Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - jún. 2019, Blaðsíða 6
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL OneSystems® sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057 www.onesystems.is | one@onesystems.is OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum sveitarfélaga og þjónustu við íbúa VELJU M ÍSLENST - VELJU M ÍS LE N SK T -V EL JUM ÍSLENSKT - Þróunarstefna OneSystems styður MoReq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi. Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneSystems hefur hannað og rekur yr 40 gagnvirkar þjónustugáttir af ýmsum toga, víðsvegar um landið hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum. Þar á meðal eru: Íbúagáttir, starfsmannagáttir, nefndarmanna- og gagnagáttir. Auktu aðgengi gagna og gagnsæi ákvarðanatöku með öruggu og rekjanlegum hætti. Stórauktu þjónustu án þess að auka yrbyggingu og sparaðu með skilvirkari stjórnun mála. Gagnvirkar þjónustugáttir Upplýsingagátt Portal Information Vefgátt fyrir íbúa Citizen Nefndarmannagátt Committee Starfsmannagátt Employee Self-Service Portal Project Verkefnavefur Stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað á fundi sínum þann 29. maí sl. að boða til aukalandsþings föstudaginn 6. september nk. til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Markar niðurstaða þingsins lokahnykkinn áður en áætlunin verður lögð fyrir Alþingi sem þingsályktunartillaga. Um mitt ár 2018 tóku gildi ný ákvæði í sveitarstjórnarlögum sem kveða á um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga. Á þeim tíma sem liðinn er hefur ráðherraskipaður starfshópur skilað af sér umræðuskjali, svonefndri Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur tilkynnt að hann muni leggja fram tillögu til þingsályktunar um áætlunina þegar á næsta haustþingi. Starfshópurinn heldur lögum samkvæmt utan um stefnumótunarvinnuna. Í honum sitja fyrir hönd ráðherra Valgarður Hilmarsson, fv. sveitarstjóri á Blönduósi en hann er formaður hópsins, og Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Fulltrúar sambandsins í hópnum eru Aldís Hafsteinsdóttir formaður og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Valgarður segir í samtali við Sveitarstjórnarmál að þó hlutirnir hafi gerst hratt þá hafi það verið vel gerlegt að vinna á þessum hraða. „Við getum gert þetta á þessum hraða, vegna þess að við höfum úr heilmiklum efnivið að moða, sem búið er að vinna og fjalla ítarlega Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.