Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 6
Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði Samtök iðnaðarins og Rannís boða til kynningarfundar um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 15. ágúst kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Skráning er hafin á si.is Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er til 17. september Dagskrá Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, gerir grein fyrir: • Styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs • Skattfrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar • Reglugerð um skattaívilnun til erlendra sérfræðinga Reynsla félagsmanna SI af umsóknaferli Tækniþróunarsjóðs • Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri eTactica • Jón Atli Magnússon, vöruþróunarstjóri Hampiðjunni Umræður www.tths.is SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn sjó- mannafélags Íslands gagnrýna það að sjómenn séu látnir skrifa undir tímabundna ráðningarsamninga við útgerðir sem þeir starfi hjá. Þetta rýri réttindi þeirra. Mál sem þessi hafa ratað á borð dómstóla og var rætt við síðustu samningagerð útgerðarfélaganna við sjómenn. Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjó- mannafélags Íslands og sérfræð- ingur í réttindum sjómanna, segir útgerðirnar hafa leikið þennan leik að undanförnu. „Við höfum verið að sjá aukningu á þessum samningum sem við telj- um í mörgum tilvikum vera óþarfa. Við hjá Sjómannasambandinu skiljum að útgerðir geti þurft að gera slíka samninga við sjómenn ef menn vita ekki hvort skip séu í sölu- ferli eða einhver vafi leiki á því hvort skip verði í notkun útgerðar í náinni framtíð. Hins vegar er óeðlilegt að sjómenn skrifi nýjan tímabundinn ráðningarsamning í hvert skipti þegar þeir fari um borð í skipið sem þeir hafa kannski verið á um langa hríð,“ segir Bergur. Þetta hafi áhrif á réttindi þeirra þegar þeir eru í landi. „Ef sjómaður til að mynda verður veikur og kemst ekki á sjó vegna þessa getur hann ekki með nokkru móti sannað að hann hafi átt að fara á sjó þar sem hann hefur engan samning þar að lútandi. Því teljum við þetta ekki vera góða samninga fyrir okkar félagsmenn.“ Einar Hannes Harðarson, for- maður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir þetta auðvitað rýra réttindi sjómanna. „Við höfum farið með svona mál fyrir héraðsdóm og Hæstarétt. Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að útgerðum sé ekki heimilt að leika þennan leik nema að hámarki í tvö ár. Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir,“ segir Einar Hannes. „Við höfum verið að sjá svona samninga og þetta er leyfi- legt í ákveðinn tíma.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var þetta fyrirkomulag nokkuð rætt milli sjómanna og útgerðanna í síðustu samninga- lotu þeirra án þess að niðurstaða fengist um útfærsluna. Núverandi samningur þeirra rennur út í byrjun desember 2019. sveinn@frettabladid.is Sagðir leika leik til að rýra réttindi sjómanna Sjómannafélag Íslands og fulltrúi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segja tímabundna ráðningarsamninga til langs tíma óeðlilega. Það rýri réttindi sjómanna. Úrræðið sé leyfilegt til ákveðins tíma en útgerðir nýti sér það í óhófi. Frá mótmælum sjómanna á Austurvelli í Reykjavík vegna kvótafrumvarps fyrir sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við munum fara áfram með svona mál fyrir dómstóla fyrir okkar félagsmenn ef þurfa þykir. Einar Hannes Harðarson, for- maður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur SVEITARSTJÓRNARMÁL Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. Ákveðið var á fundi bæjarráðs síðastliðinn mið- vikudag að falla frá áformum um að bærinn reisti nýtt knatthús í Kapla- krika. Samþykkt var að bærinn keypti tvö knatthús af FH sem myndi reisa nýtt hús á eigin ábyrgð. Í tilkynningu sem bæjarfulltrúar minnihlutans sendu frá sér er farið fram á fund í bæjarstjórn vegna máls- ins. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi í miðju sumarleyfi þar sem einungis þrír af ellefu bæjar- fulltrúum hafi samþykkt hana. Skammur fyrirvari hafi verið á til- lögunni og verulega skort á gögn og upplýsingar. Þá er lögmæti ákvörðun- arinnar dregið í efa enda nái umboð ráðsins í sumarleyfi eingöngu til að tryggja eðlilega afgreiðslu mála í stjórnkerfinu en ekki til stefnumark- andi ákvarðana. – sar Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu SKIPULAGSMÁL Félagið Norðurturn- inn, eigandi samnefndrar turnbygg- ingar við Smáralind, hefur áfrýjað til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness sem sýknaði í síðasta mánuði Eignarhaldsfélagið Smára- lind, sem er í eigu Regins, og Kópa- vogsbæ af kröfum Norðurturnsins. N o r ð u r t u r n i n n krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að kvaðir hvíldu á lóðunum Haga- s m á ra 1 o g Hagasmára 3, við Norðurturninn og Smáralind, um samnýtingu bílastæða og frá- veitulagna og jafnframt um g a g n k v æ m a n u m f e r ð a r - rétt. Krafðist N o r ð u r - turninn viðurkenningar á því að sú kvöð veitti félaginu, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til þess að nýta bílastæði á lóðinni við Hagasmára 1. Auk þess krafðist Norðurturn- inn þess að deiliskipulag Smárans vestan Reykjanesbrautar yrði fellt úr gildi, en héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá dómi. R e g i n n hefur sagt að niður- staða dóms- m á l s i n s muni hafa ó v e r u l e g a fjárhagslega þ ý ð i n g u fyrir félagið. – kij Deilur um bílastæði koma til kasta Landsréttar Deilt er um nýtingu bílastæða við Norður- turninn. REYKJAVÍK Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í mál- efnum heimilislausra og utangarðs- fólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmuna- aðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vanda- mál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisat- hugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í mála- flokknum og sveitarfélög, þá sérstak- lega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heim- ilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefna- neyslu. Borgin mun kaupa gisti- heimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mán- aða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta sam- tal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðar- ráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notend- anna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarand- stöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru von- brigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi vel- ferðarráðs í dag.“ – jóe Segir lausnina vera lítinn plástur á stórt vandamál Fjölmennt var á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar en auk hagsmuna- aðila mættu einnig fulltrúar úr hópi heimilislausra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.