Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 26

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 26
Á þeim árum, sem Jónas var æfingakennari Kennaraskólans, ritaði hann margt um skóla- og menntamál, einkum í Skinfaxa, sem hann ritstýrði alllengi. í þessum greinum kemur ljóst fram, hver skólahugsjón Jónasar er, hvernig hann hyggst vinda þann streng úr tveim þáttum, hinni íslenzku menntafyrirmynd sjálfs- námsins og hinu bezta úr erlendri reynslu. Þar sést einnig glögg- lega, hvað honum finnst mest vert í þeim feng, sem hann hafði heyjað sér í menntaför um önnur lönd, hverjar þær fyrirmyndir eru, sem hann vill nýta, og hvernig hann telur unnt að fella þær að íslenzkum staðháttum og íslenzkri menntastefnu. í munni almennings var menntun og menning oft og einatt hið sama, sá sem hafði gist skóla vel og lengi var menntaður talinn. Jónas Jónsson fjallaði um þennan hugtakarugling í merkilegri og dæmaríkri grein í Skinfaxa þegar 1911. Hann benti glögglega á ýmis dæmi þess, að svokallaðir menntamenn gætu ærið oft verið lítilmenni, varmenni eða jafnvel glæpamenn, ófærir um að gegna þeirri þjóðfélagsþjónustu eða stöðu sem „menntun“ þeirra væri talin standa til. Hann ályktar að lokum í greininni: „Menntun og menning lenda þannig í baráttu eins og eldur og vatn, eru orðin ósamrýmanleg eftir skilningi nútímans. Maður getur verið menntaður, þótt hann sé þann veg skapi og siðum búinn, að væru allir eins og hann, yrði öll siðmenning að engu. Og ástæðan til þessarar baráttu er sú, að menningin heimtar, að einstaklingurinn taki tillit til hagsmuna annarra manna og heildarinnar allrar, heimtar að maðurinn sé siðgóður. Aftur er eftir þeim almenna skilningi menntunin sama og kunnátta, þekk- ing, geta til að ráða sjálfur og eftir eigin geðþótta fram úr vanda- málum lífsins, það að vera sterkur, hvernig sem sá styrkur er not- aður. Þannig eru úrslitin. Menningin áfellir vægðarlaust eigin- gjarna skaðræðismanninn, sem veikir heildina . . . Formælendur skólamenntunar segja: Ef einstaklingurinn uppfyllir vissar fróð- leikskröfur á fyrsta hluta ævinnar, þá er hann „menntaður“. Og þótt hann sé gersneyddur öllu siðgæði, þótt hann sé skaðræðis- maður og brennuvargur samtíðar sinnar, þótt hann sé staðinn að óvirðulegustu verkum, þá er hann „menntaður“ og verður talinn það jafnlengi og hans er minnzt“. Jónas bendir á, að frammi fyrir áliti heimsins sé miklu auðveld- ara að uppfylla kröfur slíkrar „menntunar“ en menningarinnar, léttara að sitja fáein ár á skólabekk og taka þar há próf, heldur en standast reynslupróf sem „alhliða þroskaður maður“. Og hann segir: „Þannig drottnar þá í heiminum algerlega röng og verulega 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans
https://timarit.is/publication/1410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.