Fréttablaðið - 11.08.2018, Side 74

Fréttablaðið - 11.08.2018, Side 74
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Mjög góður hamborgari með taco-kryddi. Grillað nautakjöt á teini. Þessir réttir eru svolítið hver úr sinni áttinni en eiga það þó allir sameiginlegt að vera sumarlegir og góðir. Það er alltaf skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt. Mexíkóhamborgari með nachos Hvernig væri að breyta aðeins til og útbúa hamborgara með mexíkósku ívafi? Það er gert með því að nota taco-krydd og nachos. Hamborgar- inn er borinn fram með tómötum og lárperumauki. Uppskriftin miðast við fjóra. 400 g nautahakk 1 poki taco-krydd 100 g rifinn ostur 1 msk. smjör til að steikja upp úr ef ekki er grill Heimagert nachos 3 litlar hveititortillur ½ msk. olía ¼ tsk. salt 1 tsk. paprikuduft Lárperumauk 1 lárpera ¼ tsk. salt ½ tsk. pipar Smávegis límónusafi Meðlæti Maísbaunir Sýrður rjómi Tómatar Hamborgarabrauð Til að gera tortilla-nachos: Klippið hverja tortillaköku í jafnstóra þrí- hyrninga. Raðið á bökunarplötu, vætið örlítið með olíu og kryddið með salti og paprikudufti. Bakið neðarlega í ofni við 160°C í 10 mínútur. Kælið. Lárperan þarf að vera mjúk svo hægt sé að stappa hana. Bætið lím- ónusafa saman við og bragðbætið með salti og pipar. Hrærið taco-kryddblöndunni saman við nautahakkið. Blandið rifnum osti saman við og mótið fjóra hamborgara. Steikið ham- borgarana á pönnu með bræddu smjöri eða grillið þá á útigrilli í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Hitið brauðin augnablik á grillinu eða í ofni. Setjið lárperumaukið undir ham- borgarann, síðan tómat og nachos yfir. Þá er þess getið í uppskriftinni að gott sé að mauka maísbaunir úr dós í matvinnsluvél saman við fjórar matskeiðar af sýrðum rjóma og bera fram með réttinum. Það má líka hafa beikon á borgaranum, allt eftir smekk. Sesarsalat með kjúkling Sesarsalat er heimsþekkt og löngu orðið klassískt. Það er salatsósan sem skiptir öllu máli í þessu salati og hana þarf að gera eftir upp- skriftinni. Hvort sem þér finnst ansjósur góðar eða vondar eru þær nauðsynlegar í sósuna. Uppskriftin miðast við fjóra. Það er hægt að hægt að hafa sesarsalat með eða án kjúklings. Hér er uppskrift þar sem kjúklingurinn er með. 4 brauðsneiðar 2 msk. olía 2 kjúklingabringur ¼ tsk. salt ¼ tsk. pipar 150 g beikon 1 haus romano- eða jöklasalat 50 g parmesanostur Dressing 2 eggjarauður 1 tsk. Dijon-sinnep 3 mjög smátt skornar ansjósur 1 hvítlauksrif, pressað Safi úr hálfri sítrónu 1½ dl olía 30 g parmesan ¼ tsk. salt ¼ tsk. cayenne-pipar Gerið dressinguna fyrst. Hrærið saman eggjarauðum, sinnepi, ansjósum, sítrónusafa og hvítlauk. Hellið olíunni varlega í mjórri bunu yfir og hrærið saman þannig að úr verði þykkari sósa, líkt og majónes. Bætið þá við einni lúku af rifnum parmesanosti og bragðbætið með salti og cayenne-pipar. Hitið ofninn í 220°C. Skerið brauðið í teninga og setjið á bök- unarpappír á bökunarplötu. Dreifið olíu yfir. Bakið í ofni í 15 mínútur og kælið síðan. Kryddið bringurnar með salti og pipar. Steikið þær á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið eða setjið á útigrill. Setjið lok á pönnuna og steikið áfram í fjórar mínútur eða þar til bringurnar eru fullsteiktar. (Ef bringurnar eru grillaðar úti ættu þær að vera í um það bil sex mínút- ur á hvorri hlið). Takið bringurnar af pönnunni og steikið beikonið þar til það verður stökkt. Leggið steiktar beikonsneiðar á eldhúspappír. Rífið salatið í grófa bita og leggið í stóra skál. Dreifið dressingunni yfir og hrærið allt saman. Dreifið brauð- teningunum yfir, því næst parmes- anosti, kjúklingabringunum sem hafa verið skornar í þunnar sneiðar og loks beikoninu. Gott er að setja nýmalaðan pipar yfir salatið. Nautagrillspjót með jógúrtsósu Í þessari uppskrift er notað gott nautakjöt sem er skorið í þykka bita sem settir eru á grillspjót. Þetta er mjög góð uppskrift fyrir helgina og uppskriftin dugar fyrir fjóra. 800 g gott nautakjöt Salt Grillsósa 1 dl tómatsósa ½ dl vatn 2 msk. rauðvínsedik 1 msk. instant kaffi 1 tsk. cayenne-pipar 1 tsk. kóríander, þurrkað 2 hvítlauksrif 4 msk. sólblómaolía ½ tsk. sykur ½ tsk. salt ½ tsk. nýmalaður pipar Jógúrt- og baunaídýfa 1 dós hvítar baunir (butterbeans) ½ smátt skorinn laukur 2 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1msk. ferskt minta, smátt skorin 100 g grísk jógúrt ½ tsk. salt ¼ tsk. nýmalaður pipar Gerið grillsósuna fyrst. Blandið öllu saman og smakkið til með sykri, salti og pipar. Skolið baunirnar undir rennandi vatni og þerrið. Setjið í matvinnslu- vél ásamt öllu öðru sem talið er upp í uppskriftinni. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið kjötið í 4 cm bita. Saltið. Leggið tréspjót í bleyti. Setjið um það bil 200 g af kjöti á hvert spjót. Hafið örlítið bil á milli bitanna svo hitinn komist í gegn. Grillið bitana í um það bil 20 mínútur og snúið reglulega. Berið fram með grillsósunni og bauna- og jógúrtídýfu. Það má líka pensla kjötið með grillsósunni meðan það er á grillinu en takið þá frá sósu til að hafa sem meðlæti. Snjallir réttir um helgina Helgin er loksins runnin upp og þá vilja flestir fá sér eitthvað gott að borða. Grillmatur er vinsæll og hér eru nokkrar hugmyndir að snjöllum réttum sem gaman gæti verið að bjóða gestum upp á. Viltu verða rekstrarfulltrúi? Nýtt tækifæri fyrir þig! Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut • Er langt síðan þú varst í skóla? • Hefur þig lengi langað að drífa þig í nám en ekki þorað? • Áttu slæmar minningar frá fyrri skólagöngu? Vel menntaðir og áhugasamir kennarar, góð aðstaða, mikil reynsla og afslappað andrúmsloft. Þessi braut veitir mörg tækifæri á vinnumarkaði og til frekara náms. Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut er þriggja anna braut með tengingu við vinnustaði. Aðaláhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Í lok námsins fá nemendur diploma sem rekstrarfulltrúi. Kennsla hefst í ágúst 2018. Nánari upplýsingar gefur Inga Karlsdóttir, fagstjóri í síma 594 4000/8244114 eða inga.karlsdottir@mk.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.