Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 25
Með þessari námsbók handa börnum er stefnt í einu að all-
mörgum breytingum á kennslu hér á landi. Fyrst að gera tilraun
að rita bók, sem sé við hæfi barna og veki fremur en deyfi fróð-
leikslöngun þeirra. Jafnframt verður kennsla um skipulag dýra-
ríkisins færð úr barnaskólum, þar sem efnið var allt of þungt og
fræðslan varð stundum minna en tilgangslaus, í unglingaskólana.
Með miklum rétti mætti segja, að slíkar bækur ættu ekki að
semja aðrir en sérfræðingar í náttúrufræði. En þar er þess fyrst að
gæta, að hér á landi er völ fárra slíkra manna, og þeir hafa meiri
hug á sérfræðilegum rannsóknum, heldur en framförum í alþýðu-
menntun. í öðru lagi er það fremur fátítt, að slíkir menn hafi feng-
izt við að athuga þróun barnanna. En án þess að gera það, er
ómögulegt að rita námsbækur við barna hæfi. Niðurstaðan verður
þess vegna oftast sú, að kennarar verða að semja kennslubækur,
jafnvel í þeim greinum þar sem aðrir standa þeim framar að þekk-
ingu, af því að þeir eiga auðveldast með að búa efnið í þann bún-
ing, sem samsvarar þroskastigi nemendanna“.
Námsbækur þær, sem Jónas Jónsson reit handa börnum í sögu
og náttúrufræði urðu langlífar í landinu. Þær voru notaðar í skól-
um og á heimilum í hálfa öld og eru enn taldar aðgengilegar les-
bækur, og hefur íslandssagan orðið langlífari, enda er hún lista-
verk að máli, lýsingum og stíl. í þessum bókum er lifandi saga,
frásagnarævintýrið ætíð nærstatt. Dýrin nálgast persónur, og lífs-
lýsingu þeirra fylgir ærið oft dæmisaga, stutt og skýr, og bregður
upp svipmynd, sem lifir í minni.
Mörgum kennaranum mun þó hafa þótt sem of lítið væri af
skilgóðum fræðiatriðum í þessum bókum og kvartað hefur verið
um, að örðugt væri að festa hendur á efni þeirra til prófs, en fáir
hafa dregið í efa gildi þeirra sem lesbóka.
En Jónas Jónsson taldi próf, þar sem þekkingarmolar nemenda
væru vegnir á tugabrotavog, ekki skilríkan mælikvarða. Sjálfur
hafði hann raunar aldrei hirt um próf, aldrei talið það máli skipta
fyrir sig að hljóta slíka stimpla. Á skóla leit hann sem æfingastöð,
er þjálfaði menn til náms í þeim eina prófskóla, lífinu sjálfu, sem
gaf raunhæfari einkunnir en sýndartölur. Að því leyti hafði Jónas
hin sömu sjónarmið og ýmsir fremstu skólamenn á síðari árum,
sem vilja losa barnaskólann úr viðjum fræðastaglsins og gera hann
að þjálfunarstöð til síðara náms og tala jafnvel með fyrirlitningu
um það að vera að baksa við að troða svokölluðum þekkingar-
molum í börn. (Sænski grunnskólinn og ýmsir bandarískir barna-
skólar).
21