Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 95

Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 95
 Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 11. ÁGÚST 2018 Viðburðir Hvað? Listamenn á Langanesi Hvenær? 15.00 Hvar? Sauðaneskirkja Hópur listamanna hefur skipu- lagt vinnustofudvöl á Langanesi í samvinnu við Langanesbyggð sem lýkur með listviðburðum um helgina, 11.-12. ágúst. Alls hafa þrettán listamenn dvalið á svæð- inu en verkefnið er skipulagt af fjórum listamönnum. Markmiðið með dvölinni er að skapa rými fyrir tilraunamennsku, hugmynda- flæði og búa til nýjar tengingar milli fólks og lands. Verkefnið er nefnt eftir röstinni út við Font á Langanesi. Meðal viðburða eru tónleikar, samsýning listamanna í Sauðaneshúsi ásamt hugbúnaðar- hljóðinnsetningu eftir Freyju Eilíf í Sauðaneskirkju sem verður opnuð laugardaginn 11. ágúst klukkan 15.00 og dagslangur gjörningur Hildar Ásu Henrýsdóttur í sund- laug Langanesbyggðar sunnu- daginn 12. ágúst. Hvað? Reykjavík Food Festival Hvenær? 16.00 Hvar? Skólavörðustígur Matarmiðar verða seldir í miða- sölutjöldum sem staðsett verða á nokkrum stöðum á Skólavörðu- stígnum. Miðaverð er 3 miðar á 1.000 kr. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða, lifandi tón- list og ýmislegt fleira sem mun gera hátíðina að sannkallaðri veislu fyrir augu og eyru, sem og auðvitað bragðlaukana! Veitinga- staðirnir sem munu kokka upp og framreiða krásirnar eru Kol, Kola- brautin, Sjávargrillið, Ostabúðin, Sakebarinn, Krua Thai og Rib With in – Bacon Guru/Stjörnugrís. Hvað? Opnun sýningar Nínu Gauta Hvenær? 16.00 Hvar? Tryggvagötu 17 Sýningin er opin alla daga nema mánudag frá kl. 14 -18 til 12. ágúst. Hvað? Myndlistarsýning | Söngvar sálarinnar Hvenær? 15.00 Hvar? Bókasafn Kópavogs Alexandra Martini sýnir draum- kenndar olíumyndir sem lýsa þörf hennar til að tjá innri tilfinningar. Hún sækir innblástur í reynslu sína af því að vera kona í nýju landi og í gegnum listina fjallar hún um kynþætti, tungumál, ein- manaleika og kraft kvenna þegar á móti blæs Hvað? Golfmót Liverpool klúbbsins Hvenær? 07.30 Hvar? Hlíðavöllur Skylda er að vera vel merktur Liverpool Football Club í mótinu, mótsstjórn er heimilt að vísa mönnum frá séu menn ómerktir eða „illa“ merktir. Mótið er punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf er 24 hjá körlum en 28 hjá konum. Sunnudagur 12. ÁGÚST 2018 Viðburðir Hvað? Vegan Festivalið Hvenær? 12.00 Hvar? Þórsplanið Samtök grænmetisæta á Íslandi og Vegan samtökin standa fyrir Vegan Festivali á Thorsplani í Hafnarfirði sunnudaginn 12. ágúst. Það verða grillaðar vegan- pylsur ásamt öllu meðlæti til styrktar samtökunum og einnig munu ýmsir aðilar bjóða upp á veganvörur og veitingar til sölu bæði á torginu og í verslunum í kring. Heimsþekkta Vegan drag- drottningin Honey LaBronx mun sjá um að halda uppi stuðinu! Hvað? Kampavínssmökkun Hvenær? 17.00 Hvar? Port 9, Veghúsastíg Hvað? Sambahátíð í Selárdal Hvenær? 12.00 Hvar? Listasafn Samúels Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað vorið 1998 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Félagið hefur í hátt á annan áratug sinnt viðgerðum á lista- verkum og byggingum Samúels. Gerhard König myndhöggvari hefur frá upphafi verið verkstjóri viðgerðanna. Sjálfboðaliðar frá hátt í tuttugu þjóðlöndum hafa komið að verkefninu, undanfarið með stuðningi Vesturbyggðar. Smakk á kampavíni og smáréttum. Verðið er 10.000 kr. á mann. Hvað? Klappstýrunámskeið Hvenær? 15.00 Hvar? Primal Ísland Á námskeiðinu kennir finnski klappstýruþjálfarinn Ismo Kor- honen grunnatriði klappstýru- trixa, kennir akrótrix fyrir smærri og stærri hópa og kynnir okkur klappstýruheiminn. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri að framkvæma hinar áhættu- sömu listir á öruggan hátt og geti að námskeiðinu loknu haldið æfingum áfram sjálfstætt. Hvað? Sápukúluvinnustofa Hvenær? 13.00 Hvar? Hönnunarsafn Íslands Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni, arkitekt og stærð- fræðingi, afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúr- unnar. Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönn- unarsafni Íslands bjóða hönnuð- irnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þátttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins. KÓRSTJÓRI ÓSKAST! voxfeminae@voxfeminae.is Umsókn voxfeminae.is Kvennakórinn Vox feminae Kynntu þér frábær skólatilboð á snjöllum græjum í næstu verslun eða á vodafone.is Ertu til? Framtíðin er spennandi. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 45L A U G A R D A G U R 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.