Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 57
Framhaldsskólinn
í Mosfellsbæ
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
óskar eftir að ráða sálfræðing í 50% starf.
Skólinn hefur áhuga á að bæta þjónustu við nemendur til að
stuðla að meiri vellíðan og betri árangri. Starfið er nýtt og mun
viðkomandi starfsmaður byggja það upp og þróa í samstarfi
við stjórnendur.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með starfsleyfi
sálfræðings sem hefur áhuga á að byggja upp sálfræði-
þjónustu fyrir nemendur innan skólans. Viðkomandi þarf að
hafa frumkvæði, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa
mikla samskiptafærni.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
viðkomandi stéttarfélags.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við auðlindir og
umhverfi í víðum skilningi og leggur áherslu á að vera í góðum
tengslum við umhverfi sitt, bæði hvað varðar listir og menn-
ingu, íþróttir og lýðheilsu og annað það sem einkennir mannlíf
í Mosfellsbæ. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði
þar sem í boði eru stúdentsbrautir, framhaldsskólabrautir
og sérnámsbraut. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum
skólans eru fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og
leiðsagnarnám.
Ráðið verður í stöðuna frá 10. september 2018.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu berast Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara
í netfangið gudbjorg@fmos.is eða Guðrúnu Guðjónsdóttur
aðstoðarskólameistara í netfangið gudrun@fmos.is.
Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Framhaldsskólinn í
Mosfellsbæ, Háholti 35, 270 Mosfellsbær.
Vakin er athygli umsækjenda á að samkvæmt lögum um
framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling
til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra
hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af
ráðningu getur orðið.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 27. ágúst 2018.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í
netfangi gudbjorg@fmos.is eða í síma 864-9729 og
aðstoðarskólameistari í netfangi gudrun@fmos.is eða í síma
845-8829. Á vef skólans www.fmos.is má einnig finna ýmsar
upplýsingar um skólann.
Skólameistari
Framhaldsskólinn í
Mosfellsbæ auglýsir
eftir sálfræðingi
ÉG VINN
MIKILVÆGASTA
STARF Í HEIMI
,,Starfið er fyrst og fremst
skemmtilegt út af börnunum. Það
er yndislegt að vinna með þessum
snillingum sem gefa mér svo mikið. Að
undirbúa börn fyrir framtíðina er það
mikilvægasta í heimi. Þau eru mínir bestu
vinnufélagar. Þetta er uppáhalds vinnustaðurinn minn
og hér hef ég eignast fullt af góðum vinum.“
Kristófer Nökkvi Sigurðsson
Forstöðumaður frístundaheimilisins Draumalandið
LANGAR ÞIG AÐ VINNA MEÐ
FRAMTÍÐ LANDSINS?
Skóla- og frístundasvið óskar eftir fólki til að vinna með börnum og
unglingum. Í boði eru fjölbreytt störf í öllum hverfum borgarinnar.
Undir skóla- og frístundasvið heyra:
• LEIKSKÓLAR
• GRUNNSKÓLAR
• FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐVAR
Nánari upplýsingar á
www.reykjavik.is/laus-storf/sfs
Vísir hf. óskar eftir að ráða
vélavörð á Jóhönnu
Gísladóttur GK-1076.
Jóhanna er línuveiðiskip með
beitningarvél. Nánari upplýsingar
gefur skipstjóri í síma 856-5780 eða á
heimasíðu Vísir
www.visirhf.is.
ÚLFSEY – HVOLSVÖLLUR - DREYFBÝLI
BÓKIÐ SKOÐUN
Einbýli 91.4fm á einstaklega fallegum stað á suðurlandi. Útsýni til
fjalla og Vestmannaeyja. Tvö svefnherbergi, fataherbergi, opið
eldhús og stofa, hiti í gólfum. Heitur rafmagnspottur og sólskáli
með rennihurðum. Húsinu fylgja 3.7 hektarar. Frábær eign fyrir þá
sem vilja njóta náttúrunnar og t.d.hestafólk. V. 28.7.M
Nánari upplýsingar veitir
SÍMI 512 4900 - HLÍÐARSMÁRI 2 - LANDMARK.IS
BÓKIÐ SKOÐUN
NADIA KATRÍN BANINE
Löggiltur fast.
nadia@landmark.is
sími 692 5002
Ný tækifæri,
nýjar áskoranir!
www.hagvangur.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 21 L AU G A R DAG U R 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8