Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 26

Sveitarstjórnarmál - jun. 2019, Síða 26
26 „Ég fór og skoðaði sveitarfélagið, las fundargerðir og heimasíðuna og allt efni sem ég komst yfir og það má segja að ég hafi heillast. Allt þetta heita vatn sem hægt var að nýta, stöðugur og styrkur fjárhagur, lágt skuldahlutfall og varfærni í rekstri. Þarna voru tækifæri og góður jarðvegur til að gera góða hluti.“ Svo lýsir Guðný Hrund Karlsdóttir fyrstu kynnum sínum af Húnaþingi vestra, sveitarfélagi sem hún hefur stýrt með glans undanfarin fimm ár. Guðný var um þetta leyti búsett í Kanada og alls ekki á leiðinni heim. Örlögin höguðu því nú samt svo, að stuttu síðar var hún komin með lögheimili á Hvammstanga. „Ég bjó í Kanada á þessum tíma og líkaði vel. Það er samt alltaf eitthvað við Ísland og Íslendinga sem er svo heillandi; þessi drifkraftur, stuttu boðskipti og stundum óhefluðu samskipti,“ rifjar Guðný upp, spurð út í aðdragandann að þessu öllu. „Þegar svo einkadóttirin ákvað að flytja heim og fara í Háskóla Íslands, kom það róti á hugann.“ Vinkona Guðnýjar benti henni á auglýsingu um stöðu sveitarstjóra í Húnaþingi vestra og hratt þar með atburðarásinni endanlega af stað. „Ég ákvað að sækja um og var svo lánsöm að fá starfið. Einhvern veginn smellpassaði þetta allt saman,“ segir hún og brosir. Kraftmikið samstarf og skemmtilegt fólk Nú ber hins vegar svo við, að Guðný hefur ákveðið að láta staðar numið og sagði hún nýverið starfi sínu lausu. Það er því vel við hæfi að nota tækifærið og fá sveitarstjórann til að staldra aðeins við og líta yfir farin veg. „Samstarf við kraftmikið og skemmtilegt fólk er það sem stendur mest upp úr,“ svarar Guðný að bragði, umhugsunarlaust. „Samfélagið er einstakt og aðgreiningarlaust, held ég að óhætt sé að segja, bæði hvað varðar stétt og stöðu, samskipti og samvinnu innan sveitarfélagsins.“ Sem dæmi um þetta, bendir hún á móttöku flóttamanna í maí sl. þegar fimm fjölskyldur frá Sýrlandi settust að á Hvammstanga. „Samfélagið hefur tekið þeim opnum örmum og öll undirbúningsvinna og þátttaka íbúa Heilbrigður rígur er bara af því góða Viðtal við Guðnýju Hrund Karlsdóttir, fráfarandi sveitarstjóra Húnaþings vestra

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.