Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 2
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Óska eftir degi í Elliðaám. Bjarni Júlíusson formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur. FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜18 HELGIN 22➜48 SPORT 70➜72 MENNING 58➜78 Hrönn Sveinsdóttir, kvikmyndagerðar- maður og framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, greindi frá bernskubrekum þegar hún rudd- ist við þriðja mann inn til barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar á gamlársnótt 1993 og gekk í skrokk á honum og píndi næturlangt. Erna Agnarsdóttir og María Haralds- dóttir tóku á laun upp samtal við Karl Vigni Þorsteinsson þar sem hann játaði á sig kynferðis brot á börnum. Upptökurnar urðu síðan grunnurinn að frekari umfj öllun um málið. Ásgeir Trausti komst enn á ný í sviðsljós fj ölmiðla þegar gerðar voru upp sölutölur síðasta útgáfuárs. Í ljós kom að hljómplata hans, Dýrð í dauðaþögn, er söluhæsta frum- raun íslensks tónlistarmanns frá upphafi . Karl Vignir Þorsteinsson barnaníðingur hefur verið þungamiðja fréttafl utnings og umfj öllunar um barnaníðinga í vikunni. Boltinn tók að rúlla með nýrri umfj öllun Kast- ljóssins um voðaverk hans og hálfrar aldar brotaferil. FIMM Í FRÉTTUM BARNANÍÐ OG BARSMÍÐAR ➜ Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, þurft i í vikunni að svara fyrir ýmis mál tengd spítalanum, þar á meðal vanda vegna myglusvepps í elstu byggingum spítalans og uppsagnir hjúkrunarfræðinga. STANGVEIÐI Formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur var meðal þeirra sem ekki fengu úthlutað veiðileyfi í Elliðaánum næsta sumar þegar dregið var úr umsóknum. „Óska eftir degi í Elliðaám, tölvu- ófétið hafnaði mér,“ skrifaði Bjarni Júlíusson, tölvunarfræðingur og for- maður Stangaveiðifélagsins, inn á Facebook-síðu SVFR eftir dráttinn sem hann sjálfur stýrði á fimmtu- daginn. „Ég ætla að gera það að til- lögu minni á næsta stjórnarfundi að þessi asni sem forritaði þennan útdrátt verði rekinn,“ bætti hann við síðar á léttum nótum. Hópur félagsmanna SVFR fylgd- ist með þegar Bjarni lét tölvu velja úr umsóknum þeirra sem sóttu um veiði fyrir hádegi í júlí næsta sumar í Elliðaánum. Langmesti umsóknar- þunginn var á þessar morgunvaktir. Á sumar vaktirnar voru umsókn- irnar fimmfalt fleiri en stangirnar sem voru í boði. Fengu því færri en vildu. Hlutir æxluðust þannig að af þeim sem þáðu boð stjórnar SVFR og voru viðstaddir dráttinn fengu fæstir úthlutun. Þótt stemningin að því leyti hefði getað verið betri voru menn þó almennt ánægðir með að þessari aðferð var beitt. Þess utan er ekki öll nótt úti enn fyrir þennan tiltekna júlímorgna-hóp því nú mun árnefnd Elliðaánna taka við að úthluta öllum öðrum vöktum sum- arsins. Talsvert mun vera laust á þær vaktir. Þess má geta að tæknileg útfærsla tölvudráttarins var útskýrð fyrir þeim sem voru í salnum að því er segir á vef Stangaveiðifélagsins. „Var það sem hebreska í eyrum flestra,“ segir á svfr.is. gar@frettabladid.is „Ófétið hafnaði mér,“ segir formaður SVFR Boðið var upp á þá nýbreytni hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að hafa opið hús og láta tölvu draga úr miklum fjölda umsókna um morgunvaktir í Elliðaánum í júlí. Formaður félagsins stýrði útdrættinum en varð úti í kuldanum eins og margir. BJARNI JÚLÍUSSON Tölvan hafnaði Bjarna Júlíus- syni, formanni SVFR. SPENNA Í SALNUM Nokkrir félagsmenn þáðu boð um að vera viðstaddir drátt um veiðileyfi í Elliðaánum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Meðal þess sem lögreglan rannsakar í tengslum við mál Karls Vignis Þorsteins- sonar er hvort hann hafi átt í sam- skiptum við aðra barnaníðinga í gegnum tíðina í þeim tilgangi að skiptast á upplýsingum eða efni. Lögreglan lagði hald á ýmis gögn í húsleit hjá Karli Vigni fyrr í vik- unni, en þau eru nú til rannsóknar. Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar, segir lögregluna ekki hafa haft neinar spurnir af Karli Vigni síðan árið 2007, fyrr en Kastljós lét upptökur af honum þeim í té. Tveir til viðbótar lögðu fram kæru gegn Karli Vigni í gær og eru þá formlegar kærur gegn honum vegna ófyrndra brota orðn- ar fimm talsins. Um er að ræða einstaklinga yfir átján ára aldri af báðum kynjum. Ljóst er að brotin eru greinilega ekki fyrnd og frek- ar nýleg, eins og Björgvin orðar það. Hann segir Karl hafa verið sam- vinnuþýðan í skýrslutökum, en hann hefur ekki verið yfirheyrð- ur síðan hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á þriðjudag. Nú vinnur lögregla að því að yfirheyra vitni og þolendur. Fleiri þolendur brota Karls Vignis hafa haft samband við lög- reglu undanfarna daga en talið er að mál þeirra séu fyrnd. „Við eigum eftir að skoða þau mál. Svo það er margt í farvatn- inu,“ segir Björgvin. „Rannsókn- inni miðar ágætlega. Þetta er umfangsmikið mál og við verðum að stíga varlega til jarðar og gaum- gæfa alla þætti málsins.“ - sv Fimm kærur frá fullorðnum einstaklingum vegna ófyrndra brota Karls Vignis: Athuga tengsl við aðra níðinga ÚRSKURÐAÐUR Í GÆSLUVARÐHALD Lögregla segir Karl Vigni hafa verið sam- vinnuþýðan í yfirheyrslum undanfarna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jóga Golf Andlegi hluti golfsins er ekki síður mikilvægur en sá líkamlegi til þess að sem bestur árangur náist. Skráning í síma 772 4950 eða gudjon@sveinsson.is www.sveinsson.is Guðjón Sveinsson jógakennari verður með námskeið í golf jóga sem hefst 17. janúar næstkomandi, kl 19:15 og verður haldið í Fram-heimilinu, Safamýri Ég get af eigin reynslu heilshugar mælt með þessu námskeiði Sveinn Jónsson Ég náði upp meiri styrk og jafnvægi, lærði árangurs ríkari öndun, réttara hugarfar og betri einbeitingu eftir námskeiðið. Það að stunda GOLF-YOGA tel ég að hafi bætt mig í golfi. Ragnar Gíslason Þetta námskeið gaf mér mjög mikið, bæði hvað varðar styrkingu líkamans og slökun. Það gaf mér líka nýja sýn á markmiðasetningu og aukna ánægju af golfleik  sem síðan leiddi til lækkandi forgjafar. Mæli hiklaust með því. Kolbrún Stefánsdóttir GILDRAN 12 Þorsteinn Pálsson um gildru gjaldeyrishaft a. OLÍULEITARLEYFI Á DREKASVÆÐINU 16 Steingrímur J. Sigfússon um olíuvinnslu. BERRÖSSUÐ BÍRÆFNI– LÍF AÐ LÁNI 18 Guðrún Jónsdóttir um skáldsögu Hallgríms Helgasonar. STJÖRNURNAR Á HM Á SPÁNI 72 Fréttablaðið skoðar í dag þá leikmenn sem verða í mesta sviðsljósinu á HM í handbolta sem hófst í gærkvöldi. Danskir og franskir leikmenn verða áberandi á mótinu. ÞAKKLÁT FYRIR AÐ VERA LEIKKONA 22 Ilmur Kristjánsdóttir rifj ar upp kynnin af Ástríði. EFTIRMINNILEGUSTU SIGRARNIR 26 Ferill Íslendinga á HM í handbolta. OFBELDI ÞAGNARINNAR 28 Hvað veldur því að kynferðisbrot hafa verið látin liggja í þagnargildi og hvers vegna stíga sífellt fl eiri fram til að segja sögu sína? FÆRRI TREYSTA STJÓRNMÁLAFLOKKUM 34 Sjálfstæðisfl okki er best treystandi til að hafa forystu í mikil- vægum málafl okkum að mati landsmanna. EIN HEILD ÚR MÖRGUM ÞÁTTUM 58 Björk Viggósdóttir og Ingólfur Arnarsson sýna í Hafnarborg. SÚPUR Í VETRARKULDANUM 62 Uppskrift ir að fj órum góðum súpum. SPIELBERG OG ÓSKARINN 64 Steven Spielberg er á bak við 122 tilnefningar til Óskarsverðlaunanna. LÁRA RÚNARSDÓTTIR 66 Með tvo umboðsmenn í London. TÍSKUBÓLUR 2013 42 Nokkur tískutrend vetrarins halda velli í sumar. SKÍÐATÍMABILIÐ HAFIÐ 44 KRAKKAR 46 KROSSGÁTA 48 UMHVERFISSLYS BLASIR VIÐ Í KOLGRAFAFIRÐI 4 NAUÐSYNLEGT AÐ FRÆÐA BÖRNIN UM KYN- FERÐISLEGT OFBELDI 6 „Þetta er nú ekkert óvenjulega mikið af málum sem bíður af- greiðslu.“ 8 Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. MISNOTAÐI HUNDRUÐ MANNA Á HÁLFRI ÖLD 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.