Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 9
9 SVEITARSTJÓRNARMÁL Fyrsta verk stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar 29. maí sl., var að skrifa póstkort sem ætluð eru vænlegum kennaraefnum. Á ljósmyndinni eru stjórnarmennirnir: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Björnsson framkvæmdastjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Rakel Óskarsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Bjarni Jónsson. Á fjarfundi og því fjarstaddir myndatöku voru Ásgerður K. Gylfadóttir, Kristján Þór Magnússon og Jón Björn Hákonarson. (Ljósm.: IH). eftir með sárt ennið og fá ekki stöðu við þann skóla sem þeir helst hefðu kosið,“ segir Svandís. Launað starfsnám Strax frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám. Markmiðið með þeirri aðgerð er að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og hefja störf sem fyrst að námi loknu og farsælan starfsferil. Starfsnámið skal vera að lágmarki hálft stöðugildi við leik- og/eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám segir Svandís nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman. Þá hefði þurft að tryggja stöður þeirra í nýsamþykktum kennaralögum. Því miður var það ekki gert og það gerir stöðu nema og skólastjórnenda mun erfiðari. Námsstyrkur til nemenda Nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi geta sótt um námsstyrk frá og með næsta hausti. Markmið styrksins er að auðvelda nemendum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða launuðu starfsnámi og skapa hvata til þess að nemendur klári nám sitt á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800.000 kr. og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðari við skil á lokaverkefni innan ákveðins tímaramma. Starfstengd leiðsögn Svandís segir einnig mikilvægt að fjölga kennurum sem hafa þekkingu á móttöku nýliða í kennslu. Slíkir leiðsagnarkennarar skipti lykilmáli við að sporna gegn brotthvarfi nýútskrifaðra kennara úr starfi, en mest hætta er á brotthvarfi úr kennslu fyrstu þrjú árin. Starfandi kennarar sem hyggja á nám í starfstengdri leiðsögn geta sótt um styrk til námsins, sem fjármagnaður er af menntamálaráðuneytinu, fyrir andvirði skráningargjalda. Auk þess veita sveitarfélög kennurum svigrúm til þess að sinna þessu námstilboði eins og kostur er. Námið er þrjár annir, tekið samhliða starfi og sniðið að starfandi kennurum. Forsendur þess að fá umræddan styrk eru annars vegar þær að skóla- stjórnendur styðji umsókn kennara í námið og hins vegar að tryggð sé nokkuð jöfn dreifing styrkja milli skóla og lands- hluta í því augnamiði að sem flestir skólar landsins hafi kennara innan sinna raða með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn. Aðgerðirnar skila sér En telur Svandís að þessar aðgerðir muni skila árangri og þá hvenær? „Ég hef mikla trú á því að aðgerðirnar skili árangri og tel þær vera farnar að gera það nú þegar miðað við aðsóknartölur í kennaranám við HÍ og HA. Þeir sem þegar hafa grunngráðu ýmist í kennarafræðum eða öðrum hug- og félagsvísindagreinum sækja sér nú í auknum mæli kennsluréttindi til viðbótar. Áhugi og umræða með jákvæðum formerkjum um mikilvægi skólastarfs á leik- og grunnskólastigi, um mikilvægi kennarans fyrir nemendur og um mikilvægi samræðu og samstarfs allra hagsmunaaðila um gæðaskólastarf fyrir alla, bæði nemendur og kennara, er orðin svo miklu meiri en fyrir örfáum misserum. Mörg sveitarfélög hafa á síðastliðnum árum styrkt sérstaklega starfsfólk leikskóla til að afla sér kennsluréttinda og menntunarstig þar hefur aukist jafnt og þétt. Nemendafélög háskólanna hafa unnið þrekvirki við að kynna námsleiðir fyrir kennara og er facebook-síðan „Komdu að kenna“ alveg frábært dæmi um það hvað jákvætt hugarfar hefur mikið að segja. Það er því engin ástæða til annars en bjartsýni. Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi vetur og sannfærð um að við séum á réttri leið,“ segir Svandís.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.