Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 88
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA MYNDASÖGUR PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. lingeðja, 6. gyltu, 8. vafi, 9. munda, 11. stöðug hreyfing, 12. tala, 14. akstursíþrótt, 16. í röð, 17. að, 18. rekkja, 20. til dæmis, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. lofttegund, 3. tveir eins, 4. ágrip, 5. reik, 7. hliðarspor, 10. angra, 13. hnoðað, 15. rotnunarlykt, 16. stjórnpallur, 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. meyr, 6. sú, 8. efi, 9. ota, 11. ið, 12. númer, 14. rallý, 16. bd, 17. til, 18. rúm, 20. td, 21. úran. LÓÐRÉTT: 1. óson, 3. ee, 4. yfirlit, 5. rið, 7. útúrdúr, 10. ama, 13. elt, 15. ýlda, 16. brú, 19. ma. Þrándur! James Þrándur! Pondus! Gaman að hitta þig! Páll! Gott að sjá þig og til haming ju með 58 ára afmælið um daginn, James Þrándur! Já... takk fyrir það! 58 ár! Hugsaðu þér! Það er álíka langt síðan að þeir byrjuðu að brugga þetta viskí í tunnum! Gjörðu svo vel! Það er hugsanlegt að við séum úr leik, strákar! Gæti táningurinn minn verið meira pirrandi? Takk fyrir heilræðið, pabbi... hvernig sem það var. Finnst ykkur þetta ekki frábær félagsmiðstöð? Ja hérna hér! Þetta er besti kjúklingur og hrísgrjón sem ég hef bragðað! Takk fyrir það, Telma! En ég get ekki með nokkru móti áttað mig á því hvað er í þessu! Kjúklingur og, ööö, hrísgrjón. Má ég bæta þessu í upskriftabókina mína, eða er þetta fjölskylduleyndarmál? Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl. ÞEGAR ég er að rölta upp þrönga götu ásamt konu minni kem ég auga á tvær eldri konur sem sitja með eldri manni og baða sig í síðdegissólinni. Einhver böl- móður var þó í annarri konunni svo ég ákvað að hressa upp á hana og býð gott kvöld en bæti svo við hversu dásamlegt það sé að rölta um þennan undurfagra bæ. ÞAÐ VAR hins vegar karlinn sem tók við sér, spratt fram eins og unglamb og spurði: „Fyrst við erum að tala um fegurðina langar mig að spyrja þig hvort ég megi slá konu þinni gull- hamra?“ Ég bað hann í öllum bænum að slá ekki fast en láta þó vaða. Þá fór hann með ástarljóð svo langt að það slagaði í Ferðalok Jónasar Hallgríms- sonar. HANN hafði ekki fyrr lokið sér af með ljóðin en hann fer að syngja flamenkósöngva af mikilli innlifun. Síðan var spjallað meir um fegurðina og hent gaman að hinu og þessu. Hann var eins og ungur sveitapiltur í gamla daga, hló og sló á lær sér. En svo var komið að næsta tón- listaratriði. Hann fór inn til sín og náði í zambomba, sem er hið fyndnasta hljóð- færi. Það líkist helst blómavasa sem búið er að strekkja klút yfir að ofan- verðu en þar stendur svo prik upp úr. Síðan hrækir zambomba-leikarinn í lófa sér, tekur utan um prikið og svo er engu líkara en einhvers konar runk eigi sér stað. Undarlegt hljóð heyrist þegar lóf- inn fer upp og niður um prikið. Karlinn káti var þó ekki í vanda að syngja með þessum undrahljóðum. EFTIR zambomba-runk, brandara, hlátrasköll og fíflalæti spyr ég karlinn hvort ég megi ekki koma næsta vor með upptökutæki til að taka söng hans upp. Hann tekur af sér hattinn en þá bar að líta sárabandshlussu á höfði hans. „Það vill nú þannig til að það er farin af stað leiðinda blöðrumyndun í kollinum, ég fer í aðgerð á morgun. Það er best að sjá hvernig ég kem úr henni áður en ég lofa nokkru um söng á vori komanda.“ ÞAÐ VAR nefnilega það, hugsaði ég með mér. Ég sem er herra fúll á móti þegar ég á tannlæknistíma í vændum. Runk, runk uppi á fj öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.