Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 96

Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 96
var þekkt fólk úr sjónvarpi eins og Priscilla Pointer sem lék móður Pamelu í Dallasþáttunum. Hún er mjög fær leik- kona en var alltaf kynnt sem tengdamóð- ir Stevens Spielberg, þar sem Amy Irv- ing leikkona er dóttir hennar. Önnur þekkt leikkona sem ég vann með var Ann Hearn en hún lék meðal annars í kvikmyndinni The Accused og var þar í hlutverki vinkonu Jodie Foster. Amer- ískir leikarar vinna allt öðru vísi en þeir íslensku og evrópsku. Þeir eru svona vanir því að vera type-cast eða notaðir í staðlaðar rullur og alveg gáttaðir á pers- ónuleikstjórn í evrópskri hefð en eftir að samband var komið á var yndislegt að vinna með þeim.“ Pórunn tók hins vegar tilboði um að koma til Arósa sem leikstjóri næsta haust en þar hefur Stefán leikstýrt áður. í upphafi segist hún hafa óttast að hafa fengið tilboðið þar sem Stefán gæti ekki tekið því en vísar þeirri hugsun á bug. „Við konur þurfum að fara tvisvar sinn- um í hverja tröppu á meðan strákarnir hoppa yfir þrjár. Kannski er það þess vegna sem við eigum svona mikið af góðum kvenleikstjórum,“ segir hún. Stefán segist njóta þeirra forréttinda að vera í hópi fyrstu menntuðu leikhús- fræðinganna en hann hóf feril sinn sem aðstoðarleikstjóri. Þórunn segir frá því að hún hafi verið á ferð í Leníngrad og þar hafi sú skoðun verið ríkjandi meðal rússneskra leikstjóra að konur gætu ekki leikstýrt. Þær hefðu ekki til að bera hið nauðsynlega sambland listrænnar sköp- unar og kaldrar yfirsýnar sem væri hverj- um leikstjóra nauðsynleg. „Galdurinn við leikstjórnina er að koma hugmyndum yfir til annarra," seg- ir Stefán. „Leikarinn þarf að hafa á til- finningunni að hann sé með í sköpuninni og leikstjórinn hafi næsta lítið stýrt hon- um. Leikstjóra ber að gernýta frum- kvæði leikarans. Ég hef breyst mjög sem leikstjóri síðustu tuttugu árin,“ segir hann, „þroskast,“ bætir hann við. „Ég hef leikstýrt um 60 sýningum í atvinnu- leikhúsi og mun fleiri í útvarpi, með skólum og áhugamannafélögum. Við er- um innan við tuttugu sem höfum alfarið haft lifibrauð okkar af leikstjórn á Is- landi. Þegar ég hóf feril minn varð ég að læra ákveðna verkstjórn. Slíkt þurfa allir að læra en listræn sköpun er meðfædd. I byrjun var ég mun ráðríkari en hef lært með tímanum að byggja meira á frum- kvæði leikarans. Því meiri reynslu sem ég hef öðlast því skemmtilegra verður starfið. Það er stórkostlegt að vinna að sköpun með lifandi fólki og upplifa stundir þar sem leikarinn fer fram úr sjálfum sér. Ég hef upplifað augnablik þar sem ég hef sopið hveljur af hrifn- ingu. Það gerðist aftur og aftur þegar við æfðum Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson og Dag Vonar hjá Leikfélagi Reykjavíkur.“ Þórunn segist verða mjög náin sínum leikurum sem leikstjóri. „Það þarf að fara svo varlega að leikurum. Þetta er fólk sem er svo opið tilfinningalega, gengur eiginlega á glóðum elds. Auðvit- að verða árekstrar á æfingum en maður má aldrei taka það nærri sér þótt leik- arinn sé ekki á sömu skoðun. Þetta fólk er yfirleitt opið og hreinskiptið. Hættan skapast ef fólk fer að baktala aðra. Það sem gerist á æfingum skilar sér alltaf á sýningum. Ef ástandið á æfingum verður grimmt og óheilbrigt er ekki til verri vinnustaður en leikhúsið. Auðvitað eru til prímadonnur en ekki í neikvæðum skilningi. Akveðinn prímadonnuháttur er fullkomlega eðlilegur hjá leikurum í burðarrullum.“ Þórunn segir að sér finnist mun skemmtilegra að leikstýra en leika. „Mér finnst skelfilegt að Tóta hætti að leika,“ segir Stefán. „Hún var aðdáunarverð leikkona, eina leikkonan sinnar kynslóð- ar sem var efni í mikla gamanleikkonu." Hún lýsir því hvernig hún féll fyrir hon- um sem manni þegar hún kynntist hon- um sem leikstjóra. „Mér fannst hann svakalega klár en heillaðist af því hvað hann fór vel með það. Stefán er gang- andi lexíkon í leikhúsmálum. Maður kemur aldrei að tómum kofunum þar en hann myndi aldrei flagga þeirri þekkingu sinni. Hann er þjakaður af hógværð og mikill vinnuþjarkur. Hann hefur gífur- legt úthald og það skiptir hann ekki máli hvað aðrir segja um hann. Hann er mjög hreinskiptinn. Ég vinn aftur á móti hrað- ar og er óþolinmóð.“ Stefán bætir við: „Hún hefur það örugglega fram yfir mig að geta fengið fólk á sitt band. Hún hef- ur mikinn sannfæringarkraft, er svo lif- andi og litrík." Hún segist vera háð leikurunum sín- um. „Ég vil standa í þeirri trú að fólk sem vinnur með mér geri það á mínum forsendum. Eftir að Stefán hætti sem leikhússtjóri hjá LR fóru fyrst að hlaðast upp hjá mér verkefnin og síðan hef ég stýrt átta leikritum. Við reynum að blanda hvort öðru ekki í verkefni hins. „Það er engin tilviljun að fólk innan leik- hússins parast oft saman,“ segir Stefán. „Við Tóta löðuðumst hvort að öðru vegna þess að við erum andstæður en er- um sammála í grundvallarviðhorfum.“ Hún bætir við að þau hafi svipaða kímni- gáfu. „En við tökum einnig okkar rifrild- issyrpur og þá gengur mikið á.“ Hann segist ekki hafa kunnað að rífast áður en hann kynntist henni. „Ég er svo mikil brussa,“ segir hún. Þau sitja hlið við hlið, hún er berfætt og hann strýkur á henni fótinn á meðan þau tala. Hann segir að þau séu bæði „skaphundar" og sambúðin hafi oft verið stormasöm. Þau líta hvort á annað: „Við höfum bæði lent í því að bindast öðru fólki hættulega sterkum böndum,“ segja þau bæði. „Samband leikstjóra og leik- ara getur orðið æði tilfinningasamt og þróast upp í ástarsamband. Það hefur hent okkur bæði að verða ástfangin af öðrum. Við erum af þeirri kynslóð sem hélt að hún gæti leyft sér allt,“ segir hún. „En maður veit það núorðið að þótt leikari verði bálástfanginn í leikstjóran- um gengur það fljótt yfir.“ Hann brosir og vill ekki segja hvaða leikkona það var sem hann féll fyrir. „En einhvern veginn höfum við siglt í gegnum þetta," segir hann. „Við höfum aldrei farið út í tvöfalt líferni. Hjónaband okkar þyldi ekki langvarandi sambönd af því tagi,“ segir hún. „Auðvitað getur maður orðið afbrýðisamur út í augnabliks ástkonur en ekki út í nána samstarfsmenn. Ég hef lært það í leikhúsinu að þeir sem geta ekki glaðst yfir velgengni annarra verða aldrei ánægðir sjálfir." Þórunn verður hugsi um stund og segir svo: „Auðvitað geta margir sagt við okk- ur Stefán að svona getum við látið út úr okkur þar sem við höfum nóg af verk- efnum sjálf. En það hefur ekki alltaf ver- ið þannig. Hér á árum áður gekk maður í alls konar vinnu til að hafa í sig og á.“ Hún hefur unnið sem blaðakona, leið- sögumaður á Spáni í mörg sumur og rek- ið hótel úti á landsbyggðinni. A Spáni lenti hún í lífsháska þar sem hún var nærri drukknuð en skolaði fyrir ein- hverja tilviljun á land. „Þar sem mér lá við drukknun rann ævi mín mér fyrir hugskotssjónum eins og kaflaskipt kvik- mynd. Uppfrá því fór ég að velta helvíti og hreinsunareldinum fyrir mér. Helvíti er ekkert annað en hreinsunareldur, samviska manns. Maður fær allt í haus- inn að leiðarlokum, líka það sem maður er fyrir löngu búinn að réttlæta fyrir sjálfum sér. I nýja leikritinu mínu læt ég manneskju sem ekki fyrirgefur standa andspænis manneskju sem fyrirgefur. Ég er þarna að búa til lífskeið, skoða orsök og afleiðingu með sterkri trúarlegri taug sem tengist frumstæðri lífsskynjun.“ Ramminn utan um verkið er Svartárdal- ur. „Það eru til margar Svartár á Islandi en það heita þær þegar þær renna út í jökulfljót. í hverri einustu Svartá á ís- landi hafa konur drekkt sér. Konur sem hafa komist í kast við lögin vegna út- burðar, nauðgunar eða sifjaspella. Þessi dalur er dimmur og þröngur. Hann snýr að hálendi og norðuríshafinu. I verkinu tvinnast saman áhugi minn á formæðrum mínum sem þarna bjuggu og vögguljóð sem Magnús Asgeirsson þýddi eftir Lorca. Þótt leikritið byggist að hluta til á sannsögulegum atburðum er farið mjög frjálslega með þá. Langalangamma mín átti barn með manni systur sinnar. Það barn var tekið af henni og dó síðan. Ég fæ lánað nafn hennar og þennan dal. Sagan gerist síðan á allegórísku plani, ekki alveg í þessum heimi. Konurnar standa allar á tímamótum við þetta fljót. Þótt þær séu íslenskar vinnukonur og eigi sér stoð í frásögnum eru þær jafn- framt sigldar. Sagan gerist í fullkomnu tímaleysi þótt tíðarandinn sé frá fyrri 96 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.