Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 28
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Segja má að flóðgátt hafi brostið um miðjan síðasta áratug því síðan hefur komið upp fjöldi mála þar sem þol-endur kynferðisofbeldis stíga fram og segja sögu sína. Eitt af því sem mörg þessara mála eiga sammerkt er að þau voru látin viðgangast um langt skeið, jafnvel þótt grunur léki á að ekki væri allt með felldu. Kynferðisleg misnotkun á börnum er álitin með verstu ódæðum sem hægt er að drýgja. Hvað veldur því að venju- legt fólk lætur undir höfuð leggjast að koma barni til hjálpar ef grunur leikur á að á því hafi verið brotið? „Ástæður þöggunar eru ýmsar, til dæmis virðing fyrir valdi. Börnin sjálf bera virðingu fyrir fullorðnum,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að oft hafi þolendur kynferðis- brota mátt þola að vera álitnir meðsekir og mætt ýmsum fordómum í samfélaginu, sem dragi úr því að þolendur stígi fram og til- kynni brotin. „Vantrú á að brotin eigi sér yfir- leitt stað var örugglega lengi til staðar sem ýtti undir þagnargildið. Jafnvel þó grunur um að eitthvað misjafnt væri á ferðinni var smán- in og skömmin sem fylgir brotum af þessu tagi svo mikil að brotin komu ekki og koma ekki enn upp á yfirborðið. Varðandi aðra sem verða þess áskynja að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað gagnvart börn- um spilar því saman vantrú á brotin sjálf, alvarleika þeirra og mikil skömm á sama tíma og gerendur eru oft viðurkenndir aðilar í samfélaginu sem eiga mikið undir sér meðan börnin eru áhrifalaus, uppfull af sektarkennd og jafnvel ekki trúað. Athæfi af þessu tagi voru stundum jafnvel höfð í flimtingum sem sýnir að alvarleikinn var ekki kunnur.“ Meiri skilningur í garð þolenda Helgi tekur undir að svo virðist sem eins konar uppgjörsbylgja sé í gangi. Hún sé þó ekki bundin við Ísland, hennar sjáist líka merki til dæmis í Bretlandi og á Norður- löndum. Þetta á sér ýmsar skýringar að mati Helga. Langt er um liðið frá mörgum atburð- anna og gerendurnir oft látnir, sem kann að auðvelda fólki uppgjörið, auk þess sem skiln- ingur samfélagsins hafi aukist. Þolendur þurfi ekki að sitja undir fordómum um með- sekt, að minnsta kosti í sama mæli og áður, og það auðveldi þeim að tilkynna brotin. Slíkt krefjist engu að síður mikils hugrekkis af hálfu viðkomandi. „Það er heldur ekki ólíklegt að efnahags- hrunið ýti enn meira undir uppgjör við for- tíðina, þó merkin sjáist fyrr,“ bætir Helgi við. „Við viljum sjá reikningsskil á ólíkum svið- um samfélagsins og með talsverðri hörku. En hversu langvinnt það er og hverju það skilar er svo annað mál. Við höfum áður fengið stór hneykslismál yfir okkur sem hafa síðan bara lyppast niður og allt að því gleymst. En þung- inn bak við uppgjörið er hugsanlega meiri núna og heilög vé ekki lengur jafn ósnertan- leg.“ Gerendur enn þögull hópur Helgi bendir á að sá fjöldi játninga sem komið hefur fram á undanförnum árum einskorðast við þolendur og að margvísleg úrræði standi þeim nú til boða. Samfélagið eigi enn fyrir höndum mikið verk til að koma í veg fyrir brotin, þar þurfi líka úrræði fyrir gerendur, ekki síður en fyrir þolendur. „Gerendur eru enn hinn þögli hópur. Það þarf engan að undra að þeir þori ekki að koma fram og viðurkenna kenndir sínar. Þeir eru fyrirlitnir og fordæmdir, ófreskjur og níðing- ar sem fremja sálarmorð á þeim sem okkur eru kærust; börnunum okkar. Röddin sem heyrðist í Kastljósinu í vikunni var óvænt, enda vissi gerandinn ekki af upptökunni. “ Miklu máli skiptir hins vegar að mati Helga að ná til þeirra sem haldnir eru barnagirnd til að koma í veg fyrir brotin. „Þótt fjöldi þeirra sem haldnir eru barna- girnd á háu stigi sé ekki mikill sýnir málið í Kastljósi að fjöldi þolenda á móti hverjum geranda getur skipt tugum. Fæst málanna koma þó upp á yfirborðið. Almennt er talið líklegra að upp komist um mál þegar gerand- inn er ókunnur þolandanum. Kynferðisbrot gegn börnum eru þó algengari meðal þeirra sem tengjast börnunum fjölskyldu- og vina- böndum. Það skiptir þannig öllu að einstak- lingar sem finna kenndir af þessu tagi komi fram til að hægt sé að vinna með þeim og draga úr áhættunni – ella eru þeir einfald- lega virkir og geta verið stórhættulegir eins og dæmin sanna. Hætta á útskúfun úr sam- félaginu auðveldar þeim ekki að stíga fram heldur getur þvert á móti ýtt undir frekari brot.“ Ofb eldi þagnarinnar Mál Karls Vignis Þorsteinssonar er það nýjasta í röð umfangsmikilla kynferðisbrotamála sem komið hafa upp á undanförnum árum og eiga það sammerkt að hafa viðgengist í áraraðir þrátt fyrir vís- bendingar um eða jafnvel beina vitneskju um að ekki hafi allt verið með felldu. Hverju sætir að kynferðisbrot hafa verið látin liggja í þagnargildi og hvers vegna stíga sífellt fl eiri þolendur fram? Við viljum sjá reikningsskil á ólíkum sviðum samfélagsins og með talsverðri hörku. En hversu langvinnt það er og hverju það skilar er svo annað mál. Helgi Gunnlaugsson Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is Thelma og systur hennar Um fáar bækur var meira rætt fyrir jólin 2005 en viðtalsbókina Myndin af pabba– saga Thelmu Ásdísardóttur eftir Gerði Kristnýju. Þar rakti Gerður Kristný óhugnanlega sögu Thelmu og systra hennar fjögurra. Systurnar ólust upp í Hafnarfirði á 7. og 8. áratugnum og urðu fyrir grimmilegu kynferðisofbeldi af hendi föður síns um árabil og seldi hann jafnvel öðr- um barnaníðingum aðgang að þeim. Sérstakan óhug vakti að Hæstiréttur sýknaði föður Thelmu á sínum tíma, þrátt fyrir sakfellingu héraðsdóms, og níddist hann á dætrum sínum á meðan á málarekstrinum stóð. Þá gerðu skólayfirvöld lítið sem ekkert til að grípa inn í gang mála þrátt fyrir sterkar vísbendingar um að ekki væri allt með felldu á heimili systranna. Byrgismálið Byrgismálið komst í hámæli í desember árið 2006 þegar fréttaskýr- ingaþátturinn Kompás upplýsti að Guðmundur Jónsson forstöðumaður hefði orðið uppvís að kynferðis- ofbeldi gegn skjólstæðingum sínum og bókhaldsóreiðu. Konur í Byrginu lýstu því hvernig Guðmundur hefði tælt þær til kynlífsathafna í krafti stöðu sinnar og haldið því fram að guð líknaði í gegnum hann. Byrgið, sem var kristilegt meðferðarheimili, hafði fengið fjárveitingar frá ríkinu síðan árið 1999. Í ljós kom að árið 2002 hafði Pétur Halldórsson geðlæknir vakið athygli Landlæknis- embættisins á því að grunur léki á að þrjár konur væru barnshafandi eftir starfsmenn Byrgisins. Sama ár lét varnarmálaskrifstofa utanríkis- málaráðuneytisins gera skýrslu um Byrgið, þar sem athygli var vakin á bókhaldsóreiðu og að heimilið uppfyllti ekki ýmis ákvæði þjónustu- samnings. Ekki var brugðist við þessum ábendingum, þvert á móti var samningur við Byrgið fram- lengdur og fjárveitingar til þess fóru hækkandi. Það var ekki fyrr en eftir umfjöllun Kompáss sem ráðist var í rannsókn á starfsemi ríkisins, sem leiddi til þess að Guðmundur var ákærður og síðar dæmdur fyrir kynferðisbrot og skattsvik. Breiðavík Ódæðisverk sem framin voru á betrunarheimilinu Breiðavík voru dregin fram í dagsljósið snemma árs 2007 þegar Kastljós og DV hófu umfjöllun um málið. Alls voru 158 drengir vistaðir á heimilinu á árunum 1953 til 1979. Fyrrum vistmenn lýstu dvölinni sem helvíti á jörð. Starfsemi heimilisins var oft gagnrýnd á starfs- tíma þess. Á sjötta áratugnum gagn- rýndi skólastjóri í Breiðavík aðbúnað drengjanna og lagði til að heimilið yrði lagt niður. Árið 1975 vann Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur skýrslu þar sem hann fann margt að heimilinu og sendi athugasemdir sínar til barnaverndarnefndar. Í hvorugu tilfellinu var brugðist við. Þá voru dæmi um að drengir struku á nærliggjandi bæi og sögðu ábúend- um sögu sína, en einatt var farið með þá til baka. Sævar Ciesielski rifjaði upp harðræðið á Breiðavík í bók sem kom út árið 1980 en hún vakti engin viðbrögð. Stjórnvöld brugðust við upprifjun fjölmiðla með því að setja á laggirnar rannsóknarnefnd til að kanna starfsemi Breiðavíkur- heimilisins. Í skýrslu nefndarinnar var Breiðavík lýst sem mistökum í kerfinu, sem stjórnvöld bæru ábyrgð á. Illa hefði verið farið með börn, þau vanrækt og það haft hrikaleg áhrif á líf þeirra. Önnur vistheimili Í kjölfar skýrslunnar um Breiðavík fól forsætisráðherra rannsóknarnefnd- inni að fjalla um önnur meðferðar- og vistheimili fyrir börn. Rannsókn hennar náði til vistheimilanna Kumb- aravogs og Knarrarvogs, Heyrnleys- ingjaskólans, stúlknaheimilisins Bjargs, heimavistarskólanna Reykja- hlíðar og Jaðars, Upptöku/Unglinga- heimilis ríkisins og uppeldisheimilis- ins Silungapolls. Nefndin fann dæmi um börn sem sættu illri meðferð á sumum heimilanna, ýmist af hálfu starfsmanna, annarra vistbarna eða gestkomandi manna. DV greindi frá því 2007 að Karl Vignir Þorsteins- son hefði oft verið gestkomandi á Kumbaravogi og brotið á börnum. Í skýrslu nefndarinnar kom fram að fagmennsku barnaverndaryfirvalda hefði verið verulega ábótavant; ákvarðanir um vistun barna oft verið illa undirbúnar og lítið eftirlit hefði verið með starfi einstakra stofnana og heimila. Biskupsmálið Árið 2010 var sett á laggirnar rann- sóknarnefnd til að kanna starfshætti kirkjunnar vegna ásakana um kyn- ferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni árið 1996. Gripið var til þessa ráðs í kjölfar upprifjunar á máli kvennanna þriggja sem báru upp sakargiftirnar á biskupinn á sínum tíma og eftir að Guðrún Ebba, dóttir Ólafs, greindi frá því að hann hefði misnotað sig um árabil. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru að viðbrögð kirkjunnar hefðu einkennst af ráðaleysi. Tilgreindi nefndin 22 presta sem hún taldi að hefðu orðið á mistök í starfi í málinu og gerst sekir um þöggun. Í þeim hópi var Karl Sigurbjörnsson biskup. Taldi nefndin að meta bæri fram- göngu einstakra presta árið 1996 í ljósi þess að ásakanirnar beindust að æðsta yfirmanni þeirra. Ólafur hefði haft veruleg áhrif á samstarfsmenn sína. Landakotsskóli Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkj- unnar komu upp á yfirborðið sumarið 2011 þegar Fréttatíminn upplýsti um ásakanir um andlegt og kynferðis- legt ofbeldi á hendur tveimur fyrrum starfsmönnum Landakotsskóla, séra Georg skólastjóra, og Margréti Müller, kennara við skólann, en bæði voru þau látin. Fréttatíminn birti viðtal við mann sem lýsti því hvernig Georg og Margrét hefðu brotið á sér kynferðis- lega þegar hann var aldrinum sjö til þrettán ára. Brotin áttu sér stað bæði í skólanum og í Riftúni, sumarbúðum fyrir kaþólsk börn. Fréttin vakti sterk viðbrögð og bárust í kjölfar hennar fleiri ásakanir um kynferðislegt of- beldi, einelti og vanrækslu á hendur Georg og Margréti frá fyrrverandi nemendum skólans. Biskup kaþólsku kirkjunnar lét skipa rannsóknarnefnd til að fara í saumana á málinu. Hún skilaði skýrslu í nóvember síðast- liðnum. Af þeim 85 einstaklingum sem nefndin ræddi við sögðust 8 hafa sætt kynferðislegu ofbeldi. 27 lýstu andlegu ofbeldi og í fáeinum tilvikum líkamlegu. Kynferðislega ofbeldið virðist hafa staðið yfir á tímabilinu 1956 til 1988 en annað ofbeldi virðist hafa varað allt til ársins 2003. Dæmi voru um að nemendur hefðu þurft að leita læknis vegna þess. Þá komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kaþólska kirkjan hefði tekið þátt í að þagga andlega ofbeldið niður, meðal annars með því að skrá hvorki né varðveita kvartanir sem bárust. FJÖLDI UPPGJÖRSMÁLA TENGD KYNFERÐISLEGU OFBELDI HAFA KOMIÐ UPP Á UNDANFÖRNUM ÁRUM ➜ Í ljós kom að árið 2002 hafði Pétur Halldórsson geð- læknir vakið athygli Land- læknisembættisins á því að grunur léki á að þrjár konur væru barnshafandi eftir starfsmenn Byrgisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.