gegndi því embætti til
dauðadags. Þau hjón bjuggu lengst af á höfuðbýlinu Grund í
Eyjafirði. Það sem helst heldur uppi nafni Gunnlaugs á Grund
í Islandssögunni er fjandskapur hans við Jörund hundadaga-
konung sumarið 1809.
Gunnlaugi Briem, ættföður Briemsættarinnar, er lýst sem
stoltum, siðavöndum og opinskáum manni, jafnvel dramblát-
um, ósveigjanlegum og nokkuð sérlunduðum. Hann var ein-
veldissinni í stjórnmálaskoðunum eins og títt var um embætt-
ismenn í þann tíð, maður aga og reglu. Frelsishræringar 19.
aldar létu hann ósnortinn og honum stóð stuggur af frönsku
stjórnarbyltingunni og þeim hugmyndum og óróleika sem
fylgdu í kjölfarið. Synir hans sumir voru hins vegar menn hins
nýja tíma, fylgismenn Jóns Sigurðssonar og frelsishugmynda
hans. Einn þeirra hafnaði í París og er talinn hafa fallið þar í
byltingartilraun.
Valgerður, kona Gunnlaugs, naut virðingar og vinsælda í
sínu héraði og fékk orð fyrir lítillæti og líknarhug til fátækra.
Hún var jafnan kölluð „frúin á Grund“.
EINN SONURINN BYLTINGARSINNI í PARÍS
Börn þeirra Valgerðar og Gunnlaugs urðu tíu talsins en sjö
þeirra komust upp. Þar af ílentust þrjú erlendis og eru ættir af
þeim komnar í Danmörku og Þýskalandi.
Elsta barn Gunnlaugs og Valgerðar var Jóhann Gunnlaugur
Briem (1801-1880), prestur í Gunslev á Falstri. Næstelstur var
Gunnlaugur Briem (1802-1840) trésmiður. Hann ílentist í út-
löndum og gerðist heimsmaður. Síðustu æviár sín var hann í
París og er mikil hula yfir lífi hans. Samkvæmt heimildum,
sem nýlega eru komnar fram í dagsljósið, virðist hann hafa
fallið í tilræði við Lúðvík Filippus Frakkakonung. Ekki er vit-
að til þess að hann hafi átt afkomendur. Þriðja í röðinni var
svo Jóhanna Briem (1805-1886), sem kölluð var hin fagra.
Hún fór ung til Danmerkur, svo sem bræður hennar eldri
tveir, og átti ekki afturkvæmt heim. Dönsk hjón tóku hana að
sér og fór hún með þeim til Rómar árið 1826 og dvaldi þar um
árs skeið. Skrifaði hún ferðasögu sína sem birtist í Sunnan-
póstinum 1838 og mun það vera fyrsta prentaða ritgerðin eftir
íslenska konu. I suðurferðinni kynntist hún þýskum mennta-
manni sem varð síðar eiginmaður hennar. Hann hét Carl Wil-
helm Schtitz og var doktor í málvísindum. Er af þeim fjölmenn
ætt í Þýskalandi.
TIMBURMEISTARINN Á GRUND
Ólafur Eggert Briem (1808-1859) var fjórða barnið frá
Grund og elstur af börnunum sem ekki staðfestust erlendis.
Hann fór þó til Kaupmannahafnar til trésmíðanáms 16 ára
gamall og var þar í sex ár. Heimkominn settist hann að á
Grund og var kallaður timburmeistari og bóndi. Ólafur var yf-
irsmiður við fjölmargar kirkjur sem reistar voru í Eyjafirði og
víðar á hans tíma. Hann var lengi hreppstjóri og annar þjóð-
fundarmaður Eyfirðinga 1851, stuðningsmaður Jóns Sigurðs-
sonar. Kona hans var Dómhildur Þorsteinsdóttir og eignuðust
þau níu börn en ættir eru af fjórum þeirra komnar og er þeirra
getið hér. Þar er margt þekktra manna, sem nú verður greint
frá, en Davíð Oddsson er meðal þeirra.
1. Elsta dóttir Ólafs og Dómhildar var Sigríður Briem (1839-
74 HEIMSMYND