Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúms- loftið. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbí- um var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Sam- kynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin rang- hugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólar- merkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fárán- legan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einka- mál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjöl- breytileikans – sigurhátíð okkar allra. Mikill léttir Eitt dularfyllsta mál sumarsins kann að eiga sér vís-indalegar skýringar.Ef þú lest þessar hugleiðingar yfir morgunkaffinu gætir þú enn litið sólmyrkvann sem sjáanlegur er í dag alls staðar á landinu ef vel viðrar. Um er að ræða deildar- myrkva þar sem tunglið hylur sólu að hluta og nær hann hámarki rétt fyrir klukkan níu. Mannkynið er sjálfhverf dýrategund sem staðsetur sig alla jafna í miðju alheimsins sé því komið við. Fyrir tíma tækni og vísinda, þegar sólin snerist enn í kringum manninn, tókum við sólmyrkva persónulega. Er himnarnir myrkvuðust hlaut það að hafa eitthvað með okkur að gera: kóngurinn var ekki að standa í stykkinu; guðirnir voru okkur reiðir; Jón og Sigga á næsta bæ áttu í framhjáhaldi; við lögðum okkur til munns ranga fæðu á röngum tíma. Grikkir til forna trúðu því að sólmyrkvi stafaði af því að guðunum mislíkaði hegðun þeirra; í Gamla testamentinu boðar sólmyrkvi dómsdag: „Á þeim degi – segir Drottinn Guð – vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.“ Sjálfhverf rangtúlkun á ráðgátum veraldarinnar ein- skorðast þó ekki við undur náttúrunnar. Pólitísk endastöð Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum. Í venjulegu árferði ættum við að vera stödd á síðari hluta gúrkutíðar. Einum manni er hins vegar svo fyrir að þakka að minna hefur farið fyrir gúrkunni í ár en oft áður. Þótt næstum mánuður sé liðinn frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum er hann enn í fréttunum. Í vikunni skammaði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að hafa boðið einum alræmdasta þjóðernissinna Norðurlanda til samkom- unnar. Sagði hann Steingrími bera að „biðj ast afsök un ar, standa upp úr stól sínum og hleypa öðrum að“. Steingrímur er eins og farþegi sem sofnaði í strætó og stígur vankaður út á pólitískri endastöð. Piu-málið hefði átt að vera skandall dagsins – mesta lagi vikunnar – en hefur nú undið svo upp á sig að fólk er farið að krefja Steingrím um afsögn. Steingrímur hefði þó hæglega getað kæft hneykslið í fæðingu með því einu að viðurkenna mistök. Ráðgáta sumarsins er þessi: Hvers vegna gerði hann það ekki? Eins og Grikkir til forna sem töldu sólmyrkvann snúast um þá sjálfa ákvað ég, í ljósi skorts á vísindalegum útskýringum, að túlka það sem svo að þvermóðska Stein- gríms snerist um mig. Af einskærri ósérplægni gerðist Steingrímur klappstýra fremsta rasista Norðurlanda af greiðvikni við alla álitsgjafa landsins; hann var að hlífa okkur við gúrkutíðinni. En í vikulok hrundi þessi heimsmynd mín. Rétt eins og sólmyrkvinn á Piu-málið sér vísindalegar skýringar. Pínlegt Ný rannsókn sem gerð var við háskólann í Iowa sýnir að hæfni okkar til að sjá villu okkar vegar dvínar með aldrinum. Þátttakendum í rannsókninni var gert að spila einfaldan tölvuleik sem fólst í því að þegar hringur birtist á jaðri skjás áttu þeir að forðast að líta á hann. „Góðu fréttirnar eru þær að hinir eldri leystu verkefnið jafnvel af hendi og þeir yngri,“ sagði Jan Wessel, prófessor í tauga- vísindum, um rannsóknina. Þegar þátttakendur voru fengnir til að meta eigin frammistöðu var raunin hins vegar önnur. „Við komumst að því að geta þeirra eldri til að koma auga á mistök sín er töluvert skert.“ Fólk undir þrítugu viðurkenndi mistök í 75% tilfella. Fólk yfir sex- tugu viðurkenndi mistök í aðeins 63% tilfella. Nauðsynlegt er þeim sem ætla að horfa á sólmyrkvann að skýla augum sínum með hlífðarbúnaði á borð við sólmyrkvagleraugu. Þegar aldurinn færist yfir fylgir þver- móðskan með – því sýnum við öll skilning. Svo pínlegt er hins vegar orðið að horfa upp á Steingrím standa einan á pólitískum berangri, skakandi klappstýrudúskum til heilla Piu Kjærsgaard að óskandi væri að hlífðarbúnaður væri fáanlegur sem verndaði augun fyrir þeirri skað- ræðissjón. Steingrímur og gúrkan 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.