Heimsmynd - 01.06.1991, Síða 101
The WorldPaper
SOVÉT SAMVELDI EÐA STÖK RÍKI
Ofsafenginn uppreisnar-
maður í Georgíu
Er föðurlandsvinur eða Mússólíni í forystu hins sjálfstæðiselskandi lýðveldis?
EFTIR LEONID MLETSJÍN
í Moskvu, SSSR
„ÉG MUN EKKI stíga fæti inn fyrir
múra Kremlar, þar til Georgía er
frjáls,“ lýsti Zviad Gamsakhurdia,
æðsti maður Georgíulýðveldisins, yfir.
Með þessari og álíka full-
yrðingum hefur þessum
52 ára gamla Georgíu-
manni tekist að skipa sér í
hlutverk heilags Georgs
nútímans, sem ótrauður
leggur til atlögu við sov-
éska drekann.
Georgía er bara eitt af
mörgum Sovétlýðveldum,
sem lúta forystu and-
kommúnískra og þjóðern-
issinnaðra andstöðuafla.
Þing Georgíu hefur lýst
inngöngu landsins í Sovét-
ríkin árið 1921 ólöglega,
neitað að fara að sovésk-
um lögum og lýst yfir
upphafi breytingaskeiðs,
sem enda skal með yfir-
lýsingu um sjálfstætt ríki
Georgíu.
Georgía endurtekur
þannig það fordæmi sem
sett var af Litháen í fyrra,
þegar þar var ákveðið að
segja skilið við Sovétrík-
in.
En sá reginmunur, sem er á Georgíu
og baltneska lýðveldinu, er fólginn í
ofsafengnu eðli þess fyrrnefnda. Á síð-
asta ári hófst sjálfstæðisbaráttan í
Georgíu með illskeyttum, pólitískum
hryðjuverkum. Byssumenn hafa skotið
jafnt á pólitíska keppinauta sem fólk af
öðrum þjóðernum. Til algerrar styrj-
Leóníd Mletsjín er aðstoðar aðalritstjóri vikublaðs-
ins Novoe Vremja í Moskvu.
aldar virðist draga milli Georgíumanna
og Osseta, þjóðernisminnihluta innan
lýðveldisins, sem áfram kýs að tilheyra
Sovétsamveldinu.
Annar reginmunur á Litháen og
Georgíu liggur í skapgerð leiðtoga
þeirra. Vitautas Landsbergis er próf-
essor og stjórnmálamaður, sem lætur
stjórnast af skynseminni. Gamsak-
hurdia er maður ósáttfús og eldfimur í
lund, og stjórnmálaskýrendur lýsa hon-
um ýmist sem lýðræðissinna, þjóðernis-
sinna eða jafnvel sem öðrum Mússó-
líni, allt eftir þvf hvar þeir eru sjálfir
staddir í hinu pólitíska litrófi. Gamsak-
hurdia er sonur vel þekkts georgísks
rithöfundar og einhver torræðasti pers-
ónuleiki í pólitísku lffi Sovétríkjanna.
Fyrir perestrojku sameinaðist öll
andstaðan gegn sameiginlegum óvini -
alræði kommúnistanna. Nafn Gamsak-
hurdias var nefnt í sömu andrá og nób-
elsverðlaunahafanna Alexanders Sol-
sjínitsíns og Andrejs Sakharoffs.
En síðan hann komst til valda í
Georgíu hafa yfirlýsingar Gamsak-
hurdias hvað eftir annað komið göml-
um samherjum hans, frjálslyndum
menntamönnum Sovétríkjanna, á
óvart.
Yfirlýsing hans „Georgía fyrir
Georgíumenn" var algert og alvarlegt
áfall. Stuðningsmenn hans reyndu að
bera í bætifláka fyrir hann
og héldu því fram að hann
hefði verið misskilinn. En
Gamsakhurdia sagði ná-
kvæmlega það sem hann
meinti, þegar hann stað-
hæfði, að „blönduð.
hjónabönd væru ógnun
við tilvist georgísku þjóð-
arinnar."
Hann bannaði þátttöku
í þjóðaratkvæðinu 17.
mars og hélt svo sína eigin
allsherjaratkvæðagreiðslu
um sjálfstæði Georgíu,
g sem hlaut eindreginn
o stuðning þjóðarinnar.
5; Og meirihluti Georgíu-
u manna sér Gamsakhurdia
z sem sterkan þjóðernis-
s leiðtoga og styður hann af
5 alefli. Fyrirætlanir hans
“ um sjálfstæða Georgíu
“ kitla sjálfsvirðingu þeirra.
u Margir í Georgíu óttast
þó að þjóðemisofstæki
hans kunni að kalla fram
hernaðaríhlutun frá
Moskvu. En Moskva hefur engan
stuðning í Georgíu; það fyrirfinnst ekki
einu sinni nokkur fimmta herdeild í
Kommúnistaflokki landsins. Þar að
auki eru Georgíumenn engir Litháar.
Þeir eru reiðubúnir til að taka sér
byssu f hönd til varnar heimilum sín-
um. Gamsakhurdia hefur varað við því
að reyni Moskva að blanda sér í málin
muni Georgía verða „annað Afghanist-
an.“*
i
The Worldfíaper appears as a special intemational section in the followingpublications:
In English:
Mainichi Daily News Tokyo
The Business Star Manila
Executive HongKong
Korea BusinessWorld Seoul
Business Review Bangkok
The Nation Lahore
Daily Observer Colombo
Business India Bombay
Daily Joumal Carncas
The News Mexico City
The Star Amman
In Spanish:
Actualidad Económica Sanjosé
Gerencia Gmtemala City
La República Bogotá
E1 Diario de Caracas Caracas
Cronista Comercial Buenos Aires
Diario Noticias Asunción
La Epoca Santiago
Debate Lima
Hoy Quito
In Russian:
Novoe Vremia Moscow
In Chinese:
China & the World Beijing
Economic Information Beijing
In Pölish:
Zarzadzanie Warsaw
In Icelandic:
Heimsmynd Reykjavik
y WORtuTiMtS *:
• TRIBtNtMONDIAtt;
• TltMPOMtNDIAt -T
\ ís m*/
President & Editor in Chief
Crocker Snow, Jr.
The WorldPaper / Vferld Tunes Inc.
210 Wbrld Trade Center, Boston MA 02210, USA
Tel: 617-439-5400 Telex: 6817273
Fax: 617-439-5415
thlume XIII, Number 5 c Copyright Wbrld Times
HEIMSMYND 101