Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 77
Jón Þorláksson forsætisráðherra ásamt konu sinni, Ingibjörgu Claes- sen, og dóttur, Önnu Margráti. Stokkhótmi, og Valverð“'’j™V listarkennari i Reykiavik. (íV".- V Briem Kristmu Guðmundsdóttur. röð lækna á fyrri hluta ferils síns. Sérgrein hans var barna- lækningar sem hann tók við Karolinska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi. En Oddur var að mörgu leyti einfari og óregla varð honum fjötur um fót á síðari hluta ferils síns. Hann var mikill gleðimaður og eftirsóttur í samkvæmum vegna fyndni sinnar. Fyrri kona hans var Guðrún Pálína Helgadóttir, dr. phil., skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. Sonur þeirra er Ólafur Oddsson (f. 1943), cand. mag., íslenskufræðingur, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, kvæntur Halldóru Arndísi Ingva- dóttur skrifstofustjóra. Seinni kona Odds var Ólöf Runólfs- dóttir og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru Haraldur Odds- son (1951-1972), Lilly Valgerður Oddsdóttir (f. 1952), fulltrúi á Borgarskrifstofunum í Reykjavík, gift Ingimar Jóhannssyni fiskifræðingi, Runólfur Oddsson (f. 1956), verslunarmaður í Reykjavík, og Vala Agnes Oddsdóttir (f. 1965), fulltrúi í Reykjavík. HRINGURINN LOKAST Milli kvenna eignaðist Oddur læknir son með Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur og er það Davíð Oddsson (f. 1948), forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kvæntur Astríði Thorarensen. Þegar Davíð Oddsson var ungur maður í menntaskóla og háskóla var hann fyrst og fremst þekktur sem upprennandi listamaður og var í slagtogi með öðrum slíkum. Fræg varð frammistaða hans í Bubba kóngi á Herranótt Menntaskólans en verulega athygli vakti hann sem einn af Matthildingum í Ríkisútvarpinu en þar kom hann fram í afar vinsælum skop- þætti ásamt þeim Hrafni Gunnlaugssyni og Þórarni Eldjárn þar sem gert var grín að þjóðlífinu, ekki síst stjórnmálunum. I framhaldi af þessum þætti sömdu þeir félagar tvö leikrit eða revíur sem sýnd voru í Iðnó. Arið 1974 bauð Davíð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga en hann hafði þá ekki enn lokið lagaprófi. Náði hann sæti í borg- arstjórn. Næstu ár bar ekki ýkja mikið á Davíð í stjórnmálum en í sjónvarpi voru sýnd tvö leikrit eftir hann þannig að enn skipaði listamaðurinn háan sess í lífi hans. Arið 1982 var ljóst að Birgir ísleifur Gunnarsson mundi hætta sem leiðtogi sjálf- stæðismanna í borgarstjórn og Davíð hóf harðvítuga baráttu til þess að ná sessi hans en helsti andstæðingur hans var Al- bert Guðmundsson. Vann Davíð þar nauman en frægan sigur og síðan unnu sjálfstæðismenn borgina úr höndum vinstri manna með eftirminnilegum hætti. Framhaldið er öllum kunnugt. Heimastjórn íslendinga hófst með valdatöku Hannesar Hafstein af Briemsætt árið 1904 og nú hefur ættarhringnum verið lokað í bili með valdatöku Davíðs Oddssonar. Einu sinni lýsti Davíð helstu fyrirmyndum sínum í sjónvarpsviðtali og þar bar Hannes Hafstein á góma. Hann sagði: „Þá hreifst ég mjög og hef hrifist lengi af manni eins og Hannesi Hafstein. Hann var brautryðjandi í þessu landi, lét yfir sig ganga hluti og stóð af sér storma eins og mörg kvæða hans bera reyndar með sér. Stæltist mest í stormum og vildi átökin, hafnaði undanslætti og aulahætti. Hannes var ekki bara stjórnmálamaður heldur rithöfundur, skáld og mikil manneskja.“ Kannski hefur Davíð með þessum orðum verið að lýsa sjálf- um sér eða þeim stjórnmálamanni sem hann sjálfur vildi verða. VÍGSLUBISKUP OG SÁLMASKÁLD 3. Valdimar Briem (1848-1930), vígslubiskup og sálmaskáld á Stóra-Núpi, var þriðja barn Ólafs Briem timburmeistara sem hér er greint frá. Hann ólst upp hjá séra Jóhanni Briem, föðurbróður sínum, á Hruna og gekk síðar að eiga dóttur hans, Ólöfu Briem. Séra Valdimar var einn af helstu höfðingj- um íslensku kirkjunnar um sína daga og afkastamikið sálma- skáld. Voru um tíma yfir 140 sálmar eftir hann í sálmabókinni og enn eru þeir 81 í nýjustu útgáfunni. Meðal þeirra þekktustu er í dag er glatt í döprum hjörtum við lag Mozarts. Séra Valdi- mar Briem var kempulegur maður, hár vexti og fríður sýnum svo af bar. Hann varð snemma grár á hár og skegg sem tók honum niður á bringu. Sonur þeirra hjóna var: a. Ólafur Briem (1875-1930), prestur á Stóra-Núpi. Hann fékk botnlangabólgu sem dró hann til dauða og dó faðir hans síðan í sömu vikunni. Voru þeir feðgar, prestarnir á Stóra- Núpi, jarðsettir samtímis. Kona Ólafs var Katrín Helgadóttir frá Birtingaholti og voru synir þeirra Jóhann Briem (1907- 1991), listmálari í Reykjavík, einn af fremstu listmálurum þjóðarinnar (meðal barna hans er Katrín Briem (f. 1945), skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík), og Ólafur Briem (f. 1909), mag. art. í íslenskum fræðum, lengst af mennta- skólakennari á Laugarvatni. SÝSLUMAÐURINN Á REYNISTAÐ OG NÍTJÁN BÖRN HANS Eggert Ólafur Briem (1811-1894) var fimmta barn Gunnlaugs og Valgerðar á Grund. Eggert fór menntaveginn, útskrifaðist HEIMSMYND 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.