Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 18
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferð- ismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hall- grím Helgason (Forlag- ið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundur- inn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930- 2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar marg- oft nafngreindir í bókinni sem fjöl- skylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónu- leiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúm- föst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunar- verða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hall- grímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögu- persónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ætt- arnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævi- sögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljót- leikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verks- ins og því síður muninn á skáld- skap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um sið- gæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skap- andi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þús- und gráður lætur höfundurinn Her- björgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum.“ Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugar angurs eru þau lögð pers- ónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Nor- rænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal önd- vegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum pers- ónutengdum skáldsögum eru nafn- greiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélags- ins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður. Berrössuð bíræfni – líf að láni Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tæki- færið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðilegg- ingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au- Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrj- un. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpar- gagna og við skipulagningu á hjálp- arstarfinu og að uppbyggingu í kjöl- farið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að inn- lendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjár- stuðningi til hjálparstarfsins. Sam- tals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitar- félög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning. Jarðskjálftinn á Haítí MENNING Guðrún Jónsdóttir dóttir Brynhildar Georgíu Björnsson ➜ Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifull- trúa á einn stað á svo stuttum tíma. ➜ Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. HJÁLPARSTARF Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Fjárhæð til úthlutunar árið 2013 er kr. 10.000.000,- og er heimilt að sækja um alla fjárhæðina sem til úthlutunar er eða skilgreindan hluta hennar. Heimilt er að veita styrki til eftirfarandi: 1. Rannsókna og/eða framkvæmda sem ætlað er að varna eða draga úr tjóni vegna náttúruhamfara á eignum sem vátryggðar eru hjá Viðlagatryggingu Íslands. 2. Fræðslu og þjálfunarmála landssamtaka sem eru með samstarfssamning við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um skipan hjálparliðs. Styrkumsókn skal skila á umsóknareyðublaði sem er að finna á heimasíðu VTÍ. Umsóknum skal skilað í bréfpósti eða með tölvupósti. Umsóknum skal fylgja ferilskrá umsækjenda, tíma- og kostnaðaráætlun og staðfesting á fjárframlagi frá öðrum styrktaraðilum verkefnisins eða vilyrði um fjárstyrk eða fjárframlagi frá öðrum aðilum eftir því sem við á. Athygli er vakin á því að styrkveitingar eru aðeins afgreiddar einu sinni á ári. Afgreiðsla styrkveitinga fer fram eigi síðar en í maí ár hvert. Öll tilskilin fylgigögn þurfa að berast með umsókn, að öðrum kosti eru umsóknir ekki teknar til umfjöllunar. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2012. Engir frestir eru veittir. Nánari upplýsingar er að finna í reglum um styrkveitingar sem stjórn Viðlagagatryggingar Íslands hefur sett sér. Reglurnar má nálgast á heimasíðu félagsins, www.vidlagatrygging.is undir „Styrkir“. Umsóknir skulu sendar til: Viðlagatrygging Íslands, v/styrkumsóknar Borgartúni 6, 105 Reykjavík eða á tölvupóstfangið: vidlagatrygging@vidlagatrygging.is Umsóknir um styrkveitingar 2013 Borgartún 6 105 Reykjavík Sími 575 3300 Bréfsími 575 3303 vidlagatrygging.is Viðlagatrygging Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna rannsókna og/eða framkvæmda sem ætlað er að varna eða draga úr tjóni af völdum náttúruhamfara skv. 21. gr. laga nr. 55/1992. Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar með Sinfóníunni 15. janúar Á þessum einstöku tónleikum koma fram sigurveg- arar í árlegri keppni ungra einleikara sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands stendur að í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Komdu og upplifðu kraftinn sem býr í ungu og efnilegu tónlistarfólki. Þri. 15. jan. » 19:30 Bernharður Wilkinson stjórnandi Einar Bjartur Egilsson, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sólveig Steinþórsdóttir og Unnsteinn Árnason einleikarar NÁMSMENN FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI UNGIR EINLEIK ARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.