Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 44
FÓLK|HELGIN
Þetta er í þriðja sinn sem PopUp-markaðurinn er haldinn hér á Kexi hosteli. Hann er síbreytilegur og
fer stækkandi í hvert sinn. Það bætast
alltaf nýir í hópinn en einhver kjarni hefur
haldist sá sami,“ segir Einar Einarsson,
en hann heldur utan um PopUp-markað á
Kexi hosteli nú um helgina.
Tólf hönnuðir, handverks- og listafólk,
taka þátt í markaðnum og segir Einar
varninginn sem til sölu verður spanna
breytt svið.
„Ef fólk er að fara í einhvers konar
veislu eða heimsókn, ætti það að finna
eitthvað sem smellpassar í pakkann á
markaðnum. Í þetta skiptið leituðum við
uppi þátttakendur á Facebook og úrvalið
spannar vítt svið. Þarna verða til dæmis
barnaföt, myndlist, útskorin viðarbretti,
digital-prent, útskorin hálsmen, olíuvörur
fyrir skegg og ýmislegt fleira,“ segir Einar.
Sjálfur verður hann með vörur á markaðn-
um, slaufur undir merkinu H&E Design.
„Við byrjuðum á litlu krúttlegu ævin-
týri en erum nú með þremur æðislegum
saumakonum í liði. Þetta hefur undið
hratt upp á sig en við erum þó með báða
fætur á jörðinni enn þá. Slaufur eru mikið
inn akkúrat
núna en þar að
auki höfum við verið
að þróa hálsbindi undan-
farið hálft ár. Þau verða þá
tilbúin ef vinsældir slaufunnar fara
að dala,“ segir hann sposkur.
Meðal þátttakenda á markaðnum um
helgina eru Hanna Gréta Pálsdóttir, en
hún hannar og framleiðir keramikmuni
með margföldu notagildi, Hrund Ólafs-
dóttir og Ómar Guðmundsson vinna
veggskraut undir heitinu Hróm, Margrét
Leopoldsdóttir hannar heimilisvörur
undir heitinu Gola & Glóra, svo sem
hitaplatta, löbera og kaffihettu, Jónína
Ósk Lárusdóttir framleiðir skurðarbretti,
svuntur og viskustykki undir heitinu
Bifurkolla. Þá verður vefverslunin Askja.
is með vörur á markaðnum, Gunnarsbörn
verða með teikningar og vefverslunin
Hannah.is sem selur skeggvörur og áhöld
fyrir karlmenn.
POPUP Á KEXINU
MARKAÐUR Hópur hönnuða, handverks- og listafólks blæs til markaðar
á Kexi hosteli um helgina. Heimilisvörur, föt og ýmislegt fleira á boðstólum.
ASKJA
GOLA & GLÓRA
BÆNDABRETTI
Handgerð skurðarbretti
eftir Jónínu Ósk Lárus-
dóttur sem hún kallar
Bændabretti.
HANNA GRETA CERAMICS BIFURKOLLA
H&E DESIGN
SPENNANDI MARKAÐUR Einar Einarsson heldur utan um PopUp-markað á Kexi hosteli um helgina. Tólf hönnuðir og handverks-
fólk taka þátt. Einar verður sjálfur með slaufur sem hann hannar ásamt Huldu Birnu Vignisdóttur undir heitinu H&E Design. MYND/PJETUR
Markaðurinn
stendur frá klukkan
14 til 18 í dag og á
morgun, sunnudag
frá klukkan 12 til 17.
Skipholti 29b • S. 551 0770
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-16