Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 36

Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 36
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Rannsókn sem var unnin við London School of Economics gefur til kynna að sjónvarps- þættir og annað fjölmiðlaefni sem hampar frægð, lúxus og uppsöfnun auðs geti gert fólk líklegra til að vera á móti velferðargreiðslum og minnkað samkennd þeirra með fátækum. Rannsóknin birtist í rit- rýnda sálfræðitímaritinu Journal of Media Psychology. Skoðuðu viðhorf og fjölmiðlaneyslu Dr. Rodolfo Leyva rannsakaði svör 487 fullorðinna Breta á aldrinum 18-49 ára, sem voru valdir af handahófi, við vefkönnun sem var dulbúin sem próf á minni og athygli. Þátttakendum var skipt í tvo hópa. Öðrum hópnum voru sýnd- ar auglýsingar fyrir lúxusvörur, myndir úr slúðurblöðum af frægu fólki með dýrar vörur og blaða- fyrirsagnir sem fylgdu sögum af fátæku fólki sem varð ríkt. Hinn hópurinn fékk að sjá hlutlausar myndir eins og auglýsingar fyrir neðanjarðarlestakerfið í London, landslagsmyndir og blaðafyrir- sagnir um risaeðlur. Alls fékk fólk að sjá 12 myndir, hverja þeirra í fimm sekúndur. Báðir hóparnir fengu svo spurn- ingar sem könnuðu fyrst viðhorf þátttakenda til auðs, velgengni, ríkisaðstoðar og fátækra. Síðan voru lagðar fram spurningar sem könnuðu viðhorfin gagnvart því að ríkisvaldið hrindi í framkvæmd opinberum stefnum sem voru byggðar á raunverulegum stefnu- málum sem breska ríkisstjórnin hrinti í framkvæmd til að lækka skatta, minnka útgjöld ríkisins og gera umbætur á velferðarkerfinu. Ítarlegar rannsóknir höfðu sýnt að þessar stefnur höfðu neikvæð áhrif, bæði á velferðarstofnanir og styrkþega. Þátttakendur voru líka spurðir um hversu oft þeir horfðu á níu sjónvarpsþætti, þar á meðal The Apprentice, X-Factor, Keeping Up With the Kardashians og Made in Chelsea. Þeir voru einnig spurðir um lestrarvenjur sínar varðandi fimm slúðurblöð sem koma út daglega og flytja reglulega fréttir af ríku frægu fólki og tíu tímarit sem auglýsa lúxusvörur, eins og Vogue, Cosmopolitan, GQ og Esquire. Ein mínúta er nóg Rannsakendur segja að niðurstöð- urnar hafi sýnt að þeir sem horfðu reglulega á þætti eins og The Apprentice og X-Factor væru mun líklegri til að vera mjög á móti velferðargreiðslum og leggja meiri áherslu á efnishyggju en þeir sem horfðu bara á þá af og til. Það sýnir auðvitað bara fylgni, sem getur skýrst af því að fólk sem er á móti velferðargreiðslum og hrifið af efnishyggju hafi almennt svipaðan smekk, en niðurstöð- urnar sýndu líka að þeir, sem var sýnt fjölmiðlaefni sem hampaði efnishyggju, voru greinilega meira á móti velferðarkerfi og velferðar- aðgerðum en þeir sem sáu hlut- laust fjölmiðlaefni. Rannsakendur segja að það gefi til kynna að það sé orsaka- samband til staðar og að bara ein mínúta, með hléum, af athygli á fjölmiðlaefni sem hampar efnis- hyggju geti aukið andstöðu við velferðarkerfi. Þessi niðurstaða hefur vakið athygli og verður án efa umdeild. Minnkar samkennd með bágstöddum Í rannsóknarskýrslunni kemur fram að það sé mikið ýtt undir efnishyggju í vestrænum fjölmiðl- um og það auki neyslu, sem eykur hagvöxt. En burtséð frá efnahags- lega ávinningnum hafi þessi skila- boð fjölmiðla verið tengd ýmsum vaxandi vandamálum. Sálfræði- rannsóknir hafi sýnt að áherslan á efnishyggju í fjölmiðlum stuðli að brenglaðri líkamsmynd, dragi úr vellíðan barna og sé tengd aukinni streitu, kvíða og óánægju með lífið. Dr. Leyva, höfundur rannsókn- arinnar, segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að það að horfa á skilaboð fjölmiðla sem hampa efnishyggju dragi fram aukna efnishyggju og um leið andstöðu við velferðarkerfi. Hann segir að þættir eins og The Apprentice, Keeping Up With The Kardashians og X-Factor séu stútfullir af skila- boðum sem hampa efnishyggju og draga áhorfendur inn í glamúr- heim ríka og fræga fólksins. Þeir geti auðveldlega styrkt efnishyggju áhorfenda og litað viðhorf þeirra. Dr. Leyva segir að aukin áhersla á að efnishyggja skili hamingju sé til þess fallin að gera okkur sjálfmiðaðri og andfélagslegri og þar af leiðandi höfum við minni samkennd með þeim sem eru verr staddir. Hann segir að þessi rannsókn geti hjálpað til við að útskýra hvers vegna almenningur í Bretlandi er sífellt andsnúnari velferðarkerfi sem hjálpar fátækum og atvinnu- lausum, á sama tíma og bilið milli ríkra og fátækra breikkar, búsetu- kostnaður eykst og atvinna verður ótryggari. Þessarar sömu þróunar hefur einnig orðið mjög víða vart á Vesturlöndum og þessi sömu skilaboð eru ráðandi í fjölmiðlum á öllum Vesturlöndum. Efnishyggja fjölmiðla minnkar samkennd Rannsakendur við London School of Economics hafa komist að þeirri niðurstöðu að neysla á fjöl- miðlaefni sem hampar frægð, lúxus og uppsöfnun auðs geti minnkað samkennd fólks með þeim sem eru verr staddir og dregið úr stuðningi við velferðargreiðslur til fátækra og atvinnulausra. Rannsakendur hjá LSE segja að áhersla á efnishyggju í fjölmiðlum dragi úr samkennd og stuðningi við velferðargreiðslur. NORDICPHOTOS/GETTY Raunveruleikaþátturinn Keeping up With the Kardashians dregur áhorfendur inn í heim ríka og fræga fólksins og getur minnkað samkennd með fátækum. Rannsakendur segja að aukin áhersla á að efnishyggja skili hamingju geri fólk sjálfmiðaðra og andfélagslegra, með slæmum afleiðingum. Dr. Leyva, höfundur rannsóknarinnar, segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að það að horfa á skilaboð fjölmiðla sem hampa efnishyggju dragi fram aukna efnis- hyggju og um leið and- stöðu við velferðarkerfi. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.