Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 1

Fréttablaðið - 10.12.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 9 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r f i M M t u d a g u r 1 0 . d e s e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Ekki lama Ríkisútvarpið, skrifa stjórnarmenn RÚV. 28-36 sport Svona getur riðill Íslands á EM 2016 orðið þegar dregið verður á laugardaginn. 38-40 HAND BÓKJÓLA GJAF A Taktu þitt e intak með í jólagj afalei ðangu rinn. Yfir 10 00 hu gmyn dir að jól agjöfu m. OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD YFIR 1000 HUGMYNDIR AÐ GÓÐUM JÓLAGJÖFUM Opið til kl. 21 Allt fyrir jólin ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Sölutímabil 5. - 19.desember S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A SKYRGÁMUR „Ég vonaðist alltaf eftir henni. Ég treysti eiginlega engu,“ sagði Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur aðspurð um það hvort hún hefði átt von á sýknu í héraðsdómi. Viðstödd dómsuppkvaðningu voru auk Ástu meðal annars Sigrún Sveinsdóttir, móðir hennar, og Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/SteFán peking Stefán Úlfarsson hagfræð- ingur býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur þar sem ríkir ófremdar- ástand dögum saman vegna mikillar loftmengunar. Stefán segir koma til greina að flýja frá borginni vegna ástandsins. „Ég skýst út áður en konan fer í vinn- una á morgnana og kaupi í matinn og svoleiðis. Síðan höldum við Árný okkur inni allan daginn,“ segir hann en kona hans þarf að verja sig loft- menguninni með grímu þegar hún heldur til vinnu. Yfirvöld í höfuðborg Kína þar sem um 20 milljónir manna búa sendu í fyrsta skipti í vikunni út rauða aðvörun – hæsta viðbúnaðarstig af fjórum – sem þýðir að mengun innan borgarmarkanna muni haldast langt yfir hættumörkum í þrjá sólarhringa eða lengur. – shá / sjá síðu 10 Lokar sig inni vegna mengunar HeilbrigðisMál Nýverið hafa læknar á Landspítalanum undir forystu Sigfúsar Gizurarsonar, sér- fræðings í hjartalækningum, gert aðgerðir til þess að fyrirbyggja gáttatif og með því heilablóðföll. Sigfús fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári en hundrað og fimmtíu  Íslendingar eru á biðlista eftir aðgerðinni. Kári Stef- ánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag brýna þörf á að gera fleiri aðgerðir og gagn- rýnir stjórnvöld og heilbrigðiskerfi fyrir skammsýni í þessum efnum. „Sú staðreynd að ákvörðunin um að það megi ekki gera nema 60 brennsluaðgerðir á ári var tekin af skriffinni einhvers staðar í stofn- un sem heitir Sjúkratryggingar Íslands breytir ekki því að það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa fólksins í landinu að framselja valdið til þess að taka svona ákvarðanir. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstaklinga þján- ingu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið.“ Sigús segir aðgerðina gefa góðan árangur. „Aðgerðin er gerð á þeim sem svara ekki lyfjameðferð.“ Hver aðgerð kostar um 700.000 krónur. Sigfús fær 42 milljónir á ári en þyrfti 105 milljónir til þess að sinna þörfinni. Kári bendir á að það sé líklega margfalt dýrara að sleppa þessum aðgerðum. Því fylgi kostn- aður við lyf og verri heilsu þeirra sem bíða eftir aðgerðinni. – kbg / sjá síðu 30 Hundrað og fimmtíu bíða eftir aðgerð Hjartalæknir fær ekki að gera nema sextíu aðgerðir á ári sem koma í veg fyrir gáttatif og heilablóðfall, þörf er á mun fleiri aðgerðum. Þetta er ákvörðun sem endanlega kostar þjóð stórfé og einstak- linga þjáningu og jafnvel varanlega fötlun eða lífið. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Menning Dagný Kristjánsdóttir hefur rannsakað upphafsár íslenskra barnabókmennta. 50-60 lÍfið Omaggio-vasar, hangandi api, mittisþjálfi og Birkenstock- skórnir eiga það sameiginlegt að hafa verið heitasta heitt árið 2015. 66-72 plús 2 sérblöð l fólk l  jólagjöf fagMannsins *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.