Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 108
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 68 HAUKAR KOMNIR Í 2-0 HAUKAR - AFTURELDING 21-16 (11-6) Mörk Hauka (skot): Janus Daði Smárason 5 (9), Árni Steinn Steinþórsson 4 (7), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (8), Vil- hjálmur Hauksson 2 (2), Adam Haukur Baumruk 2 (2), Elías Már Halldórsson 1 (2), Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 (3), Matthías Árni Ingimarsson (1), Freyr Brynjarsson (1), Heimir Óli Heimisson (2), Varin skot: Giedrius Morkunas 23/1 (39/2, 59%). Mörk Aftureldingar (skot): Elvar Ásgeirsson 6 (10), Gunnar Þórsson 3/1 (4/2), Gestur Ólafur Ingvarsson 2 (4), Böðvar Páll Ásgeirsson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (2), Árni Bragi Eyjólfsson 1 (8), Pétur Júníusson (2), Birkir Benediktsson (6), Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 14 (35, 40%). Haukar geta nú tryggt sér Íslandsmeistaratitil- inn með því að vinna þriðja leikinn í Mosfells- bænum á mánudagskvöldið. OLÍS DEILD KARLA - LOKAÚRSLITIN 2015 SPORT FÓTBOLTI „Það er ekkert annað. Ég þakka kærlega fyrir það,“ sagði hinn kurteisi Leiknismaður Hilm- ar Árni Halldórsson er honum var tjáð að hann hefði verið val- inn besti leikmaður 1. umferðar í Pepsi-deild karla. Hilmar Árni var frábær á miðj- unni hjá Leikni sem vann magn- aðan 3-0 sigur á Val í fyrsta leik félagsins í efstu deild. Hilmar Árni skoraði þriðja mark leiksins. „Ég er ekkert hissa á þessari byrjun okkar. Við mættum vel undirbúnir og höfum fulla trú á okkur. Þess vegna gekk vel þennan dag,“ segir Hilmar Árni en hann var valinn besti leikmaður 1. deild- ar á síðustu leiktíð. Hann sýndi í þessum leik að hann á fullt erindi í deild þeirra bestu. „Ég reyni að einbeita mér að því sem við erum að gera á vellinum. Ekki að neinu öðru. Ég hef trú á liðsfélögum mínum og þeir hafa trú á mér. Við reynum að vinna þetta saman sem ein heild.“ Miðjumaðurinn hefur engar áhyggjur af því að þessi fína byrjun og öll fjölmiðlaathyglin sem hefur fylgt henni muni stíga liðinu til höfuðs. „Við erum búnir að ganga í gegnum ýmsa hluti þó svo við höfum ekki gert það í efstu deild. Þjálfararnir hafa stillt okkur vel af og fengið okkur til að einblína á næsta verkefni. Það hefur geng- ið vel og menn eru bara að hugsa um næsta leik,“ segir Hilmar Árni og segir liðið vel vita hvað þurfi að gera svo fleiri stig komi í hús. „Við verðum að halda áfram að leggja fram mikla vinnu. Við erum á fínni leið en þetta er auðvitað bara rétt að byrja. Ég hef engar áhyggj- ur af því að við munum ekki halda áfram að leggja hart að okkur og reyna að bæta okkur sem lið. Það var mjög gaman í fyrsta leik og mikil stemning. Ég vona að það verði margir á fyrsta heima- leiknum okkar á mánudag- inn. Það er flott stemn- ing í kringum starfið og vonandi verður fram- hald á því.“ Leiknir tekur á móti ÍA í nýliðaslag á mánu- dag og leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. - hbg Ég er ekkert hissa Hilmar Árni Halldórsson hjá Leikni er leikmaður 1. umferðar í Pepsi-deild karla hjá Fréttablaðinu. MARK OG STOÐSEND- ING Hilmar Árni Halldórs- son spilaði vel í sínum fyrsta leik í Pepsi-deild karla. KÖRFUBOLTI „Þetta er mikill heið- ur og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir loka- hóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmað- ur úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Pavel vildi ítreka mikilvægi liðs- heildarinnar hjá KR: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllen- dúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“ Pavel sagði að tímabilið í ár hefði verið erfitt en leikstjórnand- inn var talsvert meiddur í vetur. Þrátt fyrir það náði hann þeim ein- staka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðal tali í leik í deildinni; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoð- sendingar. KR fór erfiða leið í átt að Íslands- meistaratitlinum. Í átta-liða úrslit- unum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra fimm leikir við Njarð- vík. Oddaleikur liðanna í DHL- höllinni var frábær en þar hafði KR betur eftir tvær framlenging- ar. Í úrslitarimmunni vann KR svo Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta,“ sagði Pavel, sem missti nær algjörlega af Grindavík- urleikjunum og einnig fyrstu tveim- ur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðsla. „Það muna allir eftir einvíginu við Njarðvík. Tindastóls serían var taktískari og minna um tilfinning- ar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við en þetta var þriðji Íslandsmeistara- titillinn sem hann vinnur með KR. Pavel segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel Ermonlinskijsem fær ekki langt sumarfrí en fram undan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðs- ins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrra- sumar. Tengslin meiri við Snæfell Hildur Sigurðardóttir gat eflaust ekki hugsað sér betri endi á löngum og farsælum ferli en að verða Íslandsmeistari annað árið í röð með uppeldisfélaginu og vera svo valin besti leikmaður Domino’s- deildar kvenna á lokahófi KKÍ í gær. „Nei, ég held ekki. Það er erfitt að toppa svona endi,“ sagði Hildur en þetta var í fjórða sinn sem hún er valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna (2003, 2004 og 2014). Snæfell náði að verja Íslands- meistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra þrátt fyrir að hafa misst sterka leikmenn. „Líkt og í fyrra var ekki ljóst hversu sterkt liðið yrði en svo fengum við Gunnhildi (Gunnars- dóttur) og Maríu (Björnsdóttur) aftur heim og þegar við fórum svo að spila saman í haust sáum við að við vorum með lið sem gat bar- ist um titla,“ sagði Hildur sem bar mikið lof á hina bandarísku Krist- en McCarthy sem var valin best erlendi leikmaður deildarinnar á lokahófinu í gær. „Hún gekk um bæinn í gær og kvaddi fólkið. Hún er alveg yndis- leg stelpa og þetta er í fyrsta skipti sem það er virkilega erfitt að kveðja Kana,“ sagði Hildur sem er fædd og uppalin í Stykkishólmi en gekk ung í raðir KR þar sem hún vann þrjá meistaratitla. Hún segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að ljúka ferlinum með uppeldis- félaginu. „Það var alltaf planið en varð ekki að veruleika fyrr en fyrir nokkrum árum. Ég átti mjög góð ár í KR og hef miklar taugar til liðsins en auðvitað eru tengslin meiri við Snæfell. Það er magn- að að svona lítið bæjarfélag eigi svona gott lið,“ sagði Hildur sem segir óvíst hvað taki við hjá henni: „Ég er að skoða ýmislegt en ég verð alltaf tengd íþróttum,“ sagði Hild- ur sem er menntaður íþróttafræð- ingur. En kemur þjálfun til greina á næstu árum? „Ég held að ég fari ekki í meistaraflokksþjálfun strax en ég hef alveg hug á því að reyna mig á þeim vettvangi,“ sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum. ingvithor@365.is Meistaraleikstjórnendurnir bestir Leikstjórnendurnir Pavel Ermolinskij og Hildur Sigurðardóttir voru valin bestu leikmenn Domino’s-deilda karla og kvenna á lokahófi KKÍ í gær. Þessir öfl ugu leikmenn eru þó á leið í ólíkar áttir; Pavel er á leið á EM í haust en Hildur hefur lagt skóna á hilluna. ÞAU BESTU Hildur Sigurðardóttir úr Snæfelli og Pavel Ermonlinskij úr KR með verðlaunin sem þau fengu á hádegishófi KKÍ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI * gildir ekki á íslenska namminu. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.