Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.08.2018, Qupperneq 2
Veður Suðaustanátt í dag, strekkingur syðst og rigning öðru hvoru suðvest- an til, en annars bjart með köflum og milt veður. SJÁ SÍÐU 42 Útlagningarmenn á ferð og flugi MANNLÍF Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Við- brögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sér- kennsluhúsnæði hjá Njarðvíkur- skóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti tramp ólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guð- laugur vakti athygli á skemmdar- verkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumess- unnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfi- legt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börn- um sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börn- um gleði það sem eftir lifir sumars. mikael@frettabladid.is Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt Trampólín sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fyrir fötluð börn í Reykjanesbæ, er illa farið. Málið vakið hörð viðbrögð bæjarbúa. Vonast er til að hægt verði að laga leiktækið svo það geti fært fötluðum börnum gleði á ný. Aðkoman að trampólíni ætl- uðu fötluðum börnum var ljót í vikunni. Búið var að brjóta stöng sem heldur öryggis- neti tækisins. MYNDIR/GUÐ- LAUGUR ÓMAR Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni VIÐSKIPTI Hagnaður samlokufélags- ins Sóma nam 199 milljónum króna á síðasta ári og jókst um ríflega 20 milljónir króna á milli ára, sam- kvæmt ársreikningi félagsins. Rekstrartekjur Sóma, sem selur meðal annars tilbúnar samlokur, kjúklinga- og pastarétti og salöt, voru 2.039 milljónir króna í fyrra og jukust um 6 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 1.923 milljónir. Rekstrargjöldin námu 1.805 millj- ónum króna á síðasta ári og jukust um 120 milljónir króna á milli ára en þar af hækkuðu laun og launa- tengd gjöld um 80 milljónir. Um 88 manns störfuðu að meðal- tali hjá Sóma í fyrra borið saman við 78 starfsmenn árið áður. Eignir samlokufélagsins voru 936 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess 444 milljónir króna. – kij Seldu samlokur fyrir tvo milljarða Alfreð Frosti Hjaltason og Arnþór Pálsson eigendur Sóma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta hefur skánað mikið. Það hefur orðið einhver hugarfarsbreyting,“ segir Pétur Ármann Hjaltason, öryggisstjóri hjá Hlaðbæ Colas, um öryggi starfsmanna. Fyrr í sumar biðluðu malbikarar til fólks að hægja á sér í kringum vinnusvæði en áður hafði munað litlu að stórslys yrði vegna hraðaksturs þar fram hjá. Nóg af verkefnum er fram undan og gerir Pétur ráð fyrir að vinna eins lengi og veður leyfir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR STJÓRNSÝSLA Staða þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum til næstu fimm ára er aug- lýst laus til umsóknar í Fréttablaðinu í dag. Einar Á.E. Sæmundsen var settur í stöðuna í fyrrahaust eftir að Ólafur Örn Haraldsson hætti vegna aldurs. Í auglýsingunni er sagt óskað eftir að ráða „öflugan og framsýnan leiðtoga“. Háskólapróf sem nýtist í starfi er áskil- ið og framhaldspróf sagt kostur. Þá er sagt æskilegt að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á sviði opinbers reksturs, náttúru, sögu og menningar. Meðal annarra umsóknarskilyrða er góð hæfni í mannlegum samskipt- um og að geta unnið undir álagi. – gar Auglýst eftir þjóðgarðsverði Einar Á.E. Sæmundsen, settur þjóðgarðs- vörður. Útsalan er byrjuð Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 112.425 Verð áður 149.900 25-50% afsláttur Sjá nánar á grillbudin.is Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.