Fréttablaðið - 11.08.2018, Side 52
Bakarí / Kaffihús
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í bakarí
frá kl. 7:30 -15:00.
Íslensku kunnátta skilyrði og
ekki yngri enn 20 ára.
Uppl. sendist á : sveinsbakari@sveinsbakari.is
BLÁMAR • ICELAND • WWW.BLAMAR.IS
BLÁMAR LEITAR AÐ JÁKVÆÐUM, ÖFLUGUM OG DRÍFANDI STARFSMANNI
Í SÖLU Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM Á ERLENDA NEYTENDAMARKAÐI.
Mikil tækifæri eru á neytendamarkaði fyrir sölu á íslenskum sjávarafurðum og er Blámar
komið vel af stað í þeirri vegferð. Viðkomandi þarf einnig að taka að sér tilfallandi verkefni
samhliða sölu líkt og reikningagerð, tollskjalagerð sem og aðra pappírsvinnu.
Hæfniskröfur:
• Góð íslensku og enskukunnátta
• Þekking á stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
• Mjög góð samskiptahæfni
• Jákvæður og drífandi
• Þekking á InDesign eða öðru sambærilegu forriti er kostur
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á blamar@blamar.is
Borgarbókasafnið | Verkefnastjóri stafrænnar þróunar
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Viltu taka þátt í að móta stafræna framtíð nýja bókasafnsins?
Inngangur:
Laus er til umsóknar 100% staða verkefnastjóra stafrænnar þróunar hjá Borgarbókasafninu.
Borgarbókasafnið hefur markað sér metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu, jafnt í miðlun sem og
þjónustu við gesti.
Verkefnastjóri heyrir undir þróunar- og þjónustudeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur
frumkvæði að og umsjón með þróun stafrænnar þjónustu hjá safninu
Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því
breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri þróunar- og þjónustu. Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi
stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október 2018.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir deildarstjóri, netfang: gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is,
s. 698 2466.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Verkefnastjóri leiðir alla vinnu við stafræna þróun og
nýsköpun á sviði þróunar og þjónustu, bæði við viðskiptavini
og samstarfsaðila.
Hann stýrir þeim fjölmörgu þróunarverkefnum sem ætlað er
að umbylta þjónustu í takti við breyttar áskoranir á starfs-
sviði safnsins.
Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sammerkt að styðja
við og þróa nýjar áherslur með hliðsjón af samfélagslegum
breytingum og tæknilegum framförum í stafrænni miðlun og
rafrænni þjónustu með áherslu á upplifun notenda.
Hæfniskröfur:
- háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi
- að lágmarki 3ja ára reynsla af verkefnastjórnun
- að kunna að vinna með eða þekkja til notendamiðaðrar
hönnunnar (design thinking)
- áhugi á stafrænni framþróun og hæfni til að setja sig inn í
nýja tækni
- gott vald á upplýsingatækni og vefmiðlun, skilningur á
gagnagrunnum og vefumsjónarkerfum
- metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og
sjálfstæði í starfi
- færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum
viðfangsefnum
- færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- íslensku- og enskukunnátta sem nýtist í starfi og geta til að
tjá sig í ræðu og riti, kunnátta í dönsku er kostur
Helstu verkefni og ábyrgð Hæfnikröfur
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Nánari upplýsingar