Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 105

Heimsmynd - 01.06.1991, Qupperneq 105
The WorldPaper FRÉTTASKÝRING Slægð sögunnar vekur menn upp við vondan draum UPPHAFLEGA gerðu allir í Austri og Vestri ráð fyrir því að í eftir-kommúnisma þjóðfélögum mundi um- myndunin í átt til lýðræðis falla saman við stofnun markaðshag- kerfis. Þar sem hvort tveggja var talið óhjákvæmilegt voru hugljómaðar stefnuskrár settar fram í öllum Austur- Evrópuríkjum, sem gáfu fyrirheit um skjótar framfarir á báðum umbótasvið- um, í fullkomnu samræmi. Ári síðar höfum við uppgötvað okkur til mikillar skapraunar að þessi tvö sögulegu við- fangsefni standa í raun í hróplegri mót- sögn hvort við annað. Innleiðing markaðshagkerfis er ákaf- lega erfitt og sársaukafullt félagslegt ferli. Gamla stalínistahagfræðilíkanið var pólitísk-hugmyndafræðilegt kenn- ingakerfi, sem skipaði félagslegum (al- ræði öreiganna) og pólitískum (einok- un Flokksins á valdinu) sjónarmiðum ofar hagstjórnarsjónarmiðum og knúði þannig hagkerfið til að starfa í anda hagsmuna hins fyrrnefnda pólitísk- hugmyndafræðilega kerfis. Hagtölur voru falsaðar og lagaðar til hæfis hug- myndafræðilegum kröfum; öll hag- stjórnarmyndin var ein allsherjarblekk- ing og um það er Austur-Þýskaland sennilega eitt gleggsta vitnið og hlaut að launum lof vestrænna hagspekinga, sem nefndu það „sýniglugga kommún- ismans.“ Niðurbrot þessarar tröllauknu blekk- ingar er ekki aðeins yfirþyrmandi hag- fræðilegt viðfangsefni heldur veldur það um leið sálfræðilegu losti hjá því fólki sem fyrir því verður. Og þar sem ekkert sögulegt fordæmi liggur fyrir um slíka U-beygju og engin kenning er til leiðsagnar erum við öll að fálma um í myrkri. Við erum að fara í gegnum tímaskeið ruglings og ringulreiðar jafn- vel í þeim löndum sem lengst eru kom- in, eins og Ungverjalandi og Póllandi, þrátt fyrir milljarða dollara sem dælt er í þessar þjóðir úr vestri. Staðan hefur leitt Austur-Evrópu- þjóðirnar á barm félagslegs uppreisn- arástands. Lausn verðlagsins úr viðjum með það fyrir augum að verð endur- spegli efnahagsveruleikann ýtir af stað Sylviu Brucan er adslodarritstjóri WorldPaper í Austur-Evrópu. EFTIR SYLVIU BRUCAN I B Ú K AREST, RÚMENÍU óðaverðbólgu og ber óhjákvæmilega í sér djúpa óánægju meðal blástakka og hvítflibba og eftirlaunafólks. í fimm ár hefur Mikael Gorbatsjoff tregðast við að horfast í augu við félagslegar afleið- ingar umbóta í verðlagsmálum. Einka- væðing iðnfyrirtækja, sem undir stjórn kommúnista voru ofhlaðin starfsliði, kemur af stað víðtæku atvinnuleysi. Á sama tíma leiðir endurreisn lýð- ræðis af sér frelsi og rétt til að bindast samtökum í verkalýðsfélögum og boða til verkfalla. Þar af leiðandi er alþýða Austur-Evrópu að nota sér nýfengið frelsi og réttindi til að mótmæla þeim þjáningum og þrengingum, sem fylgja umturnuninni til markaðshagkerfis; verkamenn grípa til verkfallsvopnsins hvort tveggja í senn gegn verðbólgunni og einkavæðingunni. A sama tíma og þjóðarframleiðni fellur (Rúmenía 25 til 30 prósent, Pólland 30 prósent, Ung- verjaland 15 til 20 prósent og Búlgaría 30 prósent) eru verkamenn að krefjast hærri launa og stjórnvöld, knúin af þrýstingi lýðsinna, neyðast til að koma til móts við kröfur verkamanna. Hinir nýju pólitísku leiðtogar eru „eftirgefan- legir gagnvart lýðræðinu." Því rís upp réttmæt spurning: hvern- ig er hægt að sigrast á kreppusam- drætti, ef verðlag og laun hækka með- an dregur úr framleiðslu og fram- leiðni? Fyrsta pólitíska mannfórnin af völdum mótsagnarinnar milli markaðs og lýðræðis var pólski forsætisráðherr- ann Tadeusz Masowiecki. í vestri var hann talinn taka á efnahagsumbótum af festu og alvöru og hlaut almennt lof fyrir þá lostmeðferð sem hann beitti hagkerfið. Andstæðingur hans í for- setakosningum náði völdum út á stefnuskrá blandaða valdboðs- og þjóð- ernishroka, sem varla getur talist til fyrirmyndar sem „sigurför lýðræðis í Áustur-Evrópu.“ Fram hjá því verður ekki litið að í sögulegu ljósi skoðað þurfti nútíma markaðshagkerfi á upphafsskeiði sínu að ganga gegnum klassísk valdboðs- stjórnatímabil: Cromwell í Englandi, Napoleon í Frakklandi, Bismarck í Þýskalandi. Og það tók vestrænan kap- ítalisma nær tvær aldir að ná núverandi jafnvægi milli lýðræðis og markaðar. Við þetta mætti bæta að á okkar tím- um hafa Kyrrahafstígrisdýrin fjögur náð sínum árangri undir valdboðs- stjórnarfari. En nú er svo komið að upplýsingabyltingin hefur knúið tígris- dýrin til að aðlaga pólitísk kerfi sín boðhætti lýðræðisins á upplýsingaöld. Með breyttri skilvirkni og framleiðni og með því að gera skapandi framlag einstaklingsins að hreyfiafli framfar- anna hefur upplýsingabyltingin gert kröfur um lýðræðislegar umbætur. í Rúmeníu er mótsögnin milli mark- aðs og lýðræðis að dynja á þjóðinni með miklum ofsa. Verkalýðssamtökin hafa snúist gegn þeirri ákvörðun stjórnvalda í október síðastliðnum að koma á frjálsu verðlagi, með holskeflu af verkföllum. Nýlega ýtti verkfall járnbrautastarfsmanna hagkerfinu fram á hengiflugið. Breytni verkfalls- manna virtist taka mið af franska tals- hættinum „Aprés moi, le deluge“ eða hinum vinsæla ameríska talshætti, „Hvað fæ ég út úr þessu." Með öðrum orðum þá var þeim fjandans sama þótt upplausn í hagkerf- inu gæti grafið grunninn undan hinum nýju lýðræðislegu stjórnvöldum, sem einmitt eru eina aflið í þjóðfélaginu sem geta fengið stjórnmál og efnahags- mál til að fallast í faðma. Eftir hálfrar aldar hrottafengið en skilvirkt alræði eru þjóðir Austur-Evrópu nú að læra lýðræðið af hörku reynslunnar.* HEIMSMYND 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.