Heimsmynd - 01.06.1991, Side 81

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 81
Wathnesystur, Soffía, Anna Bergljót og Þórunn, kaupsýslukonur í New York, eru afkomendur Lauru Hafstein, systur Hannesar. ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, áður borgarlögmaður (meðal barna hans eru Þórhildur Líndal (f. 1951), deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, gift Eiríki Tómassyni hæstaréttarlög- manni, og Björn Theódór Líndal (f. 1956), aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans). Yngri sonur Þórhildar og Theódórs er Sigurður Líndal (f. 1931), prófessor í lögum. b. Helgi P. Briem (1902-1981) doktor, sendiherra í Svíþjóð, Þýskalandi og víðar. Doktorsritgerð hans heitir Sjálfstœði ís- lands 1809 og fjallar um byltingu Jörundar hundadagakonungs sem Gunnlaugur, langafi hans á Grund, var svo andvígur. 7. Elín Briem (1856-1937) var sjöunda barn sýslumannshjón- anna á Reynistað sem hér verður nefnt til sögu. Hún var með- al merkustu kvenna og stýrði kvennaskólum í Húnaþingi, síð- ast á Blönduósi. Frægust er hún vafalaust fyrir rit sitt Kvenna- frœðarann, kennslubók í heimilishaldi sem kom út í mörgum útgáfum. 8. Sigurður Briem (1860-1952) hagfræðingur, póstmeistari og síðar póstmálastjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Isleifs- dóttur. Meðal barna þeirra: a. Gunnlaugur Briem (1901-1971), póst- og símamálastjóri, kvæntur Halldóru Margréti Guðjohnsen. b. Ása Briem (1902-1947), kona Jóns Kjartanssonar sýslu- manns. Hann var lengi ritstjóri Morgunblaðsins og alþingis- maður V-Skaftfellinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár. 9. Eggert Ólafur Briem (1867-1936) var níunda barn hjón- anna á Reynistað sem hér er getið. Hann var sýslumaður Skagfirðinga 1897 til 1904 en gerðist þá skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu. Síðar varð hann yfirdómari í Landsyfirréttin- um en einn af fyrstu hæstaréttardómurum þegar Hæstiréttur var stofnaður. Hann var kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur en meðal barna þeirra voru: a. Gunnlaugur Briem (f. 1903), ráðuneytisstjóri í atvinnu- málaráðuneytinu og síðar landbúnaðarráðuneytinu. Kona hans var Þóra Garðarsdóttir (sjá ætt Garðars Gíslasonar, HEIMSMYND 3. tbl. 1989). 10. Vilhjálmur Briem (1869-1959), sóknarprestur á Staðar- stað, síðar forstjóri Söfnunarsjóðs íslands í Reykjavík, var eitt barnanna frá Reynistað. Meðal barna hans: a. Gunnlaug Briem (1902-1970), kaupkona í Reykjavík (hattabúð) og síðar forstjóri Söfnunarsjóðs íslands, eiginkona Bjarna Guðmundssonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu og blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar (meðal barna þeirra er Hildur Bjarnadóttir (f. 1938), fréttamaður hjá Ríkisútvarp- inu). 11. Jóhanna Briem (1872-1962) var eitt barna Eggerts sýslu- manns á Reynistað. Hún giftist Einari Pálssyni, presti í Reyk- holti. Meðal barna þeirra: a. Ingibjörg Einarsdóttir (1895-1977), handavinnukennari og kaupkona í Reykjavík, gift Eyjólfi Eyfells listmálara (meðal barna þeirra Einar Eyfells (f. 1922) verkfræðingur og Jóhann Eyfells (f. 1923), arkitekt og myndhöggvari í Bandaríkjunum). b. Valgerður Einarsdóttir (1901-1988), kona Stefáns Schev- ing Olafssonar, bónda í Kalmanstungu í Borgarfirði. Meðal barna þeirra er Kalman Stefánsson (f. 1935), bóndi í Kalmans- tungu og einn af forustumönnum sjálfstæðismanna í héraði. c. Páll Björn Einarsson (1905-1980), vélfræðingur og for- stjóri í Reykjavík, kvæntur Gyðu Sigurðardóttur (meðal barna þeirra er Margrét Sigríður Pálsdóttir (f. 1941), kona Magnúsar Gústafssonar, forstjóra Coldwater í Bandaríkjunum). TRYGGVI GUNNARSSON OG HANNES HAFSTEIN Jóhanna Kristjana Briem (1813-1878) var eitt barna þeirra Gunnlaugs og Valgerðar á Grund sem Briemsættin er talin frá. Hún giftist séra Gunnari Gunnarssyni í Laufási í Eyjafirði sem var röskum 30 árum eldri en hún. Eignuðust þau fimm börn. Eftir að hann lést giftist hún séra Þorsteini Pálssyni, presti á Hálsi, en þeim varð ekki barna auðið. Meðal barna Jóhönnu og Gunnars voru: 1. Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), bankastjóri Landsbank- ans og alþingismaður. Hér er kominn einhver fyrirferðarmesti laukur Briemsættarinnar um aldamótin. Tryggvi lærði fyrst trésmíðar hjá Olafi Briem, móðurbróður sínum, á Grund og starfaði við þær. Hann gerðist síðan bóndi á Hallgilsstöðum en varð einn aðalstofnandi Gránufélagsins og kaupstjóri þess. Gegndi hann starfinu í 20 ár og bjó þá lengst af í Kaupmanna- höfn og varð þar meðal annars mjög handgenginn Jóni Sig- urðssyni forseta á síðustu árum hans. Hann kom heim 1893 til að gerast bankastjóri Landsbankans og eftir það varð hann framhald á bls. 92 HEIMSMYND 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.