Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 81
viljanum og fólk kom með börn sín í
vinnuna ef það fékk ekki pössun, en
slíkt tíðkaðist ekki á mörgum öðrum
vinnustöðum í þá daga. Þetta var
sérstakt samfélag og þarna var mjög
samheldinn hópur sem skemmti sér
oft saman utan vinnu. Þarna voru
ýmsir ritstjórar og fréttastjórar, allt
frábært fólk, til dæmis Kjartan Ólafs-
son, Árni Bergmann, Einar Karl Har-
aldsson, Össur Skarphéðinsson, Vil-
borg heitin Harðardóttir, mamma
hans Marðar Árnasonar sem líka var
blaðamaður á Þjóðviljanum, Svavar
Gestsson, og svo hinn umdeildi
maður Ólafur Ragnar Grímsson.
Það kemur sumum kannski á óvart,
en það var mjög gott að vinna með
honum. Þá voru reglulegir fundir
í mötuneytinu með öllu starfs-
fólki blaðsins og Ólafur Ragnar var
mjög góður fundar stjóri sem sá
um að allir fengju að tala, ekki bara
sjálfumglaðir blaðamenn. Ég man
að Einar Olgeirsson kom stundum
í heimsókn. Það var eins og hann
væri með geislabaug, það var svo
bjart yfir honum. Hann var ákaflega
ljúfur maður.
Það má líka segja að þetta hafi
verið mitt umhverfi því pabbi var á
tímabili umboðsmaður Þjóðviljans
á Selfossi. Hann vildi samt aldrei
láta okkur systurnar bera blaðið út.
Ég hefði alveg verið til í það, því að
Þjóðviljinn borgaði best allra blaða
fyrir útburð og rukkun. En pabbi
vildi fá aðra í það. Hann hefur ekki
viljað láta það sjást eða berast út að
dætur hans væru að græða á því að
hann væri umboðsmaður blaðsins.“
Spurð um pólitískar skoðanir
sínar segir Andrea: „Á Selfossi var
talað um pabba minn, sem fæddist
árið 1919, sem kommúnista, eins og
það hét þá. Hann var vinstrisinn-
aður félagshyggjumaður, eins og ég.
Ég er vinstri sinnuð jafnaðarkona.
Misskipting auðs er glæpur og ekk-
ert annað. Baráttan snýst um réttláta
skiptingu þessa auðs.“
Erfitt að vera ungur
Andrea, sem verður sjötug á næsta
ári, hefur engar áhyggjur af að eld-
ast. „Þegar ég var krakki fengum við
systurnar oft sameiginlegar jólagjaf-
ir. Einu sinni fengum við spurninga-
spil og ein spurning þar hefur mér
alltaf þótt svo frábær: Hvað er það
sem allir vilja verða en enginn vera?
Svarið er: Gamall.
Mér finnst mjög eðlilegt að eldast.
Mér finnst líka gaman að vera til.
Ég hef engan áhuga á því að verða
aftur tvítug eða þrítug eða fertug,
ég myndi ekki nenna því. Það getur
verið mjög erfitt að vera ungur en
maður áttar sig kannski ekki á því
meðan maður er það.
Líkaminn er bara hjúpur og þótt
hjúpurinn eldist þá er maðurinn
sama manneskjan í huganum. Ég er
ekkert að hanga fyrir fram spegil, ég
sé hvernig ég er inni í mér. Maður
þroskast og breytist með árunum,
en er samt alltaf sama manneskjan.
Sjálf hef ég aldrei ætlað að verða
neitt sérstakt og held því bara
áfram.“
Hefurðu átt slæm tímabil í lífinu?
„Margir eiga líklega slæm tíma-
bil í lífi sínu en ég er svo heppin
að hafa ekki lent alvarlega í því. Ég
átti baslár í sambandi við að borga
af íbúðinni minni og hef oft verið á
brúninni fjárhagslega en hef reynt
að passa mig á því að fara ekki fram
af henni. Ég held reyndar að það
hafi verið auðveldara að semja um
skuldir áður en þessi ósiðlegu inn-
heimtufyrirtæki komu til sögunnar.
Ég hef aldrei tekið saman hvað ég
skulda mikið, svona til að halda
sönsum, en ég veit að það minnkar
alltaf.
Fyrir þremur árum byrjaði ég að
taka úr lífeyrissjóði og þá loksins
skapaðist frelsi til að þurfa ekki að
velta fyrir sér hverri krónu. Ég tala
ekki illa um lífeyrissjóðina, þeir eru
frábær hugmynd. Ég get hins vegar
talað illa um yfirbygginguna og
ofurlaun þeirra sem eru yfir þeim.“
Lifir í núinu
Þú virkar sem mjög róleg manneskja,
hefurðu mikið jafnaðargeð?
„Já, en ég get orðið snöggreið og ég
er langrækin, samt ekki yfir hverju
sem er. Ef mér finnst ég ekki geta
treyst fólki lengur þá er það bara
þannig. Ég reyni samt að láta það
ekki bitna á viðkomandi og tala við
hann þótt ég treysti honum ekki
eins og áður.“
Spurð hvort hún hafi einhvern
tímann glímt við þunglyndi eða
depurð segir hún: „Þunglyndi er
í föðurættinni og ég á það til en
ekki hræðilega. Það brýst fram í
framkvæmdaleysi og því að nenna
ekki að svara í símann eða fara til
dyra. Um leið veit ég að lífið heldur
áfram og að þessi þungi er bara inni
í mér. Stundum er þetta bara and-
leg þreyta. Ég hef alltaf unnið á fjöl-
mennum stöðum og stundum þegar
ég kem heim vil ég vera ein. Ég held
að það sé mjög eðlilegt.
Við förum öll upp og niður í and-
legri líðan. Öll með geðhvarfasýki í
misjöfnum skömmtum. Það er ekk-
ert óeðlilegt við það. En sum okkar
þurfa hjálp ef sveiflurnar verða of
miklar.“
Nú þegar þú ert að eldast, horfirðu
þá stundum til baka og gerir upp
hluti úr fortíðinni?
„Ég lifi í núinu. Mér finnst fyndið
allt þetta núvitundartal upp á síð-
kastið, eins og núvitund sé eitthvað
nýtt. Mér finnst hún alltaf hafa verið
til. Ég held einmitt að fólk hafi lifað
af vegna þess að það var með núvit-
und. Það er ekki hollt fyrir sálina að
hafa áhyggjur af framtíðinni. Ég er
ekki forlagatrúar, en mér finnst að
eitt taki við af öðru í lífinu án þess
að maður þurfi mikið að vera að
skipuleggja það.
Ég held að maður byrji að líta til
baka þegar foreldrar manns deyja.
Ég var reyndar orðin fimmtug þegar
pabbi dó og það var nokkur aðdrag-
andi að því, og svo þegar mamma
dó fimm árum seinna þá var eins og
það kæmi gat í mig. Nú er ég orðin
fullorðna manneskjan og ber ábyrgð
á öllu, börnum og barnabörnunum.
Ekki hægt lengur að hringja í þau
spyrja um álit á hinu og þessu. Þau
voru að vísu mjög afskiptalaus.
Algjört sómafólk.“
Ekki blaðskellandi í einkalífinu
Andrea á eina dóttur, Laufeyju.
„Hún fæddist árið 1974, þá var ég
25 ára. Ég á hana með vini mínum
frá Selfossi, Labba í Mánum. Við
vorum svo sem ekkert saman en
okkur hefur alltaf samið vel og hann
er hinn fínasti afi. Mér finnst að
enginn eigi að eiga barn fyrr en að
minnsta kosti þrítugur, maður hefur
varla vit til þess fyrr. Það sem hjálp-
aði mér var að Laufey var afskap-
lega þæg, ég hef aldrei hitt þægara
barn. Það er merkilegt að fylgjast
með ungbarni, manni finnst eins og
það sé óskrifað blað, en svo kemur
karakterinn smám saman í ljós. Það
er mjög spennandi að fylgjast með
því. Ég eignaðist líka uppeldisson
árið 1985, hann Áka, sem var eins
fjörugur og Laufey var róleg. Áki
er doktor í sjávarlíffræði og Laufey
stjórnmálafræðingur. Laufey á þrjú
börn, Mayu Andreu, Töru og Aran.
Ég er forrík.
Ef fólk getur ekki eignast börn af
einhverjum ástæðum þá á það ekki
að hika við að ættleiða þau. Maður
elskar börnin alveg jafn mikið þótt
maður hafi ekki fætt þau sjálfur.“
Andrea, sem er samkynhneigð er
spurð hvenær hún hafi gert sér grein
fyrir því.
„Ég vissi það eiginlega alla tíð en
var ekkert að tala um það. Þetta
er svo langt síðan og þá var ekkert
talað um kynlíf yfirhöfuð, hvers
kyns sem það var. Ég hef til dæmis
aldrei komið út úr skápnum. Ég
sagði vinum mínum frá því og var
bara ég sjálf. Ég er líka róleg týpa
þannig að ég er ekki blaðskellandi
í einkalífinu frekar en öðru.“
Hvernig tóku foreldrar þínir því að
þú værir samkynhneigð?
„Ég var einhvern tíma í við-
talsþætti hjá Árna Þórarinssyni
á Rás 2. Ég man ekki hvenær það
var, kannski fyrir 30 árum. Í huga
mínum rennur tíminn alltaf saman
og lífið er eins og fljót sem rennur
áfram. Í þættinum spurði Árni út
í kynhneigð mína og ég svaraði
honum í rólegheitum. Þátturinn
var tekinn upp fyrir fram, en þegar
upptökunni var lokið sagði ég Árna
að ég hefði aldrei sagt foreldrum
mínum að ég væri samkynhneigð,
en ég héldi að þeir vissu það. Ég
sagðist verða að hringja í þau og
bað hann að senda þáttinn ekki
út fyrr en ég væri búin að því. Ég
hringdi í þau en þau svöruðu ekki
og þá hringdi ég í systur mína á Sel-
fossi og sagði: Heldurðu að þau viti
ekki örugglega að ég er samkyn-
hneigð? Hún sagði: Æ, ég skal bara
fara og tala við þau. Hún fór og sagði
þeim þetta og þá sagði pabbi: Hún
má vera það sem hún vill, þetta er
hennar líf. Auðvitað vissu þau þetta.
Þeim fannst ekkert athugavert við
samkynhneigt fólk en voru af þeirri
kynslóð sem vildi ekki endilega vera
mikið að tala um kynhneigð fólks.“
Núna býrð þú ein, hefurðu átt
stóra ást í lífinu?
„Já, já.“
Eina stóra?
„Ég veit ekki hvort ég ætti að vera
að telja þær. Mér finnst það svo
dónalegt!“
Af hverju entust sambönd þín
ekki?
„Hlutir entust í einhvern tíma.
Þótt ég sé geðgóð þá er ég einfari í
mér og það er erfitt fyrir viðkom-
andi. Mér finnst best að búa ein.
Ég er samt alls ekki ein því barna-
börnin eru mikið hjá mér. Mið-
barnabarnið vill endilega að ég fái
mér kött af því ég sé alltaf ein. Ég hef
verið með ketti sem voru skildir eftir
hjá mér en eftir að sá síðasti dó hef
ég ákveðið að þeir verða ekki fleiri.“
Fordómaleysi þjóðarinnar
Gleðigangan er í dag, laugardag, og
Andrea hefur fyrir venju að fara
þangað. „Ég var þar til dæmis einu
sinni í flottri, pólitískri göngu með
Páli Óskari okkar. Kannski er ég
bara sveitaleg, en mér fannst lang-
skemmtilegast þegar gangan fór
niður Laugaveginn. Gangan er samt
alltaf glæsileg. Það er frábært hvað
Íslendingar hafa tekið henni vel.
Viðtökurnar endurspegla fordóma-
leysi þjóðarinnar.
Sumum finnst erfitt þegar einhver
þeim nákominn kemur út úr skápn-
um og þá þarf að gefa þeim smátíma
til að ná áttum. Sumir eru reyndar
algjörir þverhausar og skammast sín
fyrir það að barnið þeirra sé sam-
kynhneigt. Það er akkúrat ekkert
til að skammast sín fyrir. Maður á
að vera glaður ef barnið manns er
ánægt.“
„Sjálf hef ég aldrei ætlað að verða neitt sérstakt og held því bara áfram,“ segir Andrea. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN
ÞUNGLYNDI ER Í FÖÐUR-
ÆTTINNI OG ÉG Á ÞAÐ
TIL EN EKKI HRÆÐILEGA.
ÞAÐ BRÝST FRAM Í FRAM-
KVÆMDALEYSI OG ÞVÍ AÐ
NENNA EKKI AÐ SVARA
Í SÍMANN EÐA FARA TIL
DYRA.
ÞÁTTURINN VAR TEKINN
UPP FYRIR FRAM, EN
ÞEGAR UPPTÖKUNNI VAR
LOKIÐ SAGÐI ÉG ÁRNA AÐ
ÉG HEFÐI ALDREI SAGT
FORELDRUM MÍNUM AÐ
ÉG VÆRI SAMKYNHNEIGÐ,
EN ÉG HÉLDI AÐ ÞEIR
VISSU ÞAÐ.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8