Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 44

Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 44
FÓLK|HELGIN Þetta er í þriðja sinn sem PopUp-markaðurinn er haldinn hér á Kexi hosteli. Hann er síbreytilegur og fer stækkandi í hvert sinn. Það bætast alltaf nýir í hópinn en einhver kjarni hefur haldist sá sami,“ segir Einar Einarsson, en hann heldur utan um PopUp-markað á Kexi hosteli nú um helgina. Tólf hönnuðir, handverks- og listafólk, taka þátt í markaðnum og segir Einar varninginn sem til sölu verður spanna breytt svið. „Ef fólk er að fara í einhvers konar veislu eða heimsókn, ætti það að finna eitthvað sem smellpassar í pakkann á markaðnum. Í þetta skiptið leituðum við uppi þátttakendur á Facebook og úrvalið spannar vítt svið. Þarna verða til dæmis barnaföt, myndlist, útskorin viðarbretti, digital-prent, útskorin hálsmen, olíuvörur fyrir skegg og ýmislegt fleira,“ segir Einar. Sjálfur verður hann með vörur á markaðn- um, slaufur undir merkinu H&E Design. „Við byrjuðum á litlu krúttlegu ævin- týri en erum nú með þremur æðislegum saumakonum í liði. Þetta hefur undið hratt upp á sig en við erum þó með báða fætur á jörðinni enn þá. Slaufur eru mikið inn akkúrat núna en þar að auki höfum við verið að þróa hálsbindi undan- farið hálft ár. Þau verða þá tilbúin ef vinsældir slaufunnar fara að dala,“ segir hann sposkur. Meðal þátttakenda á markaðnum um helgina eru Hanna Gréta Pálsdóttir, en hún hannar og framleiðir keramikmuni með margföldu notagildi, Hrund Ólafs- dóttir og Ómar Guðmundsson vinna veggskraut undir heitinu Hróm, Margrét Leopoldsdóttir hannar heimilisvörur undir heitinu Gola & Glóra, svo sem hitaplatta, löbera og kaffihettu, Jónína Ósk Lárusdóttir framleiðir skurðarbretti, svuntur og viskustykki undir heitinu Bifurkolla. Þá verður vefverslunin Askja. is með vörur á markaðnum, Gunnarsbörn verða með teikningar og vefverslunin Hannah.is sem selur skeggvörur og áhöld fyrir karlmenn. POPUP Á KEXINU MARKAÐUR Hópur hönnuða, handverks- og listafólks blæs til markaðar á Kexi hosteli um helgina. Heimilisvörur, föt og ýmislegt fleira á boðstólum. ASKJA GOLA & GLÓRA BÆNDABRETTI Handgerð skurðarbretti eftir Jónínu Ósk Lárus- dóttur sem hún kallar Bændabretti. HANNA GRETA CERAMICS BIFURKOLLA H&E DESIGN SPENNANDI MARKAÐUR Einar Einarsson heldur utan um PopUp-markað á Kexi hosteli um helgina. Tólf hönnuðir og handverks- fólk taka þátt. Einar verður sjálfur með slaufur sem hann hannar ásamt Huldu Birnu Vignisdóttur undir heitinu H&E Design. MYND/PJETUR Markaðurinn stendur frá klukkan 14 til 18 í dag og á morgun, sunnudag frá klukkan 12 til 17. Skipholti 29b • S. 551 0770 Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.