Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 30
Matthew er banda-rískur og ólst upp í Flórída, bjó lengi í Los Angeles en er nú búsettur í Chic- ago. Hann hefur komið fram í dragi í nærri átján ár. „Ég byrjaði í kringum 15 ára aldurinn, en byrjaði að stunda það í atvinnuskyni í kringum 18 aldur, sem er nærri helmingur ævi minnar, því ég er nýorðinn 33 ára. Þannig að meirihlutann af lífi mínu hef ég komið fram í dragi,“ segir Detox. Hann segir að systir hans hafi, þegar þau voru yngri, oft gert grín að honum. „Systir mín sagði alltaf: „Hvað ætlarðu að verða? Þrjátíu ára gömul dragdrottning? Hver hefur nokkurn tíma heyrt um þrjátíu ára gamla dragdrottningu? En í dag horfir hún á mig og segir að hún hafi haft rangt fyrir sér,“ segir Matthew. Hann segir það þó alls ekki sjálfsagt að fá slíkt tækifæri og að þátttaka hans í Ru Paul’s Drag Race hafi opnað fyrir honum margar dyr. Finnst gaman að ferðast um heiminn og hitta aðdáendur sína Detox kom til Íslands í tilefni af Hinsegin dögum og tók þátt í drag- sýningunni „We like it like that“ sem haldin var í Gamla bíói síðasta þriðjudag. „Það er gott að fá tækifæri til að hitta aðdáendur sína og í hvert skipti sem ég fer á nýjan stað er það verulega skemmtilegt fyrir mig,“ segir Detox. Hann segir að sýningin hafi verið alveg frábær og hann hafi haft gaman af því að sjá dragið á Íslandi. Þetta var ekki hans fyrsta heimsókn til Íslands og hann hafi áður séð íslenska drag- sýningu. „Ég fór á sýningu á Kiki þegar ég var hérna í fyrra. Það er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við að vera á svona miklu ferðalagi, að ég fæ tækifæri til að sjá drag víða um heim, því það er svo ólíkt og hver staður hefur sinn sjarma. Allir sem komu fram á sýningunni á þriðju- daginn voru svo góðir, skemmtilegir og sætir,“ segir Detox. „Ég elska að vera á ferðalagi, það gefur mér tækifæri til að skoða og sjá heiminn og hitta alls konar skemmtilegt og spennandi fólk. Ég elska að koma fram og það er veru- lega gefandi að vera listamaður sem fær að ferðast um veröld víða og koma fram og kynna og sýna list sína. Það eru ekki margir sem eru svona lánsamir,“ segir Detox. Erfið en skemmtileg vinna að taka þátt í RuPaul’s „Ég veit ekki hvar ég væri án tæki- færisins sem ég fékk þegar ég tók þátt í RuPaul’s Drag Race. Velgengni og vinsældir þáttarins ollu algjörum straumhvörfum í mínum ferli,“ segir Detox. Hann hafði sótt um í fjölmörg skipti áður en hann loks komst inn sem þátttakandi. Í hverri þáttaröð eru um fjórtán þættir sem teknir eru upp á fimm til sex vikum. „Þetta var mjög mikil vinna, sér- staklega þar sem maður er algerlega einangraður og fjarri öllum vinum og fjölskyldu í heilan mánuð að vinna brjálað langa vinnudaga og er látinn framkvæma alls kyns klikkaða hluti. En það var mjög skemmtilegt og mikil áskorun. Sem ég kunni vel að meta því það fékk mig til að leggja mig allan fram í að verða betri í því sem ég geri,“ segir Detox í samtali við Fréttablaðið. Þættirnir eru byggðir upp eins og fjölmargir aðrir raunveruleikaþættir þar sem þátttakendur þurfa að ljúka einhvers konar þraut og eru síðan dæmdir eftir því hvernig þeir fram- kvæma hana. Dómararnir í RuPaul’s Drag Race eru yfirleitt ekki af verri endanum og meðal þeirra sem voru í uppáhaldi hjá Detox var hljóm- sveitin The Pointers Sisters og ein af aðaldómurunum, Michelle Visage. „Michelle er alltaf í miklu uppá- haldi, hún hefur mikla ástríðu fyrir dragi og elskar allt sem því tengist, auk þess sem hún þekkir heiminn vel,“ segir Detox. Áhrif þáttanna augljós á drag-menninguna Fyrsti þátturinn af RuPaul’s Drag Race var sýndur árið 2009 og hefur orðið æ vinsælli með hverju árinu sem líður. Í dag horfir um hálf millj- ón á þáttinn þegar hann er sýndur og hefur þáttaröðin hlotið fjölda Emmy-verðlauna. Detox segir að áhrifa þáttanna gæti augljóslega innan dragmenn- ingarinnar. „Þú getur séð áhrif Ru Paul’s Drag Race á hina ýmsu dragmenningu. Sums staðar er þátturinn það eina sem fólk hefur til að læra af og líta upp til. Þannig að í minni samfélög- um eru áhrif þáttanna meiri, sem er sérstaklega gaman fyrir mig. Þáttur- inn höfðar miklu meira til fjöldans í dag, sem er ótrúlega skemmtilegt fyrir okkur,“ segir Detox. Telurðu að vinsældir þáttanna hafi haft þau áhrif að drag-menning almennt sé viðurkennd og höfði til fólks? „Ég held að eftir því sem tíminn líður og fólk viðurkennir í meira mæli hinseginmenningu verði hún vinsælli og sveipuð meiri dýrðar- ljóma. Það verður betra fyrir okkur öll. Sérstaklega við þær pólitísku aðstæður sem við búum við í dag. Fólk leitar eftir því að flýja inn í eitt- hvað töfrandi og brjálað og hinsegin- menning getur þannig verið flótta- leið fyrir marga,“ segir Detox. Finnst þér það að einhverju leyti móðgandi, að fólk líti á þinn raun- veruleika sem flóttaleið frá sínum eigin veruleika? „Alls ekki. Ég lít svo á að ég sé í þjónustustarfi og það sé mitt starf að skemmta og gleðja fólk. Ég nota drag sjálfur sem flóttaleið, leið til að komast undan neikvæðni heimsins og skapa eitthvað fallegt og upp- lífgandi fyrir fólk,“ segir Detox. Hefur unnið með  Rihönnu og Keshu Að vera þátttakandi í Ru Paul’s Drag Race er þó langt frá því að vera það eina sem Detox er þekktur fyrir því hann er einnig söngvari. Söngkon- urnar Rihanna og Kesha réðu hann báðar til að koma fram sem Detox í tónlistarmyndböndum sínum. „Áður en Kesha varð eins fræg og hún er í dag fékk hún mig til að vera í tónlistarmyndbandi við lagið sitt Backstabber og við urðum mjög góðir vinir. Síðan þá hefur hún hringt í mig hvenær sem hún þarf á óðum klæðskiptingi að halda,“ segir Detox og skellir upp úr. Þau hafa haldið vinskap sínum síðan þá og í febrúar á næsta ári mun Detox koma fram á skemmtisiglingu sem Kesha er að skipuleggja á milli Tampa í Flórída og Bahamaeyjanna. Þar munu fleiri þekktar dragdrottn- ingar úr RuPaul’s Drag Race koma fram, eins og Thorgy Thor, Bob the Drag Queen og fleiri. Detox kom einnig fram í tveimur tónlistarmyndböndum fyrir söng- konuna Rihönnu, við lagið S&M og við lagið Disturbia. „Það var auglýst eftir „avant garde“ fólki og hæfileikaríku í tónlistar- myndband þannig að ég fór með nokkrum „stelpum“ í áheyrnarprófið og var svo heppinn að vera valinn. Á þeim tíma hugsaði ég : Ég er búinn að meika það! Þetta er frábært! Hún var svo svöl og einbeitt. Ég er enn að bíða eftir því að hún hringi í mig og bjóði mér að vera með í næsta tónlistar- myndbandi,“ segir Detox og hlær. Þó að Rihanna hafi ekki enn hringt þá þarf hann eflaust lítið að kvarta því margt er á döfinni hjá honum, og Detox, á næstunni. Hann heldur áfram að koma fram sem Detox víða um heim og á meðal næstu áfanga- staða eru Sviss, Bretland og Svíþjóð áður en hann getur farið heim til sín í smá frí. Einnig er í bígerð EP-plata og hann verður listrænn stjórnandi dansteitis á Brooklyn Bowl í New York í október. En hvaðan kemur nafnið Detox? Hann segir að hann hafi uppruna- lega komið fram undir nafninu Dita því hann hafi verið með Madonnu á heilanum þegar hún gaf út plötuna sína Erotica. „Ég var bara fimmtán eða sextán ára og hljóp trylltur um hinsegin klúbbana í Orlando. Ég átti bara eitt par af þykkbotna skóm sem ég datt iðulega um í stigum. Þá byrjaði fólk að kalla mig Detox. Síðan flutti ég til Los Angeles og Jackie Beat fór að  kalla mig Detox Icunt og hélt greinilega að það væri það sem ég kallaði mig. Ég leiðrétti það aldrei en sagði fólki bara að það mætti ráða hvað hvað það vildi kalla mig,“ segir Detox að lokum. Þátttakan í RuPaul’s breytti öllu Matthew Sanderson, eða Detox, er best þekktur fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþáttunum RuPaul’s Drag Race árið 2013. Einnig er hann þekktur fyrir sína eigin tónlist og hefur unnið með söngkonunum Rihönnu og Keshu. Detox var glæsileg að vanda í Gamla bíói síðasta þriðjudag áður en hún hitti aðdáendur sína og steig síðan á svið seinna um kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Detox í frumsýningarpartíi fyrir RuPaul’s Drag Race 2013. NORDICPHOTOS/GETTY SYSTIR MÍN SAGÐI ALLTAF: „HVAÐ ÆTLARÐU AÐ VERÐA? 30 ÁRA GÖMUL DRAGDROTTNING?“ Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is Sjá nánar á Fréttablaðið + Lengri útgáfu má lesa á frettabladid.is. 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.