Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 8
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
SAMFÉLAGSMÁL Erika E. Inderyanti
hefur verið á götunni í tæpa fjóra
mánuði eftir að hún missti íbúð
sem hún leigði hjá Félagsbústöðum.
Röð atvika varð til þess að Erika
hætti að geta borgað af íbúð sinni
og safnaði upp skuld sem fljótlega
varð henni ofviða að borga.
„Ef ég ætti við fíkniefna- eða
drykkjuvandamál að stríða þá
myndi ég fá stað til að búa á en
veikindi mín duga ekki,“ segir
Erika sem er orðin úrkula vonar
um að fá þak yfir höfuðið.
Fjallað var um stöðu Eriku í
fréttum Stöðvar 2 í apríl en hún
hefur búið hér á landi í 22 ár.
Undanfarin fimmtán ár hefur
hún glímt við ýmis veikindi sem
hafa orsakað það að í dag er hún
75 prósent öryrki. Hún á tvo syni,
annar er fluttur utan í nám en hinn
er að klára Verzlunarskólann.
„Ég hef alltaf unnið þegar ég hef
getað það. Ég hef alltaf verið dug-
leg og lagt áherslu á að synir mínir
geti menntað sig og með auka-
vinnunni tókst mér að borga leig-
una. Þegar ég veiktist þá gat ég
ekki unnið og hætti að geta borgað.
Systir mín sem býr úti veiktist líka
og ég varð að hjálpa henni að kom-
ast í bráðaaðgerð, það kostaði mikla
peninga og ég er líka enn að borga
af því,“ segir hún en sonur hennar
hefur líka unnið með skólanum til
þess að borga skólagjöld sín.
Skuldin hlóðst upp og þegar hún
var komin upp í um 700 þúsund
krónur fékk hún tilkynningu um að
hún yrði borin út úr íbúðinni. „Ég
þorði þá ekki annað en að flytja út
en svo er mér sagt eftir á að það
hafi verið mestu mistökin því þann-
ig virðist ég hafa stimplað mig út
úr kerfinu,“ segir Erika sem seg-
ist hafa reynt árangurslaust að fá
hjálp hjá félagsmálayfirvöldum við
að koma undir sig fótunum á ný.
Erika og sonur hennar hafa feng-
ið að gista hjá vinafólki á meðan en
hún segist vera orðin úrkula vonar
um að mál hennar leysist. Hún
getur ekki leigt á almennum leigu-
markaði og sér ekki fram á að fá
íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún geti
ekki reitt fram peninga fyrir trygg-
ingu og leigan sé of há.
Samkvæmt upplýsingum frá Elfu
Björk Ellertsdóttur, upplýsingafull-
trúa hjá velferðarsviði Reykjavík-
urborgar, getur borgin ekki tjáð sig
um einstaka mál.
Hins vegar sé það mjög fágætt
að fólk missi íbúðir sínar hjá
Félagsbústöðum. Alltaf sé reynt að
finna lausnir fyrir fólk og er það
hvatt til þess að leita sér einstak-
lingsráðgjafar hjá þjónustumið-
stöðvum borgarinnar en það hefur
Erika gert en að hennar sögn ekki
fengið úrlausn sinna mála. Elva
bendir einnig á að úrræði eins og
Konukot sé opið fyrir aðra en þá
sem eigi við fíknivanda að stríða.
viktoria@frettabladid.is
Á götunni í tæpa fjóra
mánuði vegna veikinda
Erika E. Inderyanti segist ráðalaus eftir að hafa misst íbúð sína sem hún leigði hjá
Félagsbústöðum. Erika segist hafa komist í vanskil vegna veikinda og í kjölfarið gert
að flytja. Síðan hefur hún verið upp á vini komin með gistingu fyrir sig og son sinn.
RÁÐALAUS Erika segist vera ráðalaus þar sem hún hafi ekki efni á leigja á almenna
markaðnum og fái ekki íbúð hjá Félagsbústöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI
Ég hef alltaf unnið
þegar ég hef getað það. Ég
hef alltaf verið dugleg og
lagt áherlu á að synir
mínir geti menntað sig og
með aukavinnunni tókst
mér að borga leiguna.
Erika. E. Inderyanti
Ársfundur 2015
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn
26. maí kl. 16.30 í húsakynnum BSRB
að Grettisgötu 89, Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
Allir sjóðsfélagar sem og launagreiðendur og
viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu
með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir
hvattir til að mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir
setningu fundarins.
Reykjavík, 5. maí 2015
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Yfirlit yfir afkomu árins 2014
Efnahagsreikningur A-deild V-deild B-deild S-deild Samtals 2014 Samtals 2013
Húseignir og lóðir 94.271 17.899 0 112.170 116.200
Verbréf með breytilegum tekjum 25.773.101 4.893.599 1.076.729 527.449 32.270.878 27.701.922
Verðbréf með föstum tekjum 41.909.967 7.957.543 3.027.615 602.838 53.497.962 48.977.390
Veðskuldabréf 5.534.651 1.050.877 233.915 6.819.443 6.464.354
Bankainnistæður 1.961.510 372.436 290.474 263.373 2.887.794 1.310.815
Aðrar fjárfestingar 87.741 16.659 0 104.400 339.369
Kröfur 1.235.711 234.627 (62.150) 1.228 1.409.416 1.186.853
Aðrar eignir 1.141.990 216.832 43.572 37.188 1.439.582 646.500
Skuldir (254.224) (48.270) (70.895) (1.703) (375.092) (186.161)
Hrein eign til greiðslu lífeyris 77.484.717 14.712.203 4.539.261 1.430.374 98.166.554 86.557.242
Breyting á hreinni eign A-deild V-deild B-deild S-deild Samtals 2014 Samtals 2013
Iðgjöld 6.341.908 2.083.556 718.125 69.997 9.213.587 8.114.425
Lífeyrir (1.534.791) (111.876) (992.792) (72.902) (2.712.362) (1.866.562)
Fjárfestingatekjur 4.287.186 782.006 284.450 72.841 5.426.483 6.583.260
Fjárfestingagjöld (133.789) (23.394) (25.249) (2.989) (185.422) (210.900)
Rekstrarkostnaður (87.536) (15.306) (28.700) (1.432) (132.974) (106.821)
Hækkun á hreinni eign á árinu 8.872.978 2.714.985 (44.167) 65.515 11.609.312 12.513.403
Hrein eign sameinaðra sjóða 4.360.581
Hrein eign frá fyrra ári 68.611.738 11.997.218 4.583.427 1.364.858 86.557.242 69.683.258
Hrein eign til greiðslu lífeyris 77.484.717 14.712.203 4.539.261 1.430.374 98.166.554 86.557.242
Kennitölur A-deild V-deild B-deild S-deild leið I S-deild leið II S-deild leið III
Nafnávöxtun 5,7% 5,7% 6,5% 5,9% 3,4% 2,9%
Raunávöxtun 4,6% 4,6% 5,4% 4,9% 2,4% 1,9%
Raunávöxtun 5 ára meðaltal 3,6% 3,6% - 4,6% 4,5% 2,5%
Fjöldi sjóðsfélaga 10.657 4.792 201 177 69 42
Fjöldi lífeyrisþega 2.699 626 923 12 3 7
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1% 0,6% 0,1% 0,1% 0,1%
Eignir í íslenskum krónum í % 85,0% 85,0% 93,1% 60,0% 92,2% 100,0%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 15,0% 15,0% 6,9% 40,0% 7,8% 0,0%
Eignir umfram heildarskuldbindingar í % -12,3% 4,7% -22,1%
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar í % -8,1% 2,5% -84,4%
Lífeyrissjóður
starfsmanna sveitarfélaga
Í stjórn LSS eru: Kristbjörg Stephensen, formaður,
Garðar Hilmarsson, varaformaður, Benedikt Valsson,
Elín Björg Jónsdóttir, Salóme A. Þórisdóttir og
Sigurbergur Ármannsson.
Framkvæmdastjóri er: Gerður Guðjónsdóttir.
Verkfallsboðun á almennum vinnumarkaði
Póstatkvæðagreiðsla er hafin
Hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf er hafin allsherjar póstatkvæðagreiðsla sem
nær til allra félagsmanna sem vinna samkvæmt aðalkjarasamningi Vlf.
Hlífar við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn sem vinna eftir þessum samn-
ingum Verkalýðsfélaginu Hlíf í mars/apríl 2015.
Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.
Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur
viðkomandi snúið sér til skrifstofu Vlf. Hlífar að Reykjavíkurvegi 64,
220 Hafnarfirði og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda
leggi viðkomandi fram launaseðil/gögn sem metin eru fullnægjandi,
sem sanni að hann eigi atkvæðisrétt.
Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 mið-
vikudaginn 20. maí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.
Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok
tímafrests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi
mánudaginn 18. maí.
Þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu Vlf. Hlífar til
kl. 12.00 miðvikudaginn 20. maí.
Hafnarfirði, 7. maí 2015.
Kjörstjórn
Verkalýðsfélagsins Hlífar
Til hvers að flækja hlutina?
365.is | Sími 1817
SJÁLFKRAFA
í BESTA ÞREP!