Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 100

Heimsmynd - 01.06.1991, Blaðsíða 100
The WorldPaper SOVÉT SAMVELDl EÐA STÖKRÍKI / Afram félagar? framhald af forsíðu Undir stjórn Krústsjoffs, Bresnéffs og arftaka var það enginn sem flýtti sér að verða fyrstur á kjörstað klukkan 6 að morgni. I staðinn flýttu menn sér að ná, áður en lokað yrði klukkan 9 að kvöldi. Allir urðu að greiða atkvæði. Áróðursmenn fóru hús úr húsi og lof- uðu viðgerðum á pípulögnum, sem úr lagi höfðu gengið á síðustu þremur ár- um eða að leggja aftur slitlag yfir götur, sem rifnar höfðu verið upp eftir síðustu kosn- ingar. Jafnvel las- leiki dugði ekki til að losna undan helgiathöfninni; þeir voru meira en fúsir að koma með kjörkassann til þín. Dóttir mín, sem ég fyrir smekkvísi sakir hafði reynt að ala upp sem póli- tískan guðleys- ingja, iét kosning- arnar fram hjá sér fara, en þessi leti- lega andstaða hafði ekki hin minnstu áhrif á niðurstöðu- tölur kosningaúr- slita. Amma henn- ar, móðir mín, sem alin var upp í sterk- ari anda félagslegr- ar samábyrgðar, greiddi atkvæði fyr- ir hana. „Fagnaðarhátíð lýðræðisins" varð ekki spillt með fjarveru. Hinn 17. mars 1991 fórum við að kjósa á degi þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar. Fram skal tekið, að dóttir mín hafði öðrum hnöppum að hneppa. Hún var á skíðum suður í Kákasus, fimm þúsund kflómetra í burtu. Þegar við komum á kjörstað hóf móðir mín langa afsökun- arræðu vegna fjarveru dóttur minnar: Hún hefði því miður þurft að fara og sinna afar mikilvægum viðskiptaerind- um. Viðbrögð starfsmannsins á kjörst- að voru næsta furðuleg, hún geispaði áhugalaus og sagði: „Og hvað með það?“ Að þessu sinni áttum við bara að greiða atkvæði fyrir okkur. En um hvað? Ef við lítum á þjóðaratkvæðið sem reiptog, þá var það leikur þar sem all- mörg keppnislið toguðu hvert í sína áttina. Eitt keppnisliðið var skipað hin- Alexander Pumpiansky er aðstoðarritstjóri WorldPaper í Sovétríkjunum um íhaldssömu, sem halda að sé ein- hverju breytt hrynji kerfið allt um sjálft sig. Annað lið var skipað umbóta- mönnum, sem telja að allt muni hrynja, ef því er leyft að halda áfram með uppteknum hætti. Síðan komu stuðningsmenn miðjuvaldsins og stuðn- ingsmenn dreifveldis. Svo eru það þeir, sem vilja yfirgefa samveldið og þeir sem sjá aðskilnað sem endalok heims- ins. Niðurstaðan varð alger þverstæða. Allir hrósuðu sigri. Þegar upp var stað- ið höfðu að minnsta kosti 70 af hundr- aði atkvæðisbærra borgara farið á kjörstað og 76 prósent þeirra kosið með samveldinu. Stuðningsmenn einn- ar ríkisheildar gáfu frá sér fagnaðar- andvarp. Raunar var varla við nokkru öðru að búast. Hvað sem kann að hafa falist undir orðalagi spurningarinnar snerist málið fyrir meirihluta kjósenda um föðurlandsást, röð og reglu og hollustu - og meirihlutinn vill aldrei þurfa að sjá upplausn ríkjandi ástands. Andstaðan hvatti kjósendur til að segja Nei eða sniðganga kosningarnar ella. Ekki vegna þess að hún væri á móti samveldinu, heldur vegna þess að hún var þess fullviss að miðstýringar- valdið mundi nota Já-atkvæði til að koma í veg fyrir allar breytingar og til að viðhalda „heimsveldis“skipulaginu í landinu. Því miður var sú röksemda- færsla alltof flókin til að mönnum yrði hún ljós. En andstaðan beið heldur ekkert afhroð. í tveimur helstu borgunum, Moskvu og Leníngrað, deildust atkvæðin jafnt, og í Kíeff og Sverdlovsk kaus meiri- hlutinn Nei. Það er í þessum borgum, sem upplýstar skoðanir eiga mestu fylgi að fagna og auðveldast er að sjá hvert straumar almenningsálitsins liggja. Leiðtogar andstöðunnar höfðu síður en svo fallið í ónáð og komu raunar út úr kosningunum ilmandi eins og eftir rósabað. Tillagan um að stofna til sérstaks embættis kjörins forseta í Rússlandi hlaut fullkominn sigur með 70 prósentum Já- atkvæða og tillagan um kjörinn borgar- stjóra í Moskvu hlaut jafnvel enn meira fylgi. Þannig að Yelts- in og Popoff tryggðu sér sigra ekkert síður en Gobatsjoff. Nasarbajeff og Kravtsjúk sigruðu líka. Þessir leiðtog- ar Kasakstans og Úkraínu voru mjög slóttugir; þeir af- sögðu ekki með öllu að hlýða kalli alríkisstjórnarinn- ar, en tókst þó að styrkja völd sín með því að ná fram staðfestingu full- veldis lýðvelda sinna. Aðrir sigurvegar- ar voru Landsberg- is í Litháen og Gamsakhurdia í Georgíu og fleiri, sem nefndir hafa verið þjóðemissinnar og aðskilnaðarseggir. Þeir sýndu einnig styrk sinn og tóku enn eitt skref til aðskilnaðar með því að hunsa þjóðaratkvæðið um samveldið. Sigurvegararnir eru margir, en menn ættu ekki að vænta sameiginlegs fagn- aðar hinna sigursælu. Þeir munu aldrei setjast við sama borð - og sú myndlík- ing lýsir best þeirri staðreynd, að ein og óuppleysanleg Sovétríki eru ekki lengur til. Enn um sinn og um langa hríð munu menn halda áfram að deila um hverjir unnu og hverjir töpuðu. Samt sem áður var þetta fyrsta þjóðaratkvæðið í sögu SSSR og þrátt fyrir alla galla mun það síðarmeir verða talinn mikilvægur at- burður í sögunni. Þegar ró kemst á rykið fáum við kannski séð hversu langt landið hefur þokast frá þeim helgiathöfnum í kosningabúningi, sem voru óaðskiljanlegur þáttur bernsku minnar, æsku og stórs hluta fullorðins- áranna.* Nýtt sósíal-raunsæi? Fá sovétin ráðrúm til að þjappa sér saman? Fjöldi tungumálahópa í Sovétríkjunum: 200 Fjöldi tímabelta: 11 Fjöldi pólitískra flokka í Georgíulýðveldinu: 100 Áætlaður fjöldi flokka í Georgíu, sem hlynntur er sjálfstæði: 100 Tala flokksmanna Kommúnistaflokksins, sem sagði sig úr Flokknum fyrstu níu mánuði ársins 1990: 400 þusund. Fjöldi ára, sem sovéskir embættismenn viðurkenna að klukkur í Sovétríkjunum hafi verið klukkutíma of fljótar vegna mistaka í tímavörslu: 61 Áætlaður fjöldi sovétborgara, sem fallið hefur í átökum þjóðernis- og menningarminnihluta síðan 1985: 1000 Áætlaður fjöldi flóttamanna, sem yfirgefið hafa heimkynni sín vegna innbyrðis deilna slíkra hópa síðan 1985: 700 þúsund Hundraðshluti íbúafjölda Sovétríkjanna sem eftir væri ef þau sex lýðveldi, sem ekki tóku þátt í þjóðaratkvæðinu 17. mars, yfirgæfu þau: 90 TEKIÐ SAMAN AF STARFSLIÐI W0RLDPAPER 100 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.