Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 31
lenzka samvinnuhreyfmgin varð að eignast menntastofnun, sem
sinnti því tvíþætta hlutverki að þjálfa menn til starfa fyrir sam-
vinnufélögin, og kynna þeim samvinnustefnuna og félagslegt gildi
hennar, kenna þeim að hugsa og breyta sem samvinnumenn. í
þessari ýtarlegu grein, þar sem hann ræðir þessi efni á mjög breið-
um vangi, segir hann:
„Samvinnumenntun er í því fólgin að gera menn hæfari til að
vinna saman heldur en þeir eru að náttúrufari . . .“ Hann kemur
þegar að kjarna málsins, minnir á, að samvinna sé misgóð, stund-
um blessunarrík, stundum ill og auvirðileg. Skilyrði blessunar-
ríkrar samvinnu sé að menn öðlist skilning á gildi þessa afls og
skyldum mannsins til þess að beita því til góðs. Sú samvinna, sem
menn séu knúðir til án slíks skilnings, sé nauðungarsamvinna.
Félagsþroskun hafi mjög verið vanrækt í íslenzku skólakerfi, og
þess sé ekki að vænta, að samvinnufræðslu verði borgið í því.
Til þess að veita viðhlítandi samvinnufræðslu, þurfi sérskóla, þar
sem allt skólastarfið sé látið stefna í eina átt að því marki að gera
borgarana hæfa til frjálsrar samvinnu. Svo lítið hafi verið gert
til þess að auka félagsþroska manna, að þeim sé þjóðlífið allt meiri
eða minni nauðungarsamvinna. Hann segir, að samvinnumenntun
þurfi í einu að vera bæði „verkleg og hugræn“, þar sem mönnum
sé kennt að vinna saman í félagi og reynt að eyða tortryggni þeirra
gagnvart samverkamönnum. „Hin bóklega samvinnumenntun
fæst með því að rannsaka eðli félagslífsins“, segir hann og telur,
að samvinnumenn eigi þrjár leiðir í fræðslumálum sínum. Fyrst
telur hann það að fá hæfa menn til þess að ferðast um landið og
halda fyrirlestra um samvinnumál og hvetja menn til dáða. Næst
nefnir hann útgáfu og dreifingu blaða, bóka og tímarita um sam-
vinnumál, og síðast en ekki sízt að stofna skóla, sem búi nemendur
undir samvinnustörf og veiti almenna, „borgaralega félagsþjálf-
un“. Stutt námskeið telur hann líkleg til úrbóta.
Jónas ræðir um það, hve samvinnufélögin um allt land vanti
meinlega hæfa starfsmenn. Samvinnubændur verði meira að segja
stundum að notast við gamla kaupmenn til þess að veita sam-
vinnuverzlunum forstöðu, og sé þá „sízt að undra, þótt slík sam-
vinna endi stundum svipað og þegar refurinn tók að sér að gæta
gæsanna“.
En jafnframt því að samvinnumenntun sé upp tekin í sérstökum
skóla eða skólum, segir Jónas að bæta verði nýjum lið í allt mennta-
kerfi okkar - félagsfræði í ýmsum myndum, og hinir nýju „borg-
araskólar", sem rísi í sveitum landsins muni sjálfir verða „verkleg
27