Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 22
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Nornir leynast víða í samfélagi okkar. Hér er verið að tala um konur sem beita göldrum, nýta nátt-úruöfl eða annan kraft til að hafa áhrif á framtíðina. Galdurinn er fólginn í að rækta innsæi sitt og þiggja kraft frá æðri öflum. Síðan beita nornir innsæinu til að hjálpa öðrum að leita inn á við í leit að svörum. Líkja má göldrum þeirra við gald- ur markþjálfans sem hjálpar þér að ná markmiðum þinum eða sálu- hjálpara sem hjálpar þér að létta á hjarta þínu. Aðrar búa til smyrsli eða seyði sem hjálpa þér að bæta heilsu þína. Galdrar og trúarbrögð náskyld Galdrar hafa fylgt mannkyninu eins lengi og það hefur verið til. Dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóð- fræðingur segir Íslendinga aðal- lega hafa stundað þjóðlegan galdur fyrr á öldum og sem einkaathöfn í leynum. „Galdur var ekki félagslegt fyrir bæri hérlendis á þeim tíma. Nú á dögum er galdur aftur að koma inn sem magiu-tengd tíska og þess eru dæmi hérlendis að fólk hittist í hópum – aðallega konur – og reyni fyrir sér með ýmislegt. Víða úti í heimi eru til virk sam- félög norna sem halda samkom- ur og nornaþing þangað sem fólk kemur alls staðar að. Til eru efnis- miklar vefsíður sem hægt er að skoða tengdar þessu og göldrum almennt.“ Ólína segir galdra tengjast frumstæðri þörf mannsins til þess að hafa áhrif á líf sitt, aðstæður og umhverfi, og að þeir séu nátengdir trúarbrögðum. „Þörf mannsins til að hafa áhrif á afkomu sína og líðan, umhverfi sitt og framtíð, birtist bæði í trú- arbrögðum og galdraathöfnum,“ segir hún. „Það sem skilur á milli galdraiðju í okkar menningu og trúarbragða er að í galdri eru nátt- úruöflin í aðalhlutverki en í trúar- brögðum er það guðlegur máttur. Frumstæð tenging okkar við nátt- úruöflin hefur fylgt okkur frá örófi alda og hefur þróast yfir í trúarbrögð og galdraiðkun en birt- ist líka í listsköpun og hóphegðun af ýmsum toga.“ Ólína segir margt í hegðun fólks í hinu daglegu lífi vera nátengt galdraiðju án þess að fólk geri sér grein fyrir því. „Þegar fólk mætir á íþrótta- kappleiki og öskrar af öllum lífs og sálar kröftum á kempurnar, tekur þátt í klappstýrusiðum með söngv- um og bylgjum, þá er mannfjöld- inn að samstilla sig í taktvissri hegðun með hrópum og hreyfing- um til að hafa áhrif á gang leiks- ins. Þetta er í raun galdraathöfn sem byggir á samstillingu og hóp- hegðun, nauðalík þekktum og gömlum stríðsgöldrum sem iðk- aðir hafa verið á Fílabeinsströnd Afríku. Þegar fólk samstillir krafta sína getur svo margt gerst sem erfitt er að útskýra – eins og galdur – enda byggja ýmsir galdrar á hópefli.“ Þegar fólk samstillir krafta sína getur svo margt gerst sem erfitt er að útskýra – eins og galdur – enda byggja ýmsir galdrar á hópefli. Dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Getum við gert eitthvað til að hafa áhrif á framtíð okkar? Eða rætast óskir okkar af tilviljun? Sex íslenskar nornir segja frá lífsspeki sinni, göldrum og áhrifum þeirra á líf sitt og annarra. Frá því að ég var lítil stelpa hef ég verið kölluð norn og ég er líklega norn, þótt ég myndi frekar kalla mig vísindakonu,“ segir Tanya en hún er alin upp við afar blandaða lífspeki – allt frá náttúrutrú og kristinni trú til indjánafræða. „Íslenska fjölskyldan mín er yndislega spes, allir mjög náttúru- tengdir og margir mjög næmir. Það hefur alltaf verið sjálfsagður hlut- ur í minni fjölskyldu að vera ber- dreyminn, sjá drauga, álfa og vera með sterkt innsæi. Einnig læra inn á jurtir og óhefðbundnar lækningar. Það hefur bara verið hluti af mínu uppeldi að læra inn á öfl náttúrunn- ar og bera virðingu fyrir henni.“ Föðurætt Tanyu er að hluta til frá Norður-Ameríku, á rætur að rekja til Írlands og indjána, og er einn- ig mjög andlega sinnuð en á annan hátt. „Þau eru mörg mjög strangtrú- uð, fara oft í kirkju og alltaf að biðja bænir. Einnig er indjánatrú undirliggjandi. Þar er norn kölluð shaman og ég var alltaf kölluð það þegar ég var lítil. Það var eitthvað við mig, ég hræddi fólk og það vissi ekki hvort ég væri engill eða ein- hvers konar andskoti. En indján- arnir í ættinni kenndu mér síðan um shamanisma þegar ég stálpaðist og þá fór þetta að skýrast fyrir mér og ég skildi eðli mitt betur.“ Tanya segist vera mjög forvitin og skoða mikið vísindi til að skilja það sem margir telja vera yfirnátt- úrulegt. „Ég reyni að skýra tilvist ann- arra vídda, árur og drauma með vísindum. Einnig hvernig ég geti vitað hluti fyrirfram og hvern- ig hægt sé að virkja og vinna með orku. Því meira sem ég rann- saka hvernig allt virkar, því einfaldara verður það. Fyrir mér snýst þetta um ljós, víbra og tíðni. Þannig virk- ar alheimurinn. Allt hefur bylgjur og það eru bylgjur alls staðar í kringum okkur en það er bara spurning hvern- ig við stillum okkur inn, eins og útvarp. Flestir kann- ast við að ganga inn í herbergi og án þess að vita það fyrirfram þá finnur maður að fólk hafi verið að rífast þarna inni. Eða bara að hitta einhvern og skynja góða nærveru. Þetta er ekki vúdú, heldur er þetta í eðli flestra lifandi vera – þessi skynjun leiðir okkur frá hættum og að öryggi. Maður finn- ur í sér hvað er rétt og hvað samsvarar orku manns,“ segir Tanya og ítrekar að fyrir henni séu galdrar vísindi og að allir séu að galdra eitt- hvað. „Fólk er bara mismeðvitað. Það er ekki mikill munur á óskum og bænum – og því sem ég geri. Flest- ir hafa einhver markmið í lífinu og vinna að því að gera það að veruleika. Það er galdur í því.“ Tanya iðkar ekki eina sérstaka trú heldur sækir reynslu og vitn- eskju frá nokkrum stöðum, til dæmis úr shamanisma og ásatrú. „Ég fylgist vel með náttúrunni, hvernig dýr haga sér, skýjunum, sjónum, vindinum, jörðinni, sólinni og tunglinu. Ég hef oftar en ekki gefið áreiðanlegri veðurfréttir en veðurstofan og ég finn þegar það er spenna í jörðinni sem boðar gos eða stóra skjálfta. Náttúran gefur skýr skilaboð fyrir þá sem hlusta.“ Með þessari meðvitund hefur Tanya áttað sig á að athafnir og bænir geti verið kröftug leið til að virkja orkuna. „Ég bý til altari með táknum, kristölum, beinum, fjöðrum og reykelsi til að skapa aðstæður sem hjálpa mér að beina orku í vissa átt. Ég blessa eitthvað og sendi ljós út í heim, gef þakkir og bið bænir. Ef ég er að gera eitthvað mjög mikilvægt eins og að reyna að opna hjarta rík- isstjórnarinnar, þá er ég með athöfn á fullu tungli og held áfram í nokkra daga á eftir til þess að gefa auka- kraft í seiðinn.“ Tanya hefur aðstoðað fólk með bænum, með því að hreinsa orku eða verið milliliður þegar það þarf að ræða við álfa og aðrar náttúru- vættir. Svo er hún líka mjög tengd geimverum en hún segir það vera lengri sögu. Hún segist alltaf vera að kukla eitthvað en sé alls ekki að reyna að vera eitthvað eða hafa sér- stök áhrif. „Ég er frjáls í dag og get verið samkvæm sjálfri mér hér á Íslandi. Ég er umhyggjusöm og glöð, ég vil vera hreinn spegill fyrir heiminn og gefa frá mér ástarljós og jákvæða strauma. Ég fæ mikla ást frá heim- inum til baka. Það er nógu gott fyrir mig og er bara minn eðlilegi lífs- stíll. Ég hef bara alltaf verið svona – í gegnum margar lífstíðir. Ég get ekki annað en unnið með þessu. Ég hefði svo sannarlega verið brennd á báli í gamla daga og þakka bara fyrir að það er ekki lengur gert.“ Hefði verið brennd á báli áður fyrr Tanya Lind Pollock hefur verið kölluð norn, andskoti og engill frá unga aldri. Hún er í góðu sambandi við jörðina, getur sagt fyrir um náttúruhamfarir ásamt því að opna hjarta ríkisstjórnarinnar. Hún segist þó fyrst og fremst vera vísindakona. ENGILL EÐA ANDSKOTI Tanya segir fólk hafa hræðst hana þegar hún var lítil en hún skildi eðli sitt betur þegar hún lærði um shamanisma úr indjánafræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég hef oftar en ekki gefið áreiðanlegri veður- fréttir en veðurstofan og ég finn þegar það er spenna í jörðinni sem boðar gos eða stóra skjálfta. Náttúran gefur skýr skilaboð fyrir þá sem hlusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.