Fréttablaðið - 11.08.2018, Page 86

Fréttablaðið - 11.08.2018, Page 86
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur G. Sigurðsson varð bráðkvaddur að heimili sínu þann 6. ágúst sl. eftir langa og farsæla ævi. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Theodóra Thorlacius Jórunn Thorlacius Sigurðardóttir Sigurður Ingólfsson Þórarinn Ingólfsson Oddur Ingólfsson Hildur Ingólfsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Stefanía Guðmundsdóttir Fífuhvammi 35, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn 1. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Guðbjörg Edda Guðmundsdóttir Finnbogi Geir Guðmundsson Laufey Ósk Guðmundsdóttir Jóhann Davíðsson Jón Már Guðmundsson Julieta Arante og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Þorbjörg Laxdal Marinósdóttir Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 3. ágúst sl. Útför fer fram frá Seltjarnarnes- kirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Halldór Hreinsson Arndís Frederiksen Guðbjörg Hreinsdóttir Juan Guerrero Hildur Sif Hreinsdóttir Svavar Björgvinsson Sigfríður L. Marinósdóttir Grétar L. Marinósson Karl L. Marinósson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Magnea Ólöf Finnbogadóttir Droplaugarstöðum, áður Langagerði 50, Reykjavík, lést fimmtudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Runólfur Þorláksson Anna Grímsdóttir Sigríður Þorláksdóttir Guðjón M. Jónsson Finnbogi Þorláksson Katrín Eiðsdóttir Agnar Þorláksson Kristín Rut Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Einarsson flugumferðarstjóri Espigerði 4, Reykjavík, lést laugardaginn 4. ágúst sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Una Ásgeirsdóttir María Marta Einarsdóttir Kristín Einarsdóttir Jón Ásgeir Einarsson Sólveig Gyða Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hallgrímur Guðjónsson fyrrv. bóndi, Hvammi, Vatnsdal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Rósa Hallgrímsdóttir Gísli Ragnar Gíslason Þuríður Kr. Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Jónsson Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Árnason rithöfundur og þýðandi, Grundarstíg 12, Reykjavík, sem lést laugardaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13. Árni Kristjánsson Þórarinn Kristjánsson Alda Arnardóttir Eyjólfur Kjalar Emilsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTF FA HAFNARFJARÐAR ÚTFARAR F síðan 1996 VIRÐING Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Það er geggjað að verða fimm-tug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ung- dómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamóta- mynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýning- arviku í Frakklandi og er enn í Háskóla- bíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfs- vettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heim- inum.“ Hún  kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tíma- mótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“ gun@frettabladid.is  Stefni að því að verða 98 Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, leikstjóri og brátt prófessor verður fimmtug á morg- un og seinni hálfleikurinn hefst þá formlega. Hún er þegar búin að fagna tímamótunum. Halldóra Geirharðsdóttir kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R36 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.