Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2018, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.08.2018, Qupperneq 12
HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega sjötíu manns hlaupa fyrir  góðgerðar- félagið Gleym mér ei í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka um næstu helgi og safna fyrir nýrri herferð og vitundarvakningu sem er ætlað að bjarga barnslífum.  Gleym mér ei er félag með þann tilgang að halda utan um sjóð sem notaður er til að styrkja ýmis mál- efni í tengslum við missi barns á meðgöngu eða í/eftir fæðingu. „Við stefnum á það að safna þrem- ur milljónum fyrir „Spörkin telja“, fyrirbyggjandi fræðsluherferð þar sem verðandi mæðrum er kennt að þekkja hreyfingar barnsins síns á seinni parti meðgöngu. Það hafa aldrei jafn margir hlaupið fyrir okkur,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, einn stofnandi félagsins.  Árið 2015 voru 10 andvana fæð- ingar á Íslandi. „Ef vel gengur, eins og til dæmis í Hollandi, væri mögu- lega hægt að bjarga sex börnum á hverju ári,“  segir Anna Lísa frá. „Þar í landi taka ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þátt í að fræða verðandi mæður. Hlutfall þeirra barna sem er áætlað að sé bjargað á hverju ári er um 60% og það má því með sanni segja að það er til mikils að vinna.“ Góðgerðar- félagið hefur unnið að fjölmörgum verkefnum frá stofnun þess fyrir um fimm árum. Til að mynda gefið kæli- vöggur til heilbrigðisstofnana. Kæli- vaggan gefur foreldrum barna sem hafa látist við fæðingu meiri tíma til að vera með barninu. Vaggan heldur líkama þess hæfilega köldum og því geta foreldrar haft barnið hjá sér í allt að tvo sólarhringa, í stað örfárra klukkutíma eins og áður. Félagið gaf síðast kælivöggu til útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur. „Þá geta foreldrar fengið að taka krílin með heim og eiga rólega stund með aðstandendum,“ segir Anna Lísa og segir þá þjónustu foreldrum að kostnaðarlausu. „Útfararstofan tekur á sig að aðstoða foreldrana en við gáfum þeim kælivögguna sem kostar rúmlega 400.000 krónur,“ segir Anna Lísa frá. Þá safnaði félagið fyrir endurbót- um á duftreit fyrir fóstur í Fossvogs- kirkjugarði í samstarfi við Kirkju- garða Reykjavíkur. Grafreiturinn er nú endurbættur og þykir prýði. Eitt af nýlegum verkefnum félags- ins er gjöf til foreldra sem missa börn á meðgöngu. Minningarkassi um barnið til að taka með sér heim. Brynja Ragnarsdóttir, fæðingar- læknir á kvennadeild LSH, fagnar átakinu. „Árangur af fræðslu um minnkaðar hreyfingar er studdur góðum rannsóknum. Fræðslan þarf að vera bæði til starfsmanna mæðra- verndar og til verðandi mæðra. Við styðjum átakið og tökum fullan þátt í því. Hér verður farið yfir alla verkferla,“ segir Brynja og segir að þótt tíðni andvana fæðinga sé lág á Íslandi sé til mikils að vinna. Hlaupa í minningu dóttur sinnar Matthías Friðriksson og Gerður Rún Ólafsdóttir eru á meðal þeirra sem hlaupa fyrir samtökin. Þau misstu dóttur sína, Líf Matthíasdóttur, fimm daga gamla. „Við höfum góða reynslu af sam- tökunum. Þau hjálpuðu okkur í janúar 2018 þegar við misstum dóttur okkar, Líf Matthíasdóttur. Hún var aðeins 5 daga gömul þegar hún lést. Gleym mér ei færði okkur minningarkassa sem innihélt ýmsa fallega og nytsamlega hluti sem komu sér vel á erfiðum tíma. Þau gáfu einnig Kvennadeild LSH kæli- vögguna sem við fengum afnot af eftir andlát Lífar,“ segir Matthías. „Við viljum leggja okkar af mörk- um til að heiðra minningu Lífar og styrkja þannig félagið til að hlúa enn betur að foreldrum sem missa börn á meðgöngu, í fæðingu eða nýbura. Hreyfing er góð leið til að dreifa huganum og liggur hún vel fyrir okkur svo að taka þátt í stærstu fjáröflun Gleym mér ei átti vel við,“ segir Gerður Rún. kristjanabjorg@frettabladid.is Bjarga barnslífum með fræðsluátaki Anna Lísa, einn stofnenda styrktarsjóðsins Gleym mér ei, í duftreitnum í Fossvogskirkjugarði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gerður Rún og Matthías heiðra minningu dóttur sinnar. 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 4.990.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M E N N E M M N N E M M N E M / S ÍA / / S ÍA / / S ÍA // S ÍA / N M 8 9 3 N M 8 9 3 8 9 3 N M 8 9 3 2 8 2 8 2 8 2 OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 Læknar, ljósmæður og heilbrigðisstarfs- menn munu taka þátt í nýju fræðsluátaki sem sannað þykir að bjargar barnslífum. Mæðrum verður kennt að þekkja hreyfingar barns síns á seinni hluta meðgöngu. Rúmlega sjötíu manns hlaupa og safna fyrir fræðsluátakinu. frettabladid.is Lengri útgáfa af greininni er á frettabladid.is 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.