Heimsmynd - 01.06.1991, Page 78
Álfheiður Helgadóttir Briem, ekkja Páls Briem, ásamt börnum og tengda-
börnum. í efri röð eru Theódór B. Líndal prófessor, Eggert P. Briem bók-
sali, Sigríður Skúladóttir, kona Eggerts, Óli Vestmann Einarsson, fóstur-
sonur, Doris Briem, kona Helga, og Helgi P. Briem ambassador. í neðri
röð eru Friede P. Briem framkvæmdastjóri, Þórhildur Briem Líndal, Álf-
heiður, Þórdís Briem bókavörður og Jóna Einarsdóttir Vestmann.
Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri var einhver fyrirferðar-
mesti íslendingurinn um alda-
mót.
Tjarnargatan bar svip fínasta hverfisins í Reykjavík og þar bjó Briemsættin
nær því í hverju húsi. Hún varð valdamesta ættin á heimastjórnartímanum
og húsin eru sýnilegt tákn um þann stórhug, bjartsýni og glæsileika sem
fylgdi fyrstu árum heimastjórnar í Reykjavík. Fremst er húsið nr. 28. Þar
bjó Eggert Briem skrifstofustjóri, síðar hæstaréttardómari, þá er nr. 26,
þar bjó Jón Helgason prestaskólakennari, síðar biskup, mágur Páls
Briem, þá nr. 24, hús Álfheiðar Briem, ekkju Páls, þá nr. 22 þar sem
Klemens Jónsson landritari bjó, nr. 20 sem er hús Sigurðar Briem póst-
meistara og loks hús Björns Ólafssonar augnlæknis sem var svili Sig-
urðar. Yfir þessari röð trónaði svo Ráðherrabústaðurinn uppi í brekkunni
þar sem sjálfur ráðherrann, Hannes Hafstein af Briemsætt, bjó.
úr Bessastaðaskóla og hélt síðan til Kaupmannahafnar eins og
þau systkinin flest. Þaðan lauk hann lagaprófi og kom síðan
heim. Kvæntist hann þá Ingibjörgu Eiríksdóttur. Hann var
sýslumaður Eyfirðinga 1848 til 1861 og síðan Skagfirðinga 1861
til 1884. Bjuggu þau á Reynistað í Skagafirði frá 1872 en
dvöldust síðustu ár sín í Reykjavík. Eggert Briem var fyrir-
mannlegur, eins og sönnum sýslumanni sæmdi, og var á efri
árum með mikið hvítt hár og skegg. Eggert var framfaramað-
ur og sat þjóðfundinn 1851 sem stuðningsmaður Jóns forseta.
Þau Ingibjörg eignuðust hvorki færri né fleiri en nítján börn í
hjónabandi sínu en sex af þeim létust á barnsaldri. Hin urðu
flest meðal kunnustu Islendinga og má segja að þau hafi
myndað kjarnann í völdum Briemsættarinnar á Islandi í upp-
hafi þessarar aldar ásamt þeim Tryggva Gunnarssyni og
Hannesi Hafstein. Verða nú talin upp þau þekktustu:
1. Eiríkur Briem (1846-1929) guðfræðingur, prestaskóla-
kennari í Reykjavík, var elstur. Hann þótti einhver mesti
reikningshaus landsins um sína daga og eftir hann liggur með-
al annars kennslubók í reikningi sem lengi var notuð. Honum
var veitt embætti við Prestaskólann árið 1880 og gegndi því í
30 ár. Kona hans var Guðrún Gísladóttir og bjuggu þau í húsi
sínu að Bókhlöðustíg 2 sem enn stendur. Eiríkur var áhuga-
samur um stjórnmál eins og þeir bræður margir og sat á þingi
fyrir Húnvetninga 1880 til 1891 og síðan sem konungskjörinn
1901 til 1915. A hann hlóðust fjölmörg trúnaðarstörf, einkum í
sambandi við reiknings- og bókhaldsskil og var hann til dæmis
lengi gæslustjóri Landsbankans. Um aldamótin keypti hann
Viðey til þess að sonur hans gæti hafið þar búskap og dvaldi
hann mikið í eynni eftir það. Var það táknrænt að hin nýja
valdaætt keypti þannig höfuðból Stephensensættarinnar. Eina
barn Eiríks, sem ættir eru frá, er:
a. Eggert Briem (1879-1939). Hann nam búvísindi í Dan-
mörku og hóf síðan stórbúskap í Viðey um 1903 og setti meðal
annars á fót fyrstu mjólkurbúðina í Reykjavík til að koma
mjólk sinni á markað. Hann var formaður Búnaðarfélags Is-
lands um skeið. Kona hans var Katrín, dóttir Péturs Thor-
steinssonar, athafnamannsins mikla frá Bíldudal, og mun sú
staðreynd hafa stuðlað að því að höfuðstöðvar Milljónafélags-
ins svokallaða urðu í Viðey. Frá þeim eru margir þekktir af-
komendur. Meðal barna Eggerts og Katrínar voru Sverrir
Briem (1905-1974), stórkaupmaður í Reykjavík (hans sonur er
Eggert Briem (f. 1941), prófessor í stærðfræði), Gyða Briem
(1908-1983), sem um skeið var gift Héðni Valdimarssyni al-
þingismanni, Guðrún Briem (1914-1981), sem var fyrri kona
Péturs Benediktssonar sendiherra (sjá Engeyjarætt, HEIMS-
MYND 2. tbl. 1989), Eiríkur Briem (1915-1989), framkvæmda-
stjóri Landsvirkjunar, og Pétur J. Thorsteinsson (f. 1917) am-
bassador.
2. Gunnlaugur Briem (1847-1897), verslunarstjóri og alþing-
ismaður í Hafnarfirði, var annað barn sýslumannshjónanna á
Reynistað. Kona hans var Frederike Claessen. Sonur þeirra:
a. Ólafur Jóhann Briem (1884-1944), sem var framkvæmda-
stjóri hjá ýmsum fyrirtækjum, lengst þó skrifstofustjóri Sam-
bands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF). Kona hans var frænka
hans, Anna Valgerða Claessen. Meðal barna þeirra eru Mar-
grét Þuríður Briem (f. 1912), móðir Ólafs Egilssonar (f. 1936),
sendiherra í Moskvu, og Valgarð Briem (f. 1925), hæstaréttar-
lögmaður í Reykjavík.
TVEIR FORSÆTISRÁÐHERRAR
3. Kristín Briem (1849-1881), húsfreyja á Sauðárkróki. Mað-
ur hennar var Valgard van Deurs Claessen kaupmaður, síðar
landsféhirðir í Reykjavík. Kristín var meðal annars frumkvöð-
ull að stofnun kvennaskóla að Ási í Hegranesi en lést um ald-
ur fram. Af henni er mikill fjöldi þekktra afkomenda. Börn
hennar:
a. Eggert Claessen (1877-1950), hæstaréttarlögmaður í
Reykjavík. Hann var einn af umsvifamestu lögfræðingum í
Reykjavík og keypti Skildinganes í Skerjafirði þar sem hann
bjó á býli sínu sem hann kallaði Reynistað. Hann var banka-
78 HEIMSMYND