Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 12
12. janúar 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ísland er lokað í gildru gjald-eyrishafta. Þjóðarinnar bíður það hlutskipti að hlaupa hring eftir hring; ýmist við að
hækka laun eða fella gengi. Hún
mun mest nærast á froðu verð-
bólgunnar því að jarðvegur henn-
ar er nú frjórri en hollari afurða.
Helst má líkja aðstæðum þjóð-
arinnar við dýr í búri sem bíta í
skottið hvert á öðru. Draumur
flestra er þó samlíking við fjall-
göngumenn á leið á tindinn.
Hugur stjórnmálamanna er í
ríkari mæli bundinn við skamm-
tímalausnir en framtíðarsýn. Þar
af leiðir að fyrirheitin í aðdrag-
anda kosninganna minna fremur
á misjafnlega stór búr en búnað
til að ná á tind-
inn. Allar breyt-
ingar lúta síðan
tveimur tak-
mörkunum sem
styðjast við rétt-
lætiskennd.
Annars vegar
er almenn sam-
staða um að
ekkert megi gera sem raskar
ríkjandi landbúnaðarkerfi. Það
er helst að Samfylkingin kæri sig
kollótta í þeim efnum.
Hins vegar er ríkur meirihluta-
stuðningur við ráðagerðir um að
vinda ofan af þeim þjóðhagslega
ávinningi sem markaðslausnir í
sjávarútvegi hafa skilað. Sagt er
að réttlætið felist í fjölgun starfa
og fiskiskipa og að taka arðinn
í ríkissjóð til að kosta jarðgöng
og styrki til atvinnufyrirtækja.
Í staðinn verður almenningur
að borga sveiflujöfnunina fyrir
útgerðina í gegnum gengislækk-
anir.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
einn fyrir þann málstað að sjávar-
útvegurinn skili arði og geti ráðið
við að jafna sveiflur upp á eigin
spýtur án þess að fleyta þeim yfir
á almenning. Þetta er minnihluta-
sjónarmið. En í sjálfu sér er ekki
síður réttlátt að útgerðin haldi
arðinum og borgi sjálf sveiflu-
jöfnunina því það bætir kjör
launafólks.
Gildran
Eigi þjóðin að halda á tind-inn þarf að koma í veg fyrir að hún festist í gildru verð-
bólgunnar. Til að það takist þarf
að láta sjávarútveginn jafna óhjá-
kvæmilegar sveiflur fyrir eigin
reikning. Ella er stöðug mynt
óhugsandi. Samhliða verður að
sníða launabreytingum stakk í
réttu hlutfalli við verðmætasköp-
un og framleiðni.
Nærri lætur að fjórir fimmtu
hlutar útflutnings landsmanna
eigi rætur í nýtingu auðlinda.
Henni eru hins vegar takmörk
sett. Til að bæta kjörin þarf því að
skapa nýja útflutningsstarfsemi
á sviði þekkingar í framleiðslu
og þjónustu. Það getur því aðeins
gerst að Ísland sé samkeppnis-
hæft. Til að svo megi verða þurfa
sömu eða betri leikreglur að
gilda hér en í viðskiptalöndunum.
Ísland kemst því ekki hjá því að
vera þátttakandi í alþjóðavæðing-
unni.
Við verðum að horfast í augu
við þá staðreynd að Ísland er eft-
irbátur annarra í framleiðni. Í
nýlegri skýrslu McKinsey kom
fram að framleiðni á vinnustund
er nálægt því sem er í Grikklandi.
Sjávarútvegurinn er eina atvinnu-
greinin sem náð hefur framleiðni-
stigi sem jafna má við það sem
best gerist. Nú á að hverfa til
baka og fórna þeim árangri fyrir
félagsleg markmið.
Af McKinsey-skýrslunni má
einnig ráða að flytja þurfi þrett-
án þúsund störf úr þjónustugrein-
um í nýja atvinnustarfsemi til að
ná framleiðni sem tryggir sam-
keppnishæfni landsins. Á næstu
fimmtán árum þarf ný atvinnu-
starfsemi að auki að gera tvö-
földun útflutningsverðmætanna
mögulega.
Ísland er eft irbátur annarra
Draumurinn um að ná á tind-inn þýðir að ráðast verður á fjallið. En fjallganga er
ekki fyrirhafnarlaus. Verkurinn er
sá að í kosningum er ekki til vin-
sælda fallið að lofa nokkru því sem
kostar fyrirhöfn eða erfiði. Meðan
stjórnmálaflokkarnir koma sér hjá
því að segja satt um fjallgönguna
verður heldur engin trúverðug
framtíðarsýn af tindinum.
Eigi að takast að tvöfalda
útflutning að talsverðum hluta
með annars konar starfsemi en
auðlindanýtingu þarf marghátt-
aðar kerfisbreytingar. Lækkun
skatta dugar ekki alla leið. Hér
þarf gjaldmiðil sem er stöðugur
og hlutgengur í viðskiptum. Krón-
an uppfyllir hvorugt skilyrðið og
enginn hefur sýnt fram á að unnt
sé að breyta því.
Vel má vera að einhverjir telji
að önnur pólitísk markmið séu
mikilvægari en að tryggja sam-
bærileg lífskjör við það sem best
þekkist. Það er val sem sjálfsagt
er að ræða.
En þeir sem útiloka aðra kosti
en óskert fullveldi í peninga-
málum geta ekki með trúverð-
ugum hætti haldið fram málstað
frjálsra óhindraðra viðskipta. Þeir
sem velja takmörkun á viðskipta-
frelsi geta ekki lofað bestu lífs-
kjörum og norrænni velferð. Þeir
sem ákveða félagslegar lausnir í
sjávarútvegi í stað markaðslausna
fórna sveiflujöfnunarmöguleikan-
um og geta því ekki boðað upptöku
evru.
Hver flokkur boðar nú ósam-
rýmanleg markmið. Við svo búið
er enginn þeirra að bjóðast til
að leiða þjóðina á tindinn. Verk-
efnið fram undan er því að finna
meirihluta fyrir samrýmanlegum
markmiðum.
Á að ráðast á fj allið?
A
ð minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir
skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýárs-
ávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu
hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun
fyrir betri tækjum handa Landspítalanum.
Önnur var sú sem Sigríður I. Ingadóttir þingmaður setti fram
í viðtali við Ríkisútvarpið; að það væri fráleitt að ein ríkisstofn-
un, sem þar að auki hefði verið að biðja um meiri fjárframlög,
safnaði peningum fyrir aðra.
Þar gleymdi þingmaðurinn
ýmsum grundvallarstað-
reyndum málsins, eins og þeirri
að þjóðkirkjan er í lögum skil-
greind sem sjálfstætt trúfélag.
Sömuleiðis að ríkið hefur haldið
eftir hluta af sóknargjöldunum,
sem það innheimtir bæði fyrir
þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Líka að beint framlag ríkisins
til kirkjunnar er byggt á samningi um jarðeignir kirkjunnar,
sem á sínum tíma voru 17% af öllum jörðum í landinu. Ríkið
fékk jarðirnar en greiðir í staðinn laun presta.
Síðast en ekki sízt gleymdist að þrátt fyrir tengsl sín við ríkið
er kirkjan grasrótarsamtök, þar sem þúsundir manna vinna
mikið sjálfboðastarf, meðal annars í þágu líknar-, velferðar- og
æskulýðsmála. Kirkjan er í raun elzta líknarfélag landsins og
hefur í aldanna rás hlúð að sjúkum og öldruðum. Tillaga biskups
er, ef eitthvað er, til þess fallin að kirkjan rækti tengslin við
þær rætur sínar fremur en að hún líti á sig sem stofnun.
Hin hugmyndin, sem býsna margir settu í orð, er að það sé
hneyksli að fjárveitingar úr ríkissjóði dugi ekki fyrir endur-
nýjun á tækjum Landspítalans og að hann þurfi að reiða sig á
gjafafé. Ríkið á bara að redda því máli, finnst mörgum. En ef
það er hneyksli að spítalinn þurfi gjafir frá félagasamtökum, er
þá ekki líka skandall að nokkur annar hluti velferðarkerfisins
sé ekki að fullu fjármagnaður með skattpeningunum okkar?
Staðreyndin er að líknar- og hjálparsamtök veita víðtæka vel-
ferðarþjónustu og reka talsverðan hluta heilbrigðis- og félags-
kerfisins. Við getum nefnt SÁÁ, Blindrafélagið, Hjartavernd
eða Samtök um kvennaathvarf sem dæmi. Oft er starfsemin
fjármögnuð að hluta með framlögum úr ríkissjóði, en samtökin
standa sjálf í gríðarlegri fjáröflun og draga inn sjálfboðaliða
sem hafa áhuga á málefninu en væru ekki líklegir til að vinna
fyrir ekki neitt í þágu ríkisstofnana. Án þessarar starfsemi,
sem stunduð er kölluð þriðji geirinn, væri velferðarþjónustan
annaðhvort miklu lélegri eða skattarnir okkar miklu hærri.
Hugmyndin um að öll velferðarþjónusta skuli ríkisrekin
hefur verið prófuð. Í Sovétríkjunum sálugu var starf líknar-
félaga að stærstum hluta bannað í sjötíu ár – enda átti ríkið að
græja þetta – en lét aftur á sér kræla í lok Sovéttímans. Þá voru
til dæmis stofnuð félög sem sinntu munaðarlausum börnum og
stuðluðu að ættleiðingum, eftir að það komst í hámæli hvers
konar stofnanir ríkisrekin munaðarleysingjahæli voru í raun.
Í okkar samfélagi er það líka svo að velferðarþjónusta, líknar-
og hjálparstarf væri ekki nema svipur hjá sjón án starfs þriðja
geirans. Mikið af því starfi fær ekki þá athygli sem það verð-
skuldar og ætti kannski að halda því meira á lofti, þannig að
færri haldi að ríkið reddi þessu bara.
Framlag frjálsra félagasamtaka til
velferðarsamfélagsins er stundum vanmetið:
Reddar ríkið því?
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
ÚTSALA!
kíktu inn á www.pfaff.is
Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400
TAK LJÓSAKRÓNA – SVÖRT EÐA HVÍT
VERÐ ÁÐUR 49.900,-
NÚ 25.000,-
Opið í dag, laugardag kl. 11-16.
50%50%
Fjöldi loftljósa og lampa á ótrúlega góðu verði!
IMPULS GÓLFLAMPI
VERÐ ÁÐUR 29.800,-
NÚ 15.000,-