Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 76
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44
Sigríður Björg Tómasdóttir | sigridur@frettabladid.is
Á skíðum skemmti ég mér
Árstími skíðaiðkunar er runninn upp og þó að enn sem komið er hafi íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki geta farið oft á skíði
í Bláfjöllum í vetur er vonast eftir því að veður leyfi opnun um helgina. Skíðasvæði fyrir norðan, vestan og austan voru öll
opin í gær og gott útlit um helgina. Þrír valinkunnir skíða- og brettagarpar segja hér frá vetrarsportinu sínu.
Í BLÁ FJÖLLUM
Skíða- og
brettafólk í
brekkunum í
Bláfjöllum á
góðum degi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gott nesti er lykilatriði þegar
farið er í skíðaferð en það þarf
alls ekki að vera flókið. Heitt
kakó á brúsa er nauðsynlegt og
samloka sömuleiðis. Hér getur
ráðið úrslitum að fara í bakaríið
áður en lagt er af stað, kaupa
uppáhaldsbrauðið en skera
hnausþykkar sneiðar sjálfur
heima við. Setja nóg af
smjöri og þykkar
ostsneiðar
eða
annað
álegg að
smekk.
Kakó og brauð
Notað eða nýtt?
Á helstu skíðasvæðum landsins
er hægt að leigja sér skíðagræjur.
Sem dæmi um verð má nefna að
leiga á græjum einn dag í Blá-
fjöllum fyrir fullorðinn er 4.500
krónur en 3.700 í Hlíðarfjalli.
Þeir sem ætla að kaupa græjur
ættu að gera verðsamanburð.
Samkvæmt óformlegri könnun
á verði kosta ný barnaskíði með
bindingum og skóm um 30.000
krónur.
Skíðapakka (skíði, bindingar, skó
og stafi) fyrir fullorðna er hægt
að fá frá 70.000 krónum.
Gönguskíði fyrir brautir má fá frá
45.000 krónum en utanbrautar-
skíði eru dýrari, kosta frá 80.000
krónum.
Brettapakkar eru svo frá 70.000
krónum.
Það getur verið skynsamlegast að
fjárfesta í notuðum skíðagræjum
en þær eru yfirleitt um helmingi
ódýrari hið minnsta.
Skíðakennsla
Á flestum skíðasvæðum er boðið
upp á kennslu á bæði skíðum,
brettum og jafnvel gönguskíðum.
Upplýsingar má finna á síðunni
skidasvaedi.is.
Haldið til fjalla
Ég er fædd og uppalin á Grundarfirði og þar kenndi mamma mér á skíði og í minn-
ingunni var ég á skíðum meira og minna allan veturinn. Fór á skíðum í skólann,
fór svo upp í fjall eftir skóla og var þar allan daginn þangað til lyftunni var lokað,
þá labbaði ég lengra upp í fjallið og renndi mér heim. Ég náði fljótt góðum tökum
á skíðunum og skíði hafa alltaf verið mín uppáhaldsíþrótt og eina íþróttin sem ég
hef haldist eitthvað við,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir.
Þórhildur flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og segir það hafa heillað sig
mjög hversu auðvelt er að stunda skíði fyrir norðan. „Það er svo auðvelt að
skjótast í fjallið og gott að geta farið eftir vinnu. Ég er með vetrarkort í Hlíðarfjall
og reyni að fara sem oftast.“
Hlíðarfjall er í mestum metum hjá Þórhildi af skíðasvæðum innanlands en hún hefur einnig farið
í skíðaferðir til útlanda. „Skíðaferðir eru ein mesta dekurútlandaferð sem hægt er að komast í. Við
erum öll fjölskyldan í þessu og það er hreinlega æðislegt að geta verið heilan dag í mörgum fjöllum,“
segir Þórhildur sem hefur ekki látið nokkur óhöpp í gegnum tíðina stöðva sig. „Ég hef slasast á hné
og oft dottið og fengið myndarlegustu marbletti en kippi mér ekki upp við það.“
Þórhildur er nýfarin að læra á gönguskíði sem hún segir spennandi en brettaiðkun hefur hún að
mestu látið vera. „Ég mæli sterklega með því að fólk finni sér einhverja leið til að renna sér á snjó,
það er bara svo skemmtilegt.“
➜ Þórhildur Ólafsdóttir skíðaði heim úr skólanum
„Ég sá skíðagöngukeppni í sjónvarpinu og fór í kjölfarið og keypti mér gönguskíði
og æddi svo af stað. Það gekk nú ekki sérlega vel en áhuginn var kviknaður og ég
hef stundað gönguskíði eingöngu síðan. Þetta var um 1970,“ segir Þóroddur F.
Þóroddsson gönguskíðagarpur. Hann vill veg gönguskíðamennsku sem mestan á
Íslandi og tók sig til ásamt fleiri áhugasömum skíðaiðkendum fyrir nokkrum árum
og stofnaði skíðagönguklúbbinn Ull. „Félagið hefur verið mikil lyftistöng fyrir
gönguskíðamennsku á Íslandi. Við stöndum reglulega fyrir stuttum námskeiðum
til að koma fólki af stað og núna eru um 70 manns á biðlista eftir að komast að á
námskeiðin okkar. Það hefur líka bætt hag okkar að við erum komin með skála í
Bláfjöllum og eigum skíði til útleigu,” segir Þóroddur.
Spurður hvað heilli mest við gönguskíðin segir Þóroddur það vera hversu holl og góð hreyfing það
sé að vera á gönguskíðum. „Gönguskíði eru mikil og góð hreyfing og frábært fjölskyldusport sem
hægt er að stunda á troðnum brautum en líka utan þeirra. Þeir sem eru á gönguskíðum með stál-
köntum geta gengið utan brauta en hefðbundin gönguskíði henta best á brautum. Göngubrautir eru
víða lagðar við skíðasvæði, það er auðvelt að leggja gönguskíðaspor og þau auðvelda skíðamönnum
sannarlega leikinn. Til dæmis mætti að ósekju leggja spor á orlofshúsasvæðum um landið.“
Hvert er svo uppáhaldsskíðasvæðið? „Bláfjallasvæðið er eitt besta gönguskíðasvæði landsins. Þar
er hægt að leggja endalaus spor en vilji maður vera utan brauta er hægt að ganga niður í Grindar-
skörð eða fara á Heiðina háu, þetta er frábært svæði.“
➜ Þóroddur F. Þóroddsson hefur gengið á skíðum í yfir 40 ár
Linda Sumarliðadóttir tók snjóbretti fram yfir skíði um leið og hún hafði prófað
brettið. „Ég var á skíðum þegar ég var lítil og langaði til að prófa bretti. Um leið og
ég gerði það fannst mér það henta mér betur, vera skemmtilegra og bjóða upp á
meira frjálsræði.“ Linda segir eitt það skemmtilegasta við brettasportið vera félags-
skapinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlega mörgum í þessu sporti og það hefur alltaf
verið mjög góður andi á meðal brettafólksins. Ég fíla það mjög vel.“
Linda, sem er formaður Brettafélags Íslands, lætur snjóleysi sunnanlands ekki
stöðva sig þegar það á við og fer norður oft yfir veturinn. „Ég er nú þegar búin
að fara tvisvar og er að fara nú um helgina, ég tel það ekkert eftir mér. Ég skíða
líka eins lengi og hægt er fram eftir vori og sumri, hef farið á bretti í júlí bæði á Snæfellsjökul og í
Kerlingarfjöll.“ Siglufjörður er í uppáhaldi hjá Lindu. „Ég held upp á Siglufjörð því það er svo flott
svæði, mikið af hengjum og auðvelt að komast í fyrsta flokks aðstæður í utanbrautarrennsli.“
➜ Linda Sumarliðadóttir fílaði félagsskapinn á brettunum